Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 11:00 Sandra Erlingsdóttir varð markahæst Íslands á HM í desember, fyrsta stórmóti liðsins í rúman áratug. IHF Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira
Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira