LV varar saksóknara við Helga Magnúsi Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 17:08 Helgi Magnús varasaksóknari er meðlimur í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“ og hefur látið til sín taka í umræðu um gagnsemi þeirrar atvinnugreinar. Sem þykir ekki heppilegt í ljósi þess að ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum hefur verið kærð til saksóknara. vísir/vilhelm/arnar Saksóknara hefur borist ábending frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem vakin er athygli á mögulegu vanhæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar varasaksóknara. Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru. Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru.
Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42