Þetta segir í úrskurði nefndarinnar, sem kveðinn var upp þann 25. janúar. Í fréttatilkynningu frá Landsneti segir að þar með séu öll framkvæmdaleyfi á línuleiðinni í höfn og samið hafi verið við stærsta hluta landeigenda.
Hjá umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðuneytinu liggi fyrir beiðni um heimild til eignarnáms á hluta þriggja jarða sem línan liggur um og ósamið er við.
Undirbúningur fyrir framkvæmdir gangi vel og fram undan sé að bjóða út efni í loftlínur en innkaupum á jarðstreng sé lokið. Gangi allt að óskum verði jarðvinna boðin út i vor og framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 munu hefjast síðsumars.