Heitar tökur í Lokasókninni: „Taylor Swift er Yoko Ono“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 16:31 Taylor Swift fagnar eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum. AP/Julio Cortez Lokasóknin er þáttur þar sem menn þora að hafa skoðanir og þá kemur alltaf að skuldadögum eins og sást vel í skemmtilegri syrpu í síðasta þætti. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Sjá meira
Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Sjá meira