Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2024 12:00 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira