Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2024 17:42 Sprungan í íþróttahúsinu kom í ljós í dag. Kristinn Magnússon Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. Í dag fóru sérsveitarmenn í línum inn í Hópið og flettu gervigrasinu ofan af fótboltavelli inni í því til að kanna skemmdirnar nánar. Þar blasti við djúp og breið sprunga. Að sögn almannavarna liggur umfang hennar ekki fyrir, en það verður kannað betur á næstunni. Vinna við að kortleggja sprungur hefur staðið yfir undanfarið í bænum. Íbúar og atvinnurekendur fengu að fara inn í Grindavík í dag til þess að bjarga verðmætum. Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en áætlað magn kviku undir Svartsengi hefur náð neðri mörkum þess sem talið er að hafi safnast þar saman fyrir síðasta eldgos. Myndband af sprungunni má sjá hér að neðan: s Í gær fengu fjölmiðlar að fara til Grindavikur undir eftirliti í fyrsta sinn í þrjár vikur. Þar mátti sjá bæjarfélagið í vetrarbúningi, flutningabíla íbúa á þeytingi með búslóðir og einn bát í höfninni. Vinna við varnargarða stendur enn yfir. Björn Steinbekk tók myndefnið sem má sjá hér að neðan: Fleiri myndir af sprungunni má sjá hér að neðan. Sprungan var í kjölfarið skoðuð. Kristinn Magnússon Hópið í dag. Kristinn Magnússon Hún virðist vera djúp. Kristinn Magnússon Unnið að því að kanna sprunguna. Kristinn Magnússon Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos. 5. febrúar 2024 20:43 Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Búslóðinni pakkað á sex klukkutímum Andrea Ævarsdóttir er ein þúsunda Grindvíkinga sem er í Grindavík í dag að tæma húsið sitt. 4. febrúar 2024 11:17 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Í dag fóru sérsveitarmenn í línum inn í Hópið og flettu gervigrasinu ofan af fótboltavelli inni í því til að kanna skemmdirnar nánar. Þar blasti við djúp og breið sprunga. Að sögn almannavarna liggur umfang hennar ekki fyrir, en það verður kannað betur á næstunni. Vinna við að kortleggja sprungur hefur staðið yfir undanfarið í bænum. Íbúar og atvinnurekendur fengu að fara inn í Grindavík í dag til þess að bjarga verðmætum. Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en áætlað magn kviku undir Svartsengi hefur náð neðri mörkum þess sem talið er að hafi safnast þar saman fyrir síðasta eldgos. Myndband af sprungunni má sjá hér að neðan: s Í gær fengu fjölmiðlar að fara til Grindavikur undir eftirliti í fyrsta sinn í þrjár vikur. Þar mátti sjá bæjarfélagið í vetrarbúningi, flutningabíla íbúa á þeytingi með búslóðir og einn bát í höfninni. Vinna við varnargarða stendur enn yfir. Björn Steinbekk tók myndefnið sem má sjá hér að neðan: Fleiri myndir af sprungunni má sjá hér að neðan. Sprungan var í kjölfarið skoðuð. Kristinn Magnússon Hópið í dag. Kristinn Magnússon Hún virðist vera djúp. Kristinn Magnússon Unnið að því að kanna sprunguna. Kristinn Magnússon
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos. 5. febrúar 2024 20:43 Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Búslóðinni pakkað á sex klukkutímum Andrea Ævarsdóttir er ein þúsunda Grindvíkinga sem er í Grindavík í dag að tæma húsið sitt. 4. febrúar 2024 11:17 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos. 5. febrúar 2024 20:43
Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11
Búslóðinni pakkað á sex klukkutímum Andrea Ævarsdóttir er ein þúsunda Grindvíkinga sem er í Grindavík í dag að tæma húsið sitt. 4. febrúar 2024 11:17