Íslenskur hönnuður með fatalínu á tískuviku Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 13:28 Thelma Gunnarsdóttir sýndi fatalínu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku. SAMSETT „Adrenalínið var alveg í hámarki eftir sýninguna,“ segir hin 24 ára gamla Thelma Gunnarsdóttir sem er nýútskrifaður fatahönnuður og nú þegar farin að taka þátt í spennandi verkefnum. Hún sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku en blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá. Sköpunarþrá en enginn grunnur Thelma útskrifaðist úr Listaháskóla íslands með BA gráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Þegar ég sótti um í Listaháskólanum var ég þó með engan grunn í faginu. Ég hef alltaf verið með mikla sköpunarþrá en mér datt ekki í hug að það væri eitthvað sem ég gæti lært og hvað þá unnið við. Mér til mikillar ánægju komst ég inn í námið og ég fann strax að þetta væri rétta leiðin fyrir mig. Síðan þá hef ég þróast svo mikið, bæði sem hönnuður og sem manneskja.“ Thelma á fullu baksviðs á tískusýningunni í Kaupmannahöfn. Aðsend Heilluð að mannslíkamanum Thelma segir að það sé erfitt að svara því hvað einkenni hönnun sína þar sem hún er enn að kynnast sjálfri sér sem hönnuði. „BA námið mitt fór í að prófa alls kyns hluti til þess að finna hvar áhugi minn liggur og sömuleiðis auðvitað til læra á mismunandi aðferðir og sanka að mér mismunandi tækni. Þegar litið er á öll verkefnin mín eru þau því öll mjög ólík.“ Thelma útskrifaðist með BA gráðu úr fatahönnun síðastliðið vor. Aðsend Hún segist samt sem áður alltaf dragast að mannslíkamanum þegar það kemur að hönnunarferlinu. „Ég er mjög oft með lífrænar silúettur sem hampa líkamanum á einhvern hátt. Ég hef líka komist af því að ég dregst mjög mikið af prjóni og það er eitthvað sem ég væri til að prófa mig meira áfram í.“ View this post on Instagram A post shared by (@thelmagunnarsd) Markmið keppninnar að hjálpa ungum fatahönnuðum Thelma tók nýverið þátt í keppni sem heitir ALPHA Award. „Keppnin er opin fyrir útskriftarnemendur bæði í grunn- og framhaldsnámi í völdum listaháskólum á norðurlöndunum.“ Listaháskólanum var boðið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn í ár. „Markmið keppninnar er að hjálpa og koma ungum fatahönnuðum á framfæri. Þau eru fastur dagskráliður á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og eru þar með tískusýningu árlega sem hefur náð miklum vinsældum. Sigurvegarar keppninnar fá síðan vinninga á borð við starfsnám, námsferðir, stuðning við framleiðslu á eigin línu og svo framvegis.“ Línan hennar Thelmu vakti athygli á tískuviku. Aðsend Endaði á að senda flíkur til Brasilíu Aðspurð hvernig hafi verið að sýna föt sín á svo stórum vettvangi segir Thelma: „Adrenalínið var alveg í hámarki eftir sýninguna en ég elska rush-ið og orkuna. Þetta var ótrúlega skemmtileg upplifun. Allir sem komu að þessari sýningu voru magnaðir og þarna var svo mikið af góðu fólki. Ég er bara yfir mig þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og að fá að vera partur af þessum hópi hönnuða. Það kom alveg tímapunktur þar sem þetta var allt dálítið yfirþyrmandi en það var fljótt að hverfa.“ Viðbrögðin við fötum Thelmu hafa verið mjög góð og endaði hún meðal annars á að senda eitt lúkkið til Brasilíu. @jamescochranephoto Hún segir að viðbrögðin við fötunum hennar hafi verið mjög góð. „Ég er búin mikið af fallegum skilaboðum og það eru margir að deila myndum og myndböndum af sýningunni áfram sem mér þykir mjög vænt um. Ég endaði svo á því að senda eitt lúkkið til Brasilíu eftir sýninguna og ég er mjög spennt að sjá útkomuna á því.“ Það er mikið um að vera í lífi Thelmu um þessar mundir sem stefnir ótrauð upp á við. „Akkúrat núna er ég og Karítas Spano vinkona mín og fatahönnuður að vinna að dálítið spennandi verkefni saman. Það verður gaman að sjá hvert það mun leiða en annars er ég mjög opin fyrir framtíðinni. Það er margt sem mig langar að gera eins og að flytja út og fara þá annað hvort í starfsnám eða meistaranám,“ segir Thelma að lokum. Tíska og hönnun Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Sköpunarþrá en enginn grunnur Thelma útskrifaðist úr Listaháskóla íslands með BA gráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Þegar ég sótti um í Listaháskólanum var ég þó með engan grunn í faginu. Ég hef alltaf verið með mikla sköpunarþrá en mér datt ekki í hug að það væri eitthvað sem ég gæti lært og hvað þá unnið við. Mér til mikillar ánægju komst ég inn í námið og ég fann strax að þetta væri rétta leiðin fyrir mig. Síðan þá hef ég þróast svo mikið, bæði sem hönnuður og sem manneskja.“ Thelma á fullu baksviðs á tískusýningunni í Kaupmannahöfn. Aðsend Heilluð að mannslíkamanum Thelma segir að það sé erfitt að svara því hvað einkenni hönnun sína þar sem hún er enn að kynnast sjálfri sér sem hönnuði. „BA námið mitt fór í að prófa alls kyns hluti til þess að finna hvar áhugi minn liggur og sömuleiðis auðvitað til læra á mismunandi aðferðir og sanka að mér mismunandi tækni. Þegar litið er á öll verkefnin mín eru þau því öll mjög ólík.“ Thelma útskrifaðist með BA gráðu úr fatahönnun síðastliðið vor. Aðsend Hún segist samt sem áður alltaf dragast að mannslíkamanum þegar það kemur að hönnunarferlinu. „Ég er mjög oft með lífrænar silúettur sem hampa líkamanum á einhvern hátt. Ég hef líka komist af því að ég dregst mjög mikið af prjóni og það er eitthvað sem ég væri til að prófa mig meira áfram í.“ View this post on Instagram A post shared by (@thelmagunnarsd) Markmið keppninnar að hjálpa ungum fatahönnuðum Thelma tók nýverið þátt í keppni sem heitir ALPHA Award. „Keppnin er opin fyrir útskriftarnemendur bæði í grunn- og framhaldsnámi í völdum listaháskólum á norðurlöndunum.“ Listaháskólanum var boðið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn í ár. „Markmið keppninnar er að hjálpa og koma ungum fatahönnuðum á framfæri. Þau eru fastur dagskráliður á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og eru þar með tískusýningu árlega sem hefur náð miklum vinsældum. Sigurvegarar keppninnar fá síðan vinninga á borð við starfsnám, námsferðir, stuðning við framleiðslu á eigin línu og svo framvegis.“ Línan hennar Thelmu vakti athygli á tískuviku. Aðsend Endaði á að senda flíkur til Brasilíu Aðspurð hvernig hafi verið að sýna föt sín á svo stórum vettvangi segir Thelma: „Adrenalínið var alveg í hámarki eftir sýninguna en ég elska rush-ið og orkuna. Þetta var ótrúlega skemmtileg upplifun. Allir sem komu að þessari sýningu voru magnaðir og þarna var svo mikið af góðu fólki. Ég er bara yfir mig þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og að fá að vera partur af þessum hópi hönnuða. Það kom alveg tímapunktur þar sem þetta var allt dálítið yfirþyrmandi en það var fljótt að hverfa.“ Viðbrögðin við fötum Thelmu hafa verið mjög góð og endaði hún meðal annars á að senda eitt lúkkið til Brasilíu. @jamescochranephoto Hún segir að viðbrögðin við fötunum hennar hafi verið mjög góð. „Ég er búin mikið af fallegum skilaboðum og það eru margir að deila myndum og myndböndum af sýningunni áfram sem mér þykir mjög vænt um. Ég endaði svo á því að senda eitt lúkkið til Brasilíu eftir sýninguna og ég er mjög spennt að sjá útkomuna á því.“ Það er mikið um að vera í lífi Thelmu um þessar mundir sem stefnir ótrauð upp á við. „Akkúrat núna er ég og Karítas Spano vinkona mín og fatahönnuður að vinna að dálítið spennandi verkefni saman. Það verður gaman að sjá hvert það mun leiða en annars er ég mjög opin fyrir framtíðinni. Það er margt sem mig langar að gera eins og að flytja út og fara þá annað hvort í starfsnám eða meistaranám,“ segir Thelma að lokum.
Tíska og hönnun Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira