Lífið

Þórunn Antonía sinnir heldri borgurum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lífið virðist leika við tónlistarkonuna Þórunni Antoníu sem hóf störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara fyrir skemmstu.
Lífið virðist leika við tónlistarkonuna Þórunni Antoníu sem hóf störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara fyrir skemmstu. Þórunn Antonía

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur hafið störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara og segist elska þær nýjungar sem lífið hefur fært henni. Frá þessu greinir hún í einlægri færslu á Instagram.

Í desember 2022 greindi Þórunn frá því að hún hefði greinst með fjölefnaóþol eftir að hafa búið í leiguhúsnæði þar sem mygla hafði tekið sér bólfestu og veikt ónæmiskerfi hennar svo andlit hennar afmyndaðist. Við tók margra mánaða leit að langtíma húsnæði fyrir Þórunni og börnin hennar tvö.

Erfiðir tímar virðast að baki og bjartir tímar fram undan. Þórunn Antonía virðist í skýjunum með nýja starfið.

„Ég er að elska allt það nýja og skemmtilega sem lifið er að færa mér,“ segir Þórunn í færslunni.

„Í dag fékk ég þakklætis ljóð frá nýjum vini sem er 92 ára og ég orti fyrir hann eitt á móti. Ljóð og orð fara beint i hjartastað. Ég hlýddi á upplestur úr fallegum bókum og heyrði börn flytja lifandi tónlist.

Ég hef hafið störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara og er strax farin að hlakka til að mæta i fyrramálið og glæða daga mína gleði og tilgangi með þessu fallega fólki sem starfar hér og dvelur,“ skrifar Þórunn. 

Svo er bara að sjá hvort nýja starfið verði innblástur fyrir Þórunni Antoníu að nýrri tónlist. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.