„Hef algjörlega minn eigin stíl og tek engan til fyrirmyndar“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 14:31 Hjörtur Geirsson tónlistarmaður var að endurútgefa plötuna sína The Flow sem er upprunalega frá árinu 2007. Aðsend „Ég er einungis original en fæst ekki við hermi-tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson sem er nú að endurútgefa plötuna sína The Flow frá árinu 2007. „Þetta er ellefu laga diskur og allt frumsamin lög eftir mig. Ég hljóðritaði sjálfur, lék á öll hljóðfæri en nota trommuheila í sumum lögunum.“ Hér má heyra lagið Miss Beautiful af plötunni: Klippa: Hjörtur Geisson - Miss Beautiful Tók plötuna upp heima Allir textarnir eru á ensku og segir Hjörtur að yrkisefnin séu mörg, þar á meðal sé sumt súrrealískt. „Ég á að baki nokkrar sólóplötur en fyrst gaf ég út kassettur á níunda áratunum. Þekktust þeirra er So true indeed og sko kom fyrsti diskurinn minn opinberlega út árið 2000 en hann hét The Ballads of The Undefined. Sú plata var tekin upp í hljóðverinu Ofheyrn en The Flow var alfarið tekin upp heima.“ Ofurtrú á að lögin séu óvenjulega melódísk Hjörtur er fæddur árið 1957 og byrjaði á blásturshljóðfæri um átta ára aldur. Hann hefur komið víða að í tónlistarbransanum. „Ég spilaði mest á bassa á unglingsárunum en leiðir lá svo út í trúbadoraferil og marga tónleika. Sömuleiðis hef ég leikið í fjölda mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina.“ The Flow kom sem áður segir fyrst út árið 2007. Aðspurður hvers vegna hann ákvað að endurútgefa plötuna svarar Hjörtur: „Ástæðan er að bera fram næstum tuttugu ára gamla plötu mína af ofurtrú minni á að þessi melódísku lög mín séu óvenjulega melódísk eins og fleiri lög mín og að þau hafi knýjandi erindi til fólks. Sömuleiðis er ástæðan sú að ég tel mig hafa mætt misskilningi en nú er disknum dreift í hljómplötuverslanir sem var ekki gert í fyrri útgáfu árið 2007.“ Plötuumslagið fyrir The Flow. Aðsend Segist ekki fást við hermi-tónlist Hjörtur segist leggja mest upp úr melódíunni í tónsmíðinni. „Enda á ég mjög létt með að semja melódíur en mest af hljóðfæraleiknum er spilaður „by feel“ eins og það er kallað, eftir tilfinningu. Ég þarf heldur ekki að reikna til að spila og er einungis original en fæst ekki við hermi-tónlist. Ég hef algjörlega minn eigin stíl og tek engan til fyrirmyndar,“ segir Hjörtur og bætir að lokum við að hann hafi nú þegar dreift The Flow í allar helstu plötubúðir bæjarins. Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er ellefu laga diskur og allt frumsamin lög eftir mig. Ég hljóðritaði sjálfur, lék á öll hljóðfæri en nota trommuheila í sumum lögunum.“ Hér má heyra lagið Miss Beautiful af plötunni: Klippa: Hjörtur Geisson - Miss Beautiful Tók plötuna upp heima Allir textarnir eru á ensku og segir Hjörtur að yrkisefnin séu mörg, þar á meðal sé sumt súrrealískt. „Ég á að baki nokkrar sólóplötur en fyrst gaf ég út kassettur á níunda áratunum. Þekktust þeirra er So true indeed og sko kom fyrsti diskurinn minn opinberlega út árið 2000 en hann hét The Ballads of The Undefined. Sú plata var tekin upp í hljóðverinu Ofheyrn en The Flow var alfarið tekin upp heima.“ Ofurtrú á að lögin séu óvenjulega melódísk Hjörtur er fæddur árið 1957 og byrjaði á blásturshljóðfæri um átta ára aldur. Hann hefur komið víða að í tónlistarbransanum. „Ég spilaði mest á bassa á unglingsárunum en leiðir lá svo út í trúbadoraferil og marga tónleika. Sömuleiðis hef ég leikið í fjölda mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina.“ The Flow kom sem áður segir fyrst út árið 2007. Aðspurður hvers vegna hann ákvað að endurútgefa plötuna svarar Hjörtur: „Ástæðan er að bera fram næstum tuttugu ára gamla plötu mína af ofurtrú minni á að þessi melódísku lög mín séu óvenjulega melódísk eins og fleiri lög mín og að þau hafi knýjandi erindi til fólks. Sömuleiðis er ástæðan sú að ég tel mig hafa mætt misskilningi en nú er disknum dreift í hljómplötuverslanir sem var ekki gert í fyrri útgáfu árið 2007.“ Plötuumslagið fyrir The Flow. Aðsend Segist ekki fást við hermi-tónlist Hjörtur segist leggja mest upp úr melódíunni í tónsmíðinni. „Enda á ég mjög létt með að semja melódíur en mest af hljóðfæraleiknum er spilaður „by feel“ eins og það er kallað, eftir tilfinningu. Ég þarf heldur ekki að reikna til að spila og er einungis original en fæst ekki við hermi-tónlist. Ég hef algjörlega minn eigin stíl og tek engan til fyrirmyndar,“ segir Hjörtur og bætir að lokum við að hann hafi nú þegar dreift The Flow í allar helstu plötubúðir bæjarins.
Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira