Aðgerðir taki tíma en tími Grindvíkinga líði hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 14:09 Frá Grindavík. Vísir/Arnar Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir vel koma til greina að halda borgarafund, þannig að Grindvíkingar geti komið óskum sínum og áhyggjum til skila. Samtal við ríkið gangi vel, en samtalið við borgarana sé ekki síður mikilvægt. Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01
Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13