Stökkbreyttir úlfar gætu hjálpað í baráttu gegn krabbameini Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 14:24 Úlfarnir í Tsjernobyl eru býsna óvenjulegir að því leyti að þeir hafa þróað með sér genastökkbreytingu sem veldur því að þeir eru þolnari gagnvart krabbameini. Getty Stökkbreyttir úlfar sem ráfa um götur Tsjernobyl virðast hafa þróað með sér gríðarlegt þol gegn krabbameini. Vísindamenn vona að rannsóknir á genum úlfanna geti hjálpað til við baráttu gegn krabbameini í mönnum. Eftir að kjarnaofn sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu við borgina Pripyat í Sovétríkjunum þann 26. apríl árið 1986 þurftu 116 þúsund íbúar að yfirgefa borgina vegna hættunnar sem stafaði af geislavirkni frá verinu. Um 36 klukkutímum eftir slysið var búið til bannsvæði í 30 kílómetra radíus frá Tsjernobyl sem fólk mátti ekki fara inn í vegna krabbameinsvaldandi geislunarinnar. Íbúar hafa ekki enn snúið aftur á bannsvæðið, sem er um 2.600 fermetrar að stærð, vegna mikillar geislunar sem þar er, þó vísindamenn hafi rannsakað svæðið og ferðamenn fengið að ferðast um það frá 2011. Hins vegar hafa villt dýr á borð við úlfa, birni, hesta og villisvín lifað þar góðu lífi. Nú virðist sem vera dýranna innan svæðisins hafi haft óvenjuleg og ófyrirséð áhrif á þau. Úlfarnir orðið fyrir mikilli geislun Hópur vísindamanna undir forystu Dr. Cöru Love, þróunarlíffræðings við Shane Campbell Staton-rannsóknarstofuna við Princeton-háskóla, hefur rannsakað hvernig úlfar sem búa í Tsjernobyl hafa lifað af þrátt fyrir að vera berskjaldaðir fyrir geislavirkum ögnum margar kynslóðir aftur í tímann. Pripyat er bær sem byggður var fyrir starfsmenn Tsjernobyl. Fimmtíu þúsund íbúar þurftu að flýja bæinn án eigna sinna eftir kjarnorkuslysið.Vísir/EPA Rannsóknarteymi Love fór inn á Tsjernobyl-bannsvæðið árið 2014 til að setja sérstakar útvarpsólar á úlfana svo hægt væri að fylgjast með hreyfingum þeirra. Að sögn Love getur teymið fylgst með því í rauntíma hvar úlfarnir eru og hvað þeir verða fyrir mikilli geislun. Einnig voru tekin blóðsýni af úlfunum til að komast að því hvernig líkamar úlfanna hafa brugðist við krabbameinsvaldandi geislavirkninni. Rannsóknir vísindamannanna leiddu í ljós að úlfarnir hafa daglega orðið fyrir allt að 11,28 millírema geislun allt sitt líf. Slík geislun er sex sinnum meiri en mannfólk þolir svo hættulaust sé. Love kynnti niðurstöður rannsóknanna á árlegri ráðstefnu líffræðinga í síðasta mánuði. Minna á krabbameinssjúklinga í geislameðferð Love segir að úlfarnir séu komnir með stökkbreytt ónæmiskerfi sem minni á ónæmiskerfi krabbameinsveiks fólk sem er í geislameðferð. Einnig hafi vísindamennirnir borið kennsl á ákveðna hluta í erfðamengi úlfanna sem geri þá sérstaklega þolna gagnvart krabbameini. Mikið af krabbameinsrannsóknum hafa gengið út á að staðsetja stökkbreytingar í mönnum sem auka líkur á krabbameini. Rannsókn Love og félaga hefur aftur á móti beinst að stökkbreytingum sem auka líkur á því að lifa af krabbamein. Í niðurstöðum Love segir að erfðafræðileg svæði sem hópurinn hefur rannsakað sýni gen sem búi yfir ónæmum gegn æxlum, frumuinnrásum og frumuflutningum. Vísindamennirnir hafi náð að staðsetja tiltekin afbrigði sem sýni hugsanlega próteinbreytingar í ónæmisstjórnun og lífeðlisfræði krabbameins. Úkraína Tsjernobyl Krabbamein Dýr Tengdar fréttir 35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Eftir að kjarnaofn sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu við borgina Pripyat í Sovétríkjunum þann 26. apríl árið 1986 þurftu 116 þúsund íbúar að yfirgefa borgina vegna hættunnar sem stafaði af geislavirkni frá verinu. Um 36 klukkutímum eftir slysið var búið til bannsvæði í 30 kílómetra radíus frá Tsjernobyl sem fólk mátti ekki fara inn í vegna krabbameinsvaldandi geislunarinnar. Íbúar hafa ekki enn snúið aftur á bannsvæðið, sem er um 2.600 fermetrar að stærð, vegna mikillar geislunar sem þar er, þó vísindamenn hafi rannsakað svæðið og ferðamenn fengið að ferðast um það frá 2011. Hins vegar hafa villt dýr á borð við úlfa, birni, hesta og villisvín lifað þar góðu lífi. Nú virðist sem vera dýranna innan svæðisins hafi haft óvenjuleg og ófyrirséð áhrif á þau. Úlfarnir orðið fyrir mikilli geislun Hópur vísindamanna undir forystu Dr. Cöru Love, þróunarlíffræðings við Shane Campbell Staton-rannsóknarstofuna við Princeton-háskóla, hefur rannsakað hvernig úlfar sem búa í Tsjernobyl hafa lifað af þrátt fyrir að vera berskjaldaðir fyrir geislavirkum ögnum margar kynslóðir aftur í tímann. Pripyat er bær sem byggður var fyrir starfsmenn Tsjernobyl. Fimmtíu þúsund íbúar þurftu að flýja bæinn án eigna sinna eftir kjarnorkuslysið.Vísir/EPA Rannsóknarteymi Love fór inn á Tsjernobyl-bannsvæðið árið 2014 til að setja sérstakar útvarpsólar á úlfana svo hægt væri að fylgjast með hreyfingum þeirra. Að sögn Love getur teymið fylgst með því í rauntíma hvar úlfarnir eru og hvað þeir verða fyrir mikilli geislun. Einnig voru tekin blóðsýni af úlfunum til að komast að því hvernig líkamar úlfanna hafa brugðist við krabbameinsvaldandi geislavirkninni. Rannsóknir vísindamannanna leiddu í ljós að úlfarnir hafa daglega orðið fyrir allt að 11,28 millírema geislun allt sitt líf. Slík geislun er sex sinnum meiri en mannfólk þolir svo hættulaust sé. Love kynnti niðurstöður rannsóknanna á árlegri ráðstefnu líffræðinga í síðasta mánuði. Minna á krabbameinssjúklinga í geislameðferð Love segir að úlfarnir séu komnir með stökkbreytt ónæmiskerfi sem minni á ónæmiskerfi krabbameinsveiks fólk sem er í geislameðferð. Einnig hafi vísindamennirnir borið kennsl á ákveðna hluta í erfðamengi úlfanna sem geri þá sérstaklega þolna gagnvart krabbameini. Mikið af krabbameinsrannsóknum hafa gengið út á að staðsetja stökkbreytingar í mönnum sem auka líkur á krabbameini. Rannsókn Love og félaga hefur aftur á móti beinst að stökkbreytingum sem auka líkur á því að lifa af krabbamein. Í niðurstöðum Love segir að erfðafræðileg svæði sem hópurinn hefur rannsakað sýni gen sem búi yfir ónæmum gegn æxlum, frumuinnrásum og frumuflutningum. Vísindamennirnir hafi náð að staðsetja tiltekin afbrigði sem sýni hugsanlega próteinbreytingar í ónæmisstjórnun og lífeðlisfræði krabbameins.
Úkraína Tsjernobyl Krabbamein Dýr Tengdar fréttir 35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00