Nógu heilsuhraustur fyrir símtal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 16:09 Karl Bretakonungur og Rishi Sunak, forsætisráðherra á góðri stundu. Chris Jackson/Getty Images Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska. Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska.
Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira