Heimsmeistarinn varar Luke Littler við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 09:01 Luke Littler æfði sig ekkert vikurnar eftir HM en kom samt til baka í miklu stuði þegar hann vann mótið í Barein. Getty/Tom Dulat Undrabarn pílunnar verður að passa sig að mati heimsmeistarans því hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira