Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:43 Kristín Eiríksdóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru á leiðinni til Íslands með fjölskylduna sem þær hjálpuðu yfir landamæri Rafah á dögunum. Tvær aðrar íslenskar konur eru á leiðinni út til að hjálpa. Aðsend Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. María Lilja Þrastardóttir er nú ein eftir úr íslendingahópnum í Kaíró eftir að Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir héldu af stað til Íslands til að fylgja palestínskri móður og þremur börnum hennar heim. Þær hafa síðustu daga verið í sjálfboðaliðastarfi við að aðstoða fólk sem er með dvalarleyfi á Íslandi að komast út úr Gasa og yfir landamæri Rafah. Tvær íslenskar konur eru síðan á leiðinni út til Kaíró til að veita Maríu Lilju liðsinni, það eru þær Sema Erla Serdar og Sigrún Johnson. Þær lenda í Kaíró í kvöld. Í morgun hitti María Lilja aðra unga palestínska móður með þrjú börn sem komst á dögunum yfir landamæri Rafah en María ætlar að hjálpa fjölskyldunni að komast alla leið til Íslands með aðstoð alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (IOM). „Það er móðir með þrjú börn sem eru komin hingað til Kaíró og fara í IOM á sunnudag þar sem verður gengið frá flugi og þau koma þá vonandi til Íslands og svo er það fjölskyldan okkar fyrsta sem er væntanleg til Íslands núna á næstu klukkustundum. Þau eru búin að vera í flugi og gengur vel og krakkarnir æðislega spenntir að hitta pabba sinn í fyrsta skipti, þessi litli,“ segir María Lilja. María biðlar enn og aftur til stjórnvalda að forgangsraða málinu því hún segir að ferlið myndi ganga mun hraðar fyrir sig með aðkomu diplómata. Unga móðirin með börnin sín þrjú, sem María hitti í morgun, er að koma úr afar erfiðum aðstæðum og er heilsan eftir því. Veikindi eru í hópnum. Ameera er elst í systkinahópnum, hún er ellefu ára, Abdeal er sex ára og Howayda er 4 ára. „Þau eru búin að hafast við í tjaldi, kulda og rigningu og þetta eru ung börn, það eru sýkingar og alls konar sem hafa komið upp og ég veit að eitt barnið er að fá læknisaðstoð bara í Kaíró núna vegna þess að það er svolítið lasið. Það er bara svo ótrúlegt með þetta fólk að býr yfir svo mikilli þrautseigju og stóískri ró. Þó það logi eldar þá er alltaf þessi kyrrð yfir þeim, þau eru bara rosalega fegin að vera komin út,“ segir María Lilja. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að standa straum af kostnaðinum við að aðstoða dvalarleyfishafana. Fyrr í dag greindi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, frá því að stjórn Eflingar hefði ákveðið að styrkja samtökin Solaris um 1.000.000 króna en í stöðuuppfærslunni segir hún að styrkurinn yrði notaður til að liðsinna samtökunum við að sækja einstaklinga á Gasa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Egyptaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. 9. febrúar 2024 07:16 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir er nú ein eftir úr íslendingahópnum í Kaíró eftir að Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir héldu af stað til Íslands til að fylgja palestínskri móður og þremur börnum hennar heim. Þær hafa síðustu daga verið í sjálfboðaliðastarfi við að aðstoða fólk sem er með dvalarleyfi á Íslandi að komast út úr Gasa og yfir landamæri Rafah. Tvær íslenskar konur eru síðan á leiðinni út til Kaíró til að veita Maríu Lilju liðsinni, það eru þær Sema Erla Serdar og Sigrún Johnson. Þær lenda í Kaíró í kvöld. Í morgun hitti María Lilja aðra unga palestínska móður með þrjú börn sem komst á dögunum yfir landamæri Rafah en María ætlar að hjálpa fjölskyldunni að komast alla leið til Íslands með aðstoð alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (IOM). „Það er móðir með þrjú börn sem eru komin hingað til Kaíró og fara í IOM á sunnudag þar sem verður gengið frá flugi og þau koma þá vonandi til Íslands og svo er það fjölskyldan okkar fyrsta sem er væntanleg til Íslands núna á næstu klukkustundum. Þau eru búin að vera í flugi og gengur vel og krakkarnir æðislega spenntir að hitta pabba sinn í fyrsta skipti, þessi litli,“ segir María Lilja. María biðlar enn og aftur til stjórnvalda að forgangsraða málinu því hún segir að ferlið myndi ganga mun hraðar fyrir sig með aðkomu diplómata. Unga móðirin með börnin sín þrjú, sem María hitti í morgun, er að koma úr afar erfiðum aðstæðum og er heilsan eftir því. Veikindi eru í hópnum. Ameera er elst í systkinahópnum, hún er ellefu ára, Abdeal er sex ára og Howayda er 4 ára. „Þau eru búin að hafast við í tjaldi, kulda og rigningu og þetta eru ung börn, það eru sýkingar og alls konar sem hafa komið upp og ég veit að eitt barnið er að fá læknisaðstoð bara í Kaíró núna vegna þess að það er svolítið lasið. Það er bara svo ótrúlegt með þetta fólk að býr yfir svo mikilli þrautseigju og stóískri ró. Þó það logi eldar þá er alltaf þessi kyrrð yfir þeim, þau eru bara rosalega fegin að vera komin út,“ segir María Lilja. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að standa straum af kostnaðinum við að aðstoða dvalarleyfishafana. Fyrr í dag greindi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, frá því að stjórn Eflingar hefði ákveðið að styrkja samtökin Solaris um 1.000.000 króna en í stöðuuppfærslunni segir hún að styrkurinn yrði notaður til að liðsinna samtökunum við að sækja einstaklinga á Gasa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Egyptaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. 9. febrúar 2024 07:16 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. 9. febrúar 2024 07:16
Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09
Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42