„Þetta er óþarfa tjón“ Árni Sæberg skrifar 11. febrúar 2024 13:16 Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Bylgjan Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Hlökk Theodórsdóttur skipulagsfræðingi. Þau ræddu skipulagsmál og byggðaþróun á suðvesturhorninu í ljósi þeirra náttúruhamfara sem riðið hafa yfir undanfarið. Páll segir þjóðina nú vera að súpa seyðið af andvaraleysi í byggðaþróun vegna þess hversu róleg tuttugasta öldin var hvað varðar náttúruvá. „Ég er hræddur um að við höfum ekki alveg dregið réttar ályktanir, hvernig ætti að byggja þetta upp og hvaða langtímahugsun skipti máli. Síðan hafa náttúrlega riðið yfir alls konar náttúruhamfarir sem við erum að læra af hægt og rólega, að sumra mati óþarflega hægt. Við sitjum uppi með gamlar syndir sem voru drýgðar þegar menn vissu ekki betur.“ Rangar ályktanir dregnar með alvarlegum afleiðingum Í því samhengi segir Páll að koma hefði mátt í veg fyrir það tjón sem orðið hefur í Grindavík undanfarið, ef byggð hefði verið skipulögð með tilliti til náttúruvár. „Stundum kemur í ljós að við höfum hreinlega dregið rangar ályktanir. Ég held til dæmis að tjónið í Grindavík í sé af þessu tagi. Þetta er tjón sem við hefðum átt að gera fyrirbyggt, sem sé fyrir fram. Við getum orðað þetta þannig, ef við erum svolítið óþverraleg í hugsun, að þetta er óþarfa tjón.“ „Ekki lófastór blettur“ Hlökk segir að ærið verkefni sé að skipuleggja byggð hér á landi þar sem náttúruvá leynist víða. „Það er nánast því, með smá ýkjum, ekki lófastór blettur sem við getum skipulagt byggð á á Íslandi þar sem er ekki ein eða fleiri náttúruvár til að takast á við og taka tillit ti,l við það hvernig við útfærum og þróum byggð. Það er eitt sem við megum ekki gleyma í þessu tilliti, af því að við erum líka að tala um eldvirkni hér, ekki bara sprungurhreyfingar, er hvað hún er nú illfyrirsjáanleg.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Hlökk Theodórsdóttur skipulagsfræðingi. Þau ræddu skipulagsmál og byggðaþróun á suðvesturhorninu í ljósi þeirra náttúruhamfara sem riðið hafa yfir undanfarið. Páll segir þjóðina nú vera að súpa seyðið af andvaraleysi í byggðaþróun vegna þess hversu róleg tuttugasta öldin var hvað varðar náttúruvá. „Ég er hræddur um að við höfum ekki alveg dregið réttar ályktanir, hvernig ætti að byggja þetta upp og hvaða langtímahugsun skipti máli. Síðan hafa náttúrlega riðið yfir alls konar náttúruhamfarir sem við erum að læra af hægt og rólega, að sumra mati óþarflega hægt. Við sitjum uppi með gamlar syndir sem voru drýgðar þegar menn vissu ekki betur.“ Rangar ályktanir dregnar með alvarlegum afleiðingum Í því samhengi segir Páll að koma hefði mátt í veg fyrir það tjón sem orðið hefur í Grindavík undanfarið, ef byggð hefði verið skipulögð með tilliti til náttúruvár. „Stundum kemur í ljós að við höfum hreinlega dregið rangar ályktanir. Ég held til dæmis að tjónið í Grindavík í sé af þessu tagi. Þetta er tjón sem við hefðum átt að gera fyrirbyggt, sem sé fyrir fram. Við getum orðað þetta þannig, ef við erum svolítið óþverraleg í hugsun, að þetta er óþarfa tjón.“ „Ekki lófastór blettur“ Hlökk segir að ærið verkefni sé að skipuleggja byggð hér á landi þar sem náttúruvá leynist víða. „Það er nánast því, með smá ýkjum, ekki lófastór blettur sem við getum skipulagt byggð á á Íslandi þar sem er ekki ein eða fleiri náttúruvár til að takast á við og taka tillit ti,l við það hvernig við útfærum og þróum byggð. Það er eitt sem við megum ekki gleyma í þessu tilliti, af því að við erum líka að tala um eldvirkni hér, ekki bara sprungurhreyfingar, er hvað hún er nú illfyrirsjáanleg.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira