Segist ekki vera meiddur en spilar ekki í kvöld Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 21:15 Kadarius Toney verður líklega ekki í leikmannahópi Kansas City Chiefs í kvöld. Vísir/Getty Útherjinn Kadarius Toney verður líklega ekki í leikmannahópi Kansas City Chiefs í leiknum um Ofurskálina í kvöld. Hann segist þó ekki vera meiddur líkt og forráðamenn liðsins halda fram. Kadarius Toney var skipt frá New York Giants til Kansas City Chiefs fyrir tímabilið í fyrra og skoraði snertimark þegar lið Chiefs vann sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl í fyrra. Síðustu vikur hefur hins vegar gustað um Toney. Hann hefur ekki spilað með Kansas City Chiefs síðan um miðjan desember og samkvæmt forráðamönnum liðsins hefur Toney verið frá vegna meiðsla. Á myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum dögum síðan segir Toney félag sitt vera að ljúga um meiðslin. „Ég er ekki meiddur. Hlífið mér frá þessari vitleysu. Það eru engin meiðsli,“ sagði hann í myndbandi sem sent var út beint á Instagram. Kadarius Toney went live on Instagram & said he s not injured & the Chiefs have been lying about his injury status pic.twitter.com/fOs1qYOT40— Daily Athlete (@idailyathlete) January 28, 2024 Toney tjáði sig síðar um myndbandið og sagði það hafa verið klippt þannig að það liti út fyrir að hann væri að ráðast á klúbbinn og liðsfélaga sína. Hann sagðist einfaldlega aldrei hafa sagt neitt um Chiefs. Síðan þá hafa verið vangaveltur um hvort Toney myndi spila í Super Bowl í kvöld og í kvöld greindi ESPN frá því að Toney yrði skilinn eftir fyrir utan leikmannahóp Chiefs. „Hann er að æfa. Við skulum sjá hvort hann verður klár,“ sagði þjálfarinn Andy Reid á blaðamannafundi í vikunni. Svo virðist ekki vera og Patrick Mahomes þarf því að finna einhverja aðra til að gefa á en Kadarius Toney. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 22:00. NFL Ofurskálin Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira
Kadarius Toney var skipt frá New York Giants til Kansas City Chiefs fyrir tímabilið í fyrra og skoraði snertimark þegar lið Chiefs vann sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl í fyrra. Síðustu vikur hefur hins vegar gustað um Toney. Hann hefur ekki spilað með Kansas City Chiefs síðan um miðjan desember og samkvæmt forráðamönnum liðsins hefur Toney verið frá vegna meiðsla. Á myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum dögum síðan segir Toney félag sitt vera að ljúga um meiðslin. „Ég er ekki meiddur. Hlífið mér frá þessari vitleysu. Það eru engin meiðsli,“ sagði hann í myndbandi sem sent var út beint á Instagram. Kadarius Toney went live on Instagram & said he s not injured & the Chiefs have been lying about his injury status pic.twitter.com/fOs1qYOT40— Daily Athlete (@idailyathlete) January 28, 2024 Toney tjáði sig síðar um myndbandið og sagði það hafa verið klippt þannig að það liti út fyrir að hann væri að ráðast á klúbbinn og liðsfélaga sína. Hann sagðist einfaldlega aldrei hafa sagt neitt um Chiefs. Síðan þá hafa verið vangaveltur um hvort Toney myndi spila í Super Bowl í kvöld og í kvöld greindi ESPN frá því að Toney yrði skilinn eftir fyrir utan leikmannahóp Chiefs. „Hann er að æfa. Við skulum sjá hvort hann verður klár,“ sagði þjálfarinn Andy Reid á blaðamannafundi í vikunni. Svo virðist ekki vera og Patrick Mahomes þarf því að finna einhverja aðra til að gefa á en Kadarius Toney. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 22:00.
NFL Ofurskálin Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira