Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2024 10:32 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir mjög jákvætt í baráttunni gegn verðbólgunni að IKEA hafi ákveðið að lækka vöruverð varanlega út árið um tæp sex prósent og BYKO ákveðið að frysta verð hjá sér í sex mánuði. Vísir/Vilhelm Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. Fylkingarnar funduðu í allan gærdag eftir tæplega viku hlé. Eftir fund á fimmtudag í síðustu viku fannst forystufólki breiðfylkingarinnar ekki ástæða til frekari fundarhalda. Hreyfing komst hins vegar á málin í gær eftir að samningsaðilar komust að samkomulagi um viðræðugrundvöll, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að setja samningsaðila í fjölmiðlabann. Það hefur oft verið gert í gegnum tíðina þegar ætla má að farið sé að sjá til lands í kjaraviðræðum. Um 93 prósent félagsmanna á almenna vinnumarkaðnum tilheyra félögum innan breiðfylkingarinnar. Þrátt fyrir fjölmiðlabann náði fréttamaður að kreista nokkur orð út úr Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsiins á leið til fundar í morgun. Hann segir frábært að IKEA hafi tilkynnt í morgun tæplega sex prósenta lækkun á verði um sex þúsund vörutegenda varanlega út þetta ár. „Og er bara gott innlegg í það sem við erum að gera hér. Því megin markmið okkar með þessari vinnu sem er á bakvið þessar dyr er nákvæmlega að ná niður verðbólgu og vöxtum sem eru að leika íslensk heimili grátt. Þannig að þetta eru afar jákvæ tíðindi," sagði Vilhjálmur. Umfang IKEA í verslun á Íslandi er mjög mikið og ekki útilokað að þessi mikla verðlækkun hafi áhrif á neysluvísitöluna og þar með verðbólguna. „Það gæti gert það. Þetta er stór verslun sem er þarna undir og þetta getur klárlega gert það. Síðan hefur náttúrlega legið fyrir núna að BYKO ákvað að frysta vöruverð hjá sér í sex mánuði. Þannig að núna bíður maður bara eftir tíðindum frá fleiri fyrirtækjum um að þau geri slíkt hið sama," segir Vilhjálmur Birgisson. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag IKEA Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Fylkingarnar funduðu í allan gærdag eftir tæplega viku hlé. Eftir fund á fimmtudag í síðustu viku fannst forystufólki breiðfylkingarinnar ekki ástæða til frekari fundarhalda. Hreyfing komst hins vegar á málin í gær eftir að samningsaðilar komust að samkomulagi um viðræðugrundvöll, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að setja samningsaðila í fjölmiðlabann. Það hefur oft verið gert í gegnum tíðina þegar ætla má að farið sé að sjá til lands í kjaraviðræðum. Um 93 prósent félagsmanna á almenna vinnumarkaðnum tilheyra félögum innan breiðfylkingarinnar. Þrátt fyrir fjölmiðlabann náði fréttamaður að kreista nokkur orð út úr Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsiins á leið til fundar í morgun. Hann segir frábært að IKEA hafi tilkynnt í morgun tæplega sex prósenta lækkun á verði um sex þúsund vörutegenda varanlega út þetta ár. „Og er bara gott innlegg í það sem við erum að gera hér. Því megin markmið okkar með þessari vinnu sem er á bakvið þessar dyr er nákvæmlega að ná niður verðbólgu og vöxtum sem eru að leika íslensk heimili grátt. Þannig að þetta eru afar jákvæ tíðindi," sagði Vilhjálmur. Umfang IKEA í verslun á Íslandi er mjög mikið og ekki útilokað að þessi mikla verðlækkun hafi áhrif á neysluvísitöluna og þar með verðbólguna. „Það gæti gert það. Þetta er stór verslun sem er þarna undir og þetta getur klárlega gert það. Síðan hefur náttúrlega legið fyrir núna að BYKO ákvað að frysta vöruverð hjá sér í sex mánuði. Þannig að núna bíður maður bara eftir tíðindum frá fleiri fyrirtækjum um að þau geri slíkt hið sama," segir Vilhjálmur Birgisson.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag IKEA Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13
Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13