Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2024 10:50 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. AP/Mariam Zuhaib Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, tilkynnti þingflokki sínum í gær að leiðtogar flokksins væru hættir að reyna að ná samkomulagi við Demókrata um aðgerðir á landamærum ríkisins og Mexíkó. Hann sagði Donald Trump, væntanlegan forsetaframbjóðanda flokksins, vilja keyra á vandanum á landamærunum í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Þetta sagði McConnell á lokuðum þingflokksfundi í gær, samkvæmt Jake Sherman, blaðamanni þingmiðilsins Punchbowl News (áskriftarmiðill). Samkomulagið sem verið var að leita að sneri að því að herða öryggisgæslu á landamærunum og samþykkja hernaðaraðstoð til Úkraínu, sem Repúblikanar hafa neitað að samþykkja um mánaða skeið. „Þegar við hófum þessa vegferð sameinuðu landamærin okkur og Úkraína klauf okkur. Pólitíkin í þessu hefur breyst,“ sagði McConnell. Þá vísaði hann til Trumps sem „frambjóðandans“ og sagði að hann vildi að framboð hans snerist um innflytjendamálin. „Við viljum ekki gera neitt til að grafa undan honum,“ sagði McConnell. NEWS from me & @bresreports in @PunchbowlNews PM:MCCONNELL told a closed meeting of Senate Republicans Wed that the politics of the border has flipped for Rs and cast doubt on linking Ukraine and border. When we started this, the border united us and Ukraine divided us. — Jake Sherman (@JakeSherman) January 24, 2024 Undanfarna tvo mánuði hafa Repúblikanar í öldungadeildinni átt í miklum viðræðum við Demókrata og fulltrúardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins um mögulega lausn á deilunni um aðgerðir á landamærunum og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Nokkrir Repúblikanar hafa sagt opinberlega á undanförnum vikum að þeir óttist að gera samkomulag um aðgerðir á landamærunum því það gæti verið pólitískur sigur fyrir Joe Biden, forseta. Ef marka má McConnell hefur þessum viðræðum verið hætt. Rúm vika er síðan McConnell, sem hefur verið mikill stuðningsmaður frekari hernaðaraðstoðar til Úkraínu, sagði Repúblikana hafa einstakt tækifæri til að grípa til aðgerða á landamærunum. Þeir hefðu vogarafl með hernaðaraðstoðinni handa Úkraínumönnum sem gæti tryggt þeim atkvæði frá Demókrötum. Hann sagði að jafnvel þó Repúblikanar myndu halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni, ná meirihluta í öldungadeildinni og vinna Hvíta húsið í kosningunum í nóvember, myndu þeir þurfa atkvæði frá öldungadeildarþingmönnum Demókrataflokksins til að grípa samþykkja frumvarp um aðgerðir á landamærunum. Það er vegna þess að margskonar frumvörp, eins og mörg þeirra sem snúa að landamæraöryggi Bandaríkjanna, þurfa sextíu atkvæði í öldungadeildinni en ekki fimmtíu. Raða sér upp að baki Trumps Trump á nánast örugga leið að tilnefningu Repúblikanaflokksins eftir sigra í fyrstu tveimur forvölum flokksins í Iowa og New Hampshire. Eftir um mánuð fer svo fram forval í Suður-Karólínu og benda kannanir til þess að Trump hafi mikið forskot á Nikki Haley, helsta mótframbjóðanda sinn. Repúblikanar á þingi hafa fylkt sér að baki Trump á undanförnum dögum og jafnvel vikum. Þeirra á meðal eru þingmenn sem hafa verið harðorðir í garð Trumps eftir að frambjóðendur á hans vegum töpuðu í stórum stíl í þingkosningunum 2022. Minnst 29 af fimmtíu þingmönnum flokksins í öldungadeildinni hafa lýst yfir stuðningi við Trump. Fjölmargir þingmenn flokksins í fulltrúadeildinni hafa gert það einnig. McConnell hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við Trump, að öðru leyti en að segja að hann muni styðja frambjóðanda flokksins. Hann og Trump hafa lengi eldað grátt silfur saman og Trump hefur ítrekað farið ófögrum orðum um þingmanninn. Meðal annars hefur Trump kallað McConnell heimskan tíkarson, fýlda pólitíska bikkju og hótað honum lífláti undir rós. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mexíkó Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 „Atlantshafsbandalagið er dautt“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. 11. janúar 2024 06:45 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Þetta sagði McConnell á lokuðum þingflokksfundi í gær, samkvæmt Jake Sherman, blaðamanni þingmiðilsins Punchbowl News (áskriftarmiðill). Samkomulagið sem verið var að leita að sneri að því að herða öryggisgæslu á landamærunum og samþykkja hernaðaraðstoð til Úkraínu, sem Repúblikanar hafa neitað að samþykkja um mánaða skeið. „Þegar við hófum þessa vegferð sameinuðu landamærin okkur og Úkraína klauf okkur. Pólitíkin í þessu hefur breyst,“ sagði McConnell. Þá vísaði hann til Trumps sem „frambjóðandans“ og sagði að hann vildi að framboð hans snerist um innflytjendamálin. „Við viljum ekki gera neitt til að grafa undan honum,“ sagði McConnell. NEWS from me & @bresreports in @PunchbowlNews PM:MCCONNELL told a closed meeting of Senate Republicans Wed that the politics of the border has flipped for Rs and cast doubt on linking Ukraine and border. When we started this, the border united us and Ukraine divided us. — Jake Sherman (@JakeSherman) January 24, 2024 Undanfarna tvo mánuði hafa Repúblikanar í öldungadeildinni átt í miklum viðræðum við Demókrata og fulltrúardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins um mögulega lausn á deilunni um aðgerðir á landamærunum og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Nokkrir Repúblikanar hafa sagt opinberlega á undanförnum vikum að þeir óttist að gera samkomulag um aðgerðir á landamærunum því það gæti verið pólitískur sigur fyrir Joe Biden, forseta. Ef marka má McConnell hefur þessum viðræðum verið hætt. Rúm vika er síðan McConnell, sem hefur verið mikill stuðningsmaður frekari hernaðaraðstoðar til Úkraínu, sagði Repúblikana hafa einstakt tækifæri til að grípa til aðgerða á landamærunum. Þeir hefðu vogarafl með hernaðaraðstoðinni handa Úkraínumönnum sem gæti tryggt þeim atkvæði frá Demókrötum. Hann sagði að jafnvel þó Repúblikanar myndu halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni, ná meirihluta í öldungadeildinni og vinna Hvíta húsið í kosningunum í nóvember, myndu þeir þurfa atkvæði frá öldungadeildarþingmönnum Demókrataflokksins til að grípa samþykkja frumvarp um aðgerðir á landamærunum. Það er vegna þess að margskonar frumvörp, eins og mörg þeirra sem snúa að landamæraöryggi Bandaríkjanna, þurfa sextíu atkvæði í öldungadeildinni en ekki fimmtíu. Raða sér upp að baki Trumps Trump á nánast örugga leið að tilnefningu Repúblikanaflokksins eftir sigra í fyrstu tveimur forvölum flokksins í Iowa og New Hampshire. Eftir um mánuð fer svo fram forval í Suður-Karólínu og benda kannanir til þess að Trump hafi mikið forskot á Nikki Haley, helsta mótframbjóðanda sinn. Repúblikanar á þingi hafa fylkt sér að baki Trump á undanförnum dögum og jafnvel vikum. Þeirra á meðal eru þingmenn sem hafa verið harðorðir í garð Trumps eftir að frambjóðendur á hans vegum töpuðu í stórum stíl í þingkosningunum 2022. Minnst 29 af fimmtíu þingmönnum flokksins í öldungadeildinni hafa lýst yfir stuðningi við Trump. Fjölmargir þingmenn flokksins í fulltrúadeildinni hafa gert það einnig. McConnell hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við Trump, að öðru leyti en að segja að hann muni styðja frambjóðanda flokksins. Hann og Trump hafa lengi eldað grátt silfur saman og Trump hefur ítrekað farið ófögrum orðum um þingmanninn. Meðal annars hefur Trump kallað McConnell heimskan tíkarson, fýlda pólitíska bikkju og hótað honum lífláti undir rós.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mexíkó Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 „Atlantshafsbandalagið er dautt“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. 11. janúar 2024 06:45 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00
Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38
Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54
Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24
Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48
„Atlantshafsbandalagið er dautt“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. 11. janúar 2024 06:45