Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 13:21 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir mikilvægt að gera áætlanir um hvernig verði brugðist við ef það gýs nærri höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira