Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Rafn Ágúst Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. janúar 2024 21:13 Pétur Rúðrík Guðmundsson er í hópi þeirra Grindvíkinga sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni. Stöð 2 Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira