„Þetta er hreinasti skáldskapur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2024 18:40 Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Vísir/Rúnar Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. Klukkan tvö í gær barst skólastjórnendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti tilkynning um að fyrrverandi nemandi skólans hafi rætt við annað fólk um að hann hygðist gera einhverskonar árás í skólanum. Tíu mínútum síðar var haugur af lögreglu-, sjúkra- og sérsveitarbílum kominn á planið fyrir utan skólann. Enginn komst inn Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB, segir að á meðan beðið var eftir lögreglu hafi útidyrahurðum skólans verið læst til að sjá til þess að enginn kæmist inn. „Að öðru leyti hinkruðum við og biðum átekta. Lögreglan tók við þegar þeir komu inn og við fylgdumst svo með því að lögreglan var í rauninni að leita uppi þennan einstakling, við vorum með nafnið hans og það voru spurnir af því eftir smá tíma að viðkomandi hafi fundist og þar með var þessu hættuástandi aflýst,“ segir Guðrún. Guðrún segir manninn aldrei hafa verið innan veggja skólans í gær. Hún veit ekki nákvæmlega hvað hann hafði hótað að gera. „Við tókum þessu mjög alvarlega. Að ímynda sér að einhver myndi ráðast hér inn, við verðum að taka því mjög alvarlega. Okkar fyrsta skylda er að gæta öryggis nemenda og starfsfólks,“ segir Guðrún. Önnur ótengd handtaka Á meðan lögreglumenn að rannsaka málið tóku þeir eftir tveimur mönnum sem sátu í bifreið og voru klæddir í stunguvesti, svipuðum þeim sem lögreglumenn klæðast. Þeir voru einnig handteknir og reyndust þeir vera með leikfangabyssur í fórum sér. Það mál tengist þó ekki hótuninni og gat Guðrún ekki tjáð sig um það, þar sem hún vissi ekki neitt um það mál. Fáir nemendur voru í skólanum á þessum tíma en Guðrún segist ekki hafa náð að ræða við marga nemendur í dag þar sem skólinn var með námsmatsdag. Hún hafi þó fengið nokkur viðbrögð frá foreldrum. „Fólki bregður og upplýsingarnar voru litlar sem við sendum og svo fóru skrítnar upplýsingar af stað eins og ég heyrði að hafi gerst á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Það ruglar huga fólks. Þannig já, ég óttast það að einhverjir séu kvíðnir og hræddir og ég vona að það sé hægt að vinda ofan af því. Við erum með mjög góða nemendaþjónustu hér, mikla ráðgjöf og sálfræðing. Þannig við höfum boðið nemendum að leita til okkar. Við verðum að sjá hvernig málin verða eftir helgi,“ segir Guðrún. Bull og vitleysa á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi Í kjölfar þessara handtaka fóru margar sögusagnir á flug á samfélagsmiðlum þar sem því var lýst að mennirnir í vestunum væru hælisleitendur sem hafi gengið um skólann með leikfangabyssurnar og á meðan hafi nemendur skólans verið læstir inni í skólastofum í tvo klukkutíma. Færsla foreldris barns við FB sem fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Einnig var rætt um svipaðar sögusagnir á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Þær komust svo langt að til að mynda hafði formaður Flokks fólksins deilt því. Þegar í ljós kom að þær reyndust ekki á rökum reistar eyddi hún færslunni. Færsla frá formanni Flokks fólksins, sem var síðan eytt eftir að skólastjórn FB sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málið. „Þetta er hreinasti skáldskapur. Enginn fótur fyrir þessu. Hér var allt með kyrrum kjörum allan tímann. Þannig þetta er eitthvað frjótt ímyndunarafl,“ segir Guðrún. Reykjavík Lögreglumál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Klukkan tvö í gær barst skólastjórnendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti tilkynning um að fyrrverandi nemandi skólans hafi rætt við annað fólk um að hann hygðist gera einhverskonar árás í skólanum. Tíu mínútum síðar var haugur af lögreglu-, sjúkra- og sérsveitarbílum kominn á planið fyrir utan skólann. Enginn komst inn Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB, segir að á meðan beðið var eftir lögreglu hafi útidyrahurðum skólans verið læst til að sjá til þess að enginn kæmist inn. „Að öðru leyti hinkruðum við og biðum átekta. Lögreglan tók við þegar þeir komu inn og við fylgdumst svo með því að lögreglan var í rauninni að leita uppi þennan einstakling, við vorum með nafnið hans og það voru spurnir af því eftir smá tíma að viðkomandi hafi fundist og þar með var þessu hættuástandi aflýst,“ segir Guðrún. Guðrún segir manninn aldrei hafa verið innan veggja skólans í gær. Hún veit ekki nákvæmlega hvað hann hafði hótað að gera. „Við tókum þessu mjög alvarlega. Að ímynda sér að einhver myndi ráðast hér inn, við verðum að taka því mjög alvarlega. Okkar fyrsta skylda er að gæta öryggis nemenda og starfsfólks,“ segir Guðrún. Önnur ótengd handtaka Á meðan lögreglumenn að rannsaka málið tóku þeir eftir tveimur mönnum sem sátu í bifreið og voru klæddir í stunguvesti, svipuðum þeim sem lögreglumenn klæðast. Þeir voru einnig handteknir og reyndust þeir vera með leikfangabyssur í fórum sér. Það mál tengist þó ekki hótuninni og gat Guðrún ekki tjáð sig um það, þar sem hún vissi ekki neitt um það mál. Fáir nemendur voru í skólanum á þessum tíma en Guðrún segist ekki hafa náð að ræða við marga nemendur í dag þar sem skólinn var með námsmatsdag. Hún hafi þó fengið nokkur viðbrögð frá foreldrum. „Fólki bregður og upplýsingarnar voru litlar sem við sendum og svo fóru skrítnar upplýsingar af stað eins og ég heyrði að hafi gerst á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Það ruglar huga fólks. Þannig já, ég óttast það að einhverjir séu kvíðnir og hræddir og ég vona að það sé hægt að vinda ofan af því. Við erum með mjög góða nemendaþjónustu hér, mikla ráðgjöf og sálfræðing. Þannig við höfum boðið nemendum að leita til okkar. Við verðum að sjá hvernig málin verða eftir helgi,“ segir Guðrún. Bull og vitleysa á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi Í kjölfar þessara handtaka fóru margar sögusagnir á flug á samfélagsmiðlum þar sem því var lýst að mennirnir í vestunum væru hælisleitendur sem hafi gengið um skólann með leikfangabyssurnar og á meðan hafi nemendur skólans verið læstir inni í skólastofum í tvo klukkutíma. Færsla foreldris barns við FB sem fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Einnig var rætt um svipaðar sögusagnir á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Þær komust svo langt að til að mynda hafði formaður Flokks fólksins deilt því. Þegar í ljós kom að þær reyndust ekki á rökum reistar eyddi hún færslunni. Færsla frá formanni Flokks fólksins, sem var síðan eytt eftir að skólastjórn FB sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málið. „Þetta er hreinasti skáldskapur. Enginn fótur fyrir þessu. Hér var allt með kyrrum kjörum allan tímann. Þannig þetta er eitthvað frjótt ímyndunarafl,“ segir Guðrún.
Reykjavík Lögreglumál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent