Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 10:34 Páll Erland, forstjóri HS veitna Vísir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira