Margar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 07:43 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna mörgum útköllum er vörðuðu líkamsárásir eða umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglunnar er minnst á fimm líkamsárásir og sjö umferðaróhöpp sem og önnur atvik er varða umferðina. Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira