Heift milli stjörnulögmanna brýst upp á yfirborðið Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 11:01 Brynjar, Sveinn Andri og Vilhjálmur. Þessir þrír eru líklega þekktustu lögmenn landsins. Skeytasendingar fara nú þeirra í millum sem aldrei fyrr. Vísir/samsett Svo virðist sem stríð hafi brotist út milli lögmanna á samfélagsmiðlum og víðar. Eigast þar við Brynjar Níelsson annars vegar og hins vegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson auk þess sem Sveinn Andri Sveinsson blandast í slaginn. Vísir greindi af því þegar upp úr sauð á Þorrablóti Stjörnunnar fyrir tæpri viku en tvennum sögum fer af því hvað þar gekk á. Mikill kliður var þegar Helgi Brynjarsson, sonur Brynjars sem var veislustjóri, var að fremja grín á sviðinu. Vilhjálmi ofbauð framganga hans og það að þeir feðgar hefðu verið fengnir til að annast veislustjórn og skemmtiatriði en Brynjar er sem kunnugt er Valsari í húð og hár. Vilhjálmur stóð upp úr sæti sínu, gekk að sviðinu og sagði eitthvað við Helga. Í samtali við Vísi segist hann hafa talað um að þetta væri einkennilegt upplegg, að þarna væri Helgi að „skemmta“ með því að tala um karl föður sinn. Hann vildi fá orðið, en varð ekki kápan úr því klæðinu og fór aftur í sæti sitt. Samkvæmt Smartlandi Moggans sneri Helgi Vilhjálm niður með snjallyrðum þess efnis að hann þyrfti gæslu því leðurhommi og formaður BDSM-samtakanna væri að veitast að sér. Vilhjálmur segir þetta eftiráskýringar og þarna sé verið að gera Helga fyndnari en efni standa til. Honum finnst Stjarnan og Garðabær geta betur en að fá Brynjar veislustjóra, „ég tala nú ekki um þegar sonur hans kemur á eftir honum og hefur lítið fram að færa annað en guma af því að vera sonur pabba síns. Hann mætti líta sér nær áður en hann fer að vega að mannorði annars fólks.“ Leðurhommi breytist í BDSM-lögmann Vilhjálmur fann sig þá knúinn til að skrifa grein á Vísi þar sem hann segir þetta snarbjagað upplegg, þó tilefnið sé sérkennilegt vilji Mogginn hagræða staðreyndum og breyta tilsvörum sem henti betur flokkspólitískum markmiðum. „Eftir stendur hvers vegna maðurinn sem vísað er til í beinni ræðu í fyrirsögn fréttar Moggans 30. janúar síðastliðinn, breyttist úr „leðurhomma” í „BDSM-lögmann”, 71 mínútu eftir birtingu fréttarinnar og fjórum dögum eftir að ummælin eiga að hafa verið látin falla,“ segir Vilhjálmur meðal annars í snarpri grein sinni. Brynjar hefur tekið málið upp á víðlesinni Facebook-síðu sinni. Brynjar talar undir rós en engum þarf að blandast hugur um hvað klukkan slær. Hann segir öfund, reiði og alvarlegan skort á kímnigáfu fara einna verst með mannskepnuna. „Þessir eiginleikar, sem magnast gjarnan við áfengisneyslu, eru oft áberandi hjá mönnum sem líta stórt á sig en áhugi annarra á þeim mjög takamarkaður. Þeir eru oft fígúrulegir í klæðaburði, jafnvel fram eftir öllum aldri, og eru litlir í sér og stundum bara litlir. Rannsóknir sýna að þessir eiginleikar eru algengir hjá mönnum sem höfðu miklar væntingar um pólitískan frama á unga aldri en eyðlögðu hann með að gera upp á bak.“ 17-0 tattúerað á hans ólundargeð Rúmlega sjö hundruð manns gefa það til kynna að þeim líki þessi orð Brynjars en hér er fast skotið og ljóst hvert er skotmarkið. En Vilhjálmur skýtur inn stuttri athugasemd, 17-0. Og Sveinn Andri Sveinsson tekur upp þann bolta: „Þessi texti ber nú ekki merki um mikla stórmennsku þess sem ritar; eiginlega frekar sterk vísbending um biturð á lokastigi.“ Þeir sem ekki hafa fylgst með vita varla hvað um er rætt og Sveinn Andri tekur að sér að útskýra: „Brynjar Níelsson, það vita það allir að þú ert enn fúll út af niðurstöðu MDE í Landsréttarmálinu sem endaði 17-0 í Grand Chamber. Það stoðar lítt fyrir þig að þykjast ekki kannast við 17-0; sú tala er tattúeruð á þitt ólundargeð. Væringar milli Sveins Andra og Brynjars eru ekki óþekkt fyrirbæri. Þú þarft bara að reyna að komast yfir þetta og láta af illvilja í garð mannsins sem rúllaði yfir Sjálfstæðisflokkinn í Strasbourg.“ Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður segir í athugasemd á Facebook að Vilhjálmur hafi unnið dómsmálin sem sýndu að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins braut lög við skipan dómara svo ráðherrann þurfti að segja af sér. „Áróðursmiðill Sjálfstæðisflokksins reynir nú að gera lítið úr Villa og grafa undan getu hans til að starfa með slúðri. - Ekki hissa! En svona skítleg aðför áróðursmiðils valdaflokks að lögmönnum er slæmt fyrir alla nema elítu flokksins.“ Og undir lúrir blessuð flokkapólitíkin Heimildamaður Vísis, sem var staddur á þessari örlagaríku skemmtun, segir Stjörnumenn pirraða og það hafi alls ekki verið svo að Vilhjálmur hafi mátt snauta niðurlægður við hlátursglósur í sæti sitt eins og Smartland Moggans leggur málin upp. Þvert á móti hafi hann notið stuðnings. Reyndin sé sú að Brynjar og sonur fengu ekki mikið hljóð vegna þess að misráðið þótti af stórum hluta gesta að eigna Þorrablót Stjörnunnar Sjálfstæðisflokknum, sem samkvæmt skoðanakönnunum er 18 prósenta flokkur. Ósmekklegt hafi verið að leggja málin þannig upp í fyrri frétt Vísis af málinu, að Sjálfstæðisflokkurinn sé á heimavelli í Garðabæ. Þorrablótsnefndin hafi ofmetið vægi flokksins sem megi rekja til þess að þar situr góður og gildur Sjálfstæðismaður, Sigurbjörn Ingimundarson framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þó Helgi hafi slegið í gegn með uppistand á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins og á Landsfundi, sé ekki sjálfgefið að það eigi heima á Þorrablóti Stjörnunnar. Þorrablót Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindadómstóll Evrópu Lögmennska Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Vísir greindi af því þegar upp úr sauð á Þorrablóti Stjörnunnar fyrir tæpri viku en tvennum sögum fer af því hvað þar gekk á. Mikill kliður var þegar Helgi Brynjarsson, sonur Brynjars sem var veislustjóri, var að fremja grín á sviðinu. Vilhjálmi ofbauð framganga hans og það að þeir feðgar hefðu verið fengnir til að annast veislustjórn og skemmtiatriði en Brynjar er sem kunnugt er Valsari í húð og hár. Vilhjálmur stóð upp úr sæti sínu, gekk að sviðinu og sagði eitthvað við Helga. Í samtali við Vísi segist hann hafa talað um að þetta væri einkennilegt upplegg, að þarna væri Helgi að „skemmta“ með því að tala um karl föður sinn. Hann vildi fá orðið, en varð ekki kápan úr því klæðinu og fór aftur í sæti sitt. Samkvæmt Smartlandi Moggans sneri Helgi Vilhjálm niður með snjallyrðum þess efnis að hann þyrfti gæslu því leðurhommi og formaður BDSM-samtakanna væri að veitast að sér. Vilhjálmur segir þetta eftiráskýringar og þarna sé verið að gera Helga fyndnari en efni standa til. Honum finnst Stjarnan og Garðabær geta betur en að fá Brynjar veislustjóra, „ég tala nú ekki um þegar sonur hans kemur á eftir honum og hefur lítið fram að færa annað en guma af því að vera sonur pabba síns. Hann mætti líta sér nær áður en hann fer að vega að mannorði annars fólks.“ Leðurhommi breytist í BDSM-lögmann Vilhjálmur fann sig þá knúinn til að skrifa grein á Vísi þar sem hann segir þetta snarbjagað upplegg, þó tilefnið sé sérkennilegt vilji Mogginn hagræða staðreyndum og breyta tilsvörum sem henti betur flokkspólitískum markmiðum. „Eftir stendur hvers vegna maðurinn sem vísað er til í beinni ræðu í fyrirsögn fréttar Moggans 30. janúar síðastliðinn, breyttist úr „leðurhomma” í „BDSM-lögmann”, 71 mínútu eftir birtingu fréttarinnar og fjórum dögum eftir að ummælin eiga að hafa verið látin falla,“ segir Vilhjálmur meðal annars í snarpri grein sinni. Brynjar hefur tekið málið upp á víðlesinni Facebook-síðu sinni. Brynjar talar undir rós en engum þarf að blandast hugur um hvað klukkan slær. Hann segir öfund, reiði og alvarlegan skort á kímnigáfu fara einna verst með mannskepnuna. „Þessir eiginleikar, sem magnast gjarnan við áfengisneyslu, eru oft áberandi hjá mönnum sem líta stórt á sig en áhugi annarra á þeim mjög takamarkaður. Þeir eru oft fígúrulegir í klæðaburði, jafnvel fram eftir öllum aldri, og eru litlir í sér og stundum bara litlir. Rannsóknir sýna að þessir eiginleikar eru algengir hjá mönnum sem höfðu miklar væntingar um pólitískan frama á unga aldri en eyðlögðu hann með að gera upp á bak.“ 17-0 tattúerað á hans ólundargeð Rúmlega sjö hundruð manns gefa það til kynna að þeim líki þessi orð Brynjars en hér er fast skotið og ljóst hvert er skotmarkið. En Vilhjálmur skýtur inn stuttri athugasemd, 17-0. Og Sveinn Andri Sveinsson tekur upp þann bolta: „Þessi texti ber nú ekki merki um mikla stórmennsku þess sem ritar; eiginlega frekar sterk vísbending um biturð á lokastigi.“ Þeir sem ekki hafa fylgst með vita varla hvað um er rætt og Sveinn Andri tekur að sér að útskýra: „Brynjar Níelsson, það vita það allir að þú ert enn fúll út af niðurstöðu MDE í Landsréttarmálinu sem endaði 17-0 í Grand Chamber. Það stoðar lítt fyrir þig að þykjast ekki kannast við 17-0; sú tala er tattúeruð á þitt ólundargeð. Væringar milli Sveins Andra og Brynjars eru ekki óþekkt fyrirbæri. Þú þarft bara að reyna að komast yfir þetta og láta af illvilja í garð mannsins sem rúllaði yfir Sjálfstæðisflokkinn í Strasbourg.“ Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður segir í athugasemd á Facebook að Vilhjálmur hafi unnið dómsmálin sem sýndu að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins braut lög við skipan dómara svo ráðherrann þurfti að segja af sér. „Áróðursmiðill Sjálfstæðisflokksins reynir nú að gera lítið úr Villa og grafa undan getu hans til að starfa með slúðri. - Ekki hissa! En svona skítleg aðför áróðursmiðils valdaflokks að lögmönnum er slæmt fyrir alla nema elítu flokksins.“ Og undir lúrir blessuð flokkapólitíkin Heimildamaður Vísis, sem var staddur á þessari örlagaríku skemmtun, segir Stjörnumenn pirraða og það hafi alls ekki verið svo að Vilhjálmur hafi mátt snauta niðurlægður við hlátursglósur í sæti sitt eins og Smartland Moggans leggur málin upp. Þvert á móti hafi hann notið stuðnings. Reyndin sé sú að Brynjar og sonur fengu ekki mikið hljóð vegna þess að misráðið þótti af stórum hluta gesta að eigna Þorrablót Stjörnunnar Sjálfstæðisflokknum, sem samkvæmt skoðanakönnunum er 18 prósenta flokkur. Ósmekklegt hafi verið að leggja málin þannig upp í fyrri frétt Vísis af málinu, að Sjálfstæðisflokkurinn sé á heimavelli í Garðabæ. Þorrablótsnefndin hafi ofmetið vægi flokksins sem megi rekja til þess að þar situr góður og gildur Sjálfstæðismaður, Sigurbjörn Ingimundarson framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þó Helgi hafi slegið í gegn með uppistand á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins og á Landsfundi, sé ekki sjálfgefið að það eigi heima á Þorrablóti Stjörnunnar.
Þorrablót Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindadómstóll Evrópu Lögmennska Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira