Íslendingur handtekinn fyrir að ljúga um árás á Tenerife Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 13:33 Maðurinn, sem er 66 ára gamall, var handtekinn á hótelinu sínu á suðurhluta eyjunnar. Getty Íslenskur ferðamaður á Tenerife hefur verið handtekinn grunaður um ljúga til um árás sem hann sagðist hafa orðið fyrir og reyna svíkja út fé vegna þess. Um er að ræða karlmann sem er 66 ára gamall, en handtakan fór fram á hóteli mannsins á suðurhluta eyjunnar. Staðarblaðið Canarian Weekly fjallar um málið, en miðillinn segir að Íslendingurinn hafi tjáð lögreglu að hann hafi verið fórnarlamb ofbeldisfullrar árásar þar sem að greiðlukorti hans hafi verið stolið. Í kjölfarið hafi átta þúsund evrur verið teknar út af bankareikningi hans, en það jafngildir tæplega 1,2 milljónum króna. Fram kemur að lögregla hafi tekið mál mannsins til rannsóknar og kannað hvar úttektin á þessum átta þúsund evrum átt sér stað. Það var á næturklúbbi. Í kjölfarið ræddi lögregla við starfsfólk skemmtistaðarins og önnur vitni sem voru á staðnum þegar úttektirnar voru gerðar. Sú rannsókn er sögð hafa leitt í ljós að Íslendingurinn hafi varið nokkrum klukkustundum á klúbbnum þar sem hann hafi keypt ótilgreinda þjónustu og þar að auki verið gjafmildur við aðra gesti staðarins. Eftir frekari rannsókn fór lögregla á hótelið þar sem maðurinn dvaldi og handtók hann fyrir að ljúga til um árásina og segjast vera fórnarlamb saknæmar háttsemi. Fram kemur í frétt Canarian Weekly að maðurinn gæti átt yfir höfði sér sex til tólf mánaða fangelsisdóm, og þá mætti einnig búast við sektum vegna meintrar háttsemi sinnar. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Íslendingar erlendis Spánn Lögreglumál Erlend sakamál Kanaríeyjar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Staðarblaðið Canarian Weekly fjallar um málið, en miðillinn segir að Íslendingurinn hafi tjáð lögreglu að hann hafi verið fórnarlamb ofbeldisfullrar árásar þar sem að greiðlukorti hans hafi verið stolið. Í kjölfarið hafi átta þúsund evrur verið teknar út af bankareikningi hans, en það jafngildir tæplega 1,2 milljónum króna. Fram kemur að lögregla hafi tekið mál mannsins til rannsóknar og kannað hvar úttektin á þessum átta þúsund evrum átt sér stað. Það var á næturklúbbi. Í kjölfarið ræddi lögregla við starfsfólk skemmtistaðarins og önnur vitni sem voru á staðnum þegar úttektirnar voru gerðar. Sú rannsókn er sögð hafa leitt í ljós að Íslendingurinn hafi varið nokkrum klukkustundum á klúbbnum þar sem hann hafi keypt ótilgreinda þjónustu og þar að auki verið gjafmildur við aðra gesti staðarins. Eftir frekari rannsókn fór lögregla á hótelið þar sem maðurinn dvaldi og handtók hann fyrir að ljúga til um árásina og segjast vera fórnarlamb saknæmar háttsemi. Fram kemur í frétt Canarian Weekly að maðurinn gæti átt yfir höfði sér sex til tólf mánaða fangelsisdóm, og þá mætti einnig búast við sektum vegna meintrar háttsemi sinnar. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Íslendingar erlendis Spánn Lögreglumál Erlend sakamál Kanaríeyjar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira