Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Sæberg skrifar 25. janúar 2024 16:56 Umferðin hefur verið þung seinni partinn. Vísir/Sigurjón Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. „Það eru erfið akstursskilyrði, bæði fyrir ökutæki og líka aðra sem eru þátttakendur í umferð, reiðhjól og fótgangandi. Við höfum fengið dálítið af tilkynningum um umferðaróhöpp en sem betur fer eru engin alvarleg slys í þessu,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru á ferð um borgina á þremur til fjórum sjúkrabílum, þar sem þeir fara á vettvang árekstra og umferðarslysa. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir ekki ljóst hvort einhver hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en árekstrarnir séu margir. Ríkisútvarpið hefur eftir Kristjáni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Áreksturs.is, að tilkynningar um umferðaróhöpp til fyrirtækisins hlaupa á tugum. Þá segir Árni að rafmagnsleysið í Reykjavík, í kringum klukkan 16, hafi vissulega haft áhrif á umferð, hægt á henni, en umferðaröngþveitið sé aðallega snjókomubakkanum, sem kom yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi, um að kenna. Mjög hált hafi orðið á vegum, gangstéttum og hjólastígum. Öll tæki borgarinnar á stofn-og tengibrautum Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að öll tæki vetrarþjónustu séu úti á stofn- og tengibrautum. Það fari hinsvegar eftir veðurspá hvenær farið verður í að hreinsa húsagötur. Það verði í síðasta lagi í fyrramálið. Klukkan 17:00 er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Segir í tilkynningunni að húsagötur hafi verið forsaltaðar í dag í Reykjavík. Hinsvegar hafi snjóað meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum. Þá segir að umferðarljós borgarinnar séu viðkvæmur rafeindabúnaður sem dottið hafi út vegna rafmagnsleysis í borginni í dag. Þau eigi að detta inn núna eftir að rafmagn komast aftur á. Gerist það ekki sé það gert handvirkt. Biðlar borgin til vegfarenda að fara varlega. Fréttin var uppfærð með tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Veður Færð á vegum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
„Það eru erfið akstursskilyrði, bæði fyrir ökutæki og líka aðra sem eru þátttakendur í umferð, reiðhjól og fótgangandi. Við höfum fengið dálítið af tilkynningum um umferðaróhöpp en sem betur fer eru engin alvarleg slys í þessu,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru á ferð um borgina á þremur til fjórum sjúkrabílum, þar sem þeir fara á vettvang árekstra og umferðarslysa. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir ekki ljóst hvort einhver hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en árekstrarnir séu margir. Ríkisútvarpið hefur eftir Kristjáni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Áreksturs.is, að tilkynningar um umferðaróhöpp til fyrirtækisins hlaupa á tugum. Þá segir Árni að rafmagnsleysið í Reykjavík, í kringum klukkan 16, hafi vissulega haft áhrif á umferð, hægt á henni, en umferðaröngþveitið sé aðallega snjókomubakkanum, sem kom yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi, um að kenna. Mjög hált hafi orðið á vegum, gangstéttum og hjólastígum. Öll tæki borgarinnar á stofn-og tengibrautum Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að öll tæki vetrarþjónustu séu úti á stofn- og tengibrautum. Það fari hinsvegar eftir veðurspá hvenær farið verður í að hreinsa húsagötur. Það verði í síðasta lagi í fyrramálið. Klukkan 17:00 er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Segir í tilkynningunni að húsagötur hafi verið forsaltaðar í dag í Reykjavík. Hinsvegar hafi snjóað meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum. Þá segir að umferðarljós borgarinnar séu viðkvæmur rafeindabúnaður sem dottið hafi út vegna rafmagnsleysis í borginni í dag. Þau eigi að detta inn núna eftir að rafmagn komast aftur á. Gerist það ekki sé það gert handvirkt. Biðlar borgin til vegfarenda að fara varlega. Fréttin var uppfærð með tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Veður Færð á vegum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira