Flúði kuldann heima og gisti í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:37 Ásmundur Friðriksson þingmaður hrósaði viðbragðsaðilum fyrir skjót vinnubrögð. Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er búsettur á Suðurnesjum en flúði kuldann þar og fór til Kópavogs. „Það er búið að vera ansi kalt og auðvitað er kuldinn hjá okkur ekkert miðað við það sem Grindvíkingar þurfa að upplifa en þetta er svona samfélagslegur viðburður í augnablikinu. Það var skítakuldi heima,“ segir Ásmundur og það hafi endað með því að hann og konan fóru og gistu hjá dóttur sinni í nótt. Ásmundur ræddi málið í Bítinu í morgun. Hann sagði þau hjónin hafa sparað rafmagnið eins og þau gátu og sem dæmi ekki getað hlaðið bílinn heima. „Þetta er mjög takmarkandi,“ sagði hann og að þau hafi haft miklar áhyggjur af mögulegum skemmdum. Hann hafi rætt við pípara sem hafi sagt þeim að margir væru erlendis og að þeir höfðu áhyggjur af þeim heimilum þar sem enginn er við og nefndi sem dæmi bílaplön sem eru hituð. Hann sagði píparana ótrúlega fljóta að vinna en að húsin séu mörg. Hann hrósaði öllum viðbragðsaðilum sem starfa við það að koma hitanum á. Ásmundur sagði að þau ætluðu líklega að gista eina nótt í viðbót. Það hafi í raun ekki verið óbærilegt heima hjá þeim en tók það skýrt fram að þau væru bara tvö hjónin, öll börnin væru uppkomin og flutt að heiman. Staðan væri allt önnur fyrir fólk með ung börn. „Það er mjög víða ansi strembið.“ Gott að vera vitur eftirá Spurður um stöðuna hvað varðar orkuflutninga á Suðurnesin sagði Ásmundur að það væri afskaplega gott að vera vitur eftirá en eins og fram hefur komið er flutningskerfið ekki hannað til húshitunar. Ásmundur sagði að það væri almennt þannig í stjórnsýslunni að fólk þyrfti að vera tilbúnara. „Við þurfum að eiga tæki, við þurfum að eiga efni og víra í leiðslur og við megum ekki standa frammi fyrir því í svona hörmungum að það eru kannski aðföngin sem það strandar á,“ sagði hann og að það væri nauðsynlegt að framkvæma áhættumar og skrá niður hvað þurfi að vera til í landinu til að sinna lágmarksviðbúnaði. Þau ræddu einnig stöðuna í Grindavík og Ásmundur sagði að það mætti ekki gleyma því að það þyrfti oft að taka áhættu til að bjarga atvinnulífi eða öðru. Spurður um umræðu fyrr í dag í Bítinu um það að tryggja fólki að fullu hús sín og innbú en ekki bara hluta eins og er lagt til í nýju frumvarpi frá stjórnvöldum sagði Ásmundur að það þyrfti að fara vel yfir málið. Hann vildi ekki taka undir hugmyndir Heimis um að tryggja þeim sitt í samræmi við markaðsverk í stað brunabótamats. Hann benti á að sums staðar á landinu sé brunabótamat hærra en markaðsvirði þeirra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan í heild. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Vatn Jarðhiti Almannavarnir Vogar Kópavogur Tengdar fréttir „Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. 11. febrúar 2024 21:00 „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. 11. febrúar 2024 18:45 Sumir með heitt vatn en eiga alls ekki að nota það Heitt vatn rennur nú um kerfi einhverra húsa í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir vatnið alls ekki vera til notkunar íbúa. 11. febrúar 2024 10:46 Vegagerð yfir hraunið er lokið Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. 11. febrúar 2024 10:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Það er búið að vera ansi kalt og auðvitað er kuldinn hjá okkur ekkert miðað við það sem Grindvíkingar þurfa að upplifa en þetta er svona samfélagslegur viðburður í augnablikinu. Það var skítakuldi heima,“ segir Ásmundur og það hafi endað með því að hann og konan fóru og gistu hjá dóttur sinni í nótt. Ásmundur ræddi málið í Bítinu í morgun. Hann sagði þau hjónin hafa sparað rafmagnið eins og þau gátu og sem dæmi ekki getað hlaðið bílinn heima. „Þetta er mjög takmarkandi,“ sagði hann og að þau hafi haft miklar áhyggjur af mögulegum skemmdum. Hann hafi rætt við pípara sem hafi sagt þeim að margir væru erlendis og að þeir höfðu áhyggjur af þeim heimilum þar sem enginn er við og nefndi sem dæmi bílaplön sem eru hituð. Hann sagði píparana ótrúlega fljóta að vinna en að húsin séu mörg. Hann hrósaði öllum viðbragðsaðilum sem starfa við það að koma hitanum á. Ásmundur sagði að þau ætluðu líklega að gista eina nótt í viðbót. Það hafi í raun ekki verið óbærilegt heima hjá þeim en tók það skýrt fram að þau væru bara tvö hjónin, öll börnin væru uppkomin og flutt að heiman. Staðan væri allt önnur fyrir fólk með ung börn. „Það er mjög víða ansi strembið.“ Gott að vera vitur eftirá Spurður um stöðuna hvað varðar orkuflutninga á Suðurnesin sagði Ásmundur að það væri afskaplega gott að vera vitur eftirá en eins og fram hefur komið er flutningskerfið ekki hannað til húshitunar. Ásmundur sagði að það væri almennt þannig í stjórnsýslunni að fólk þyrfti að vera tilbúnara. „Við þurfum að eiga tæki, við þurfum að eiga efni og víra í leiðslur og við megum ekki standa frammi fyrir því í svona hörmungum að það eru kannski aðföngin sem það strandar á,“ sagði hann og að það væri nauðsynlegt að framkvæma áhættumar og skrá niður hvað þurfi að vera til í landinu til að sinna lágmarksviðbúnaði. Þau ræddu einnig stöðuna í Grindavík og Ásmundur sagði að það mætti ekki gleyma því að það þyrfti oft að taka áhættu til að bjarga atvinnulífi eða öðru. Spurður um umræðu fyrr í dag í Bítinu um það að tryggja fólki að fullu hús sín og innbú en ekki bara hluta eins og er lagt til í nýju frumvarpi frá stjórnvöldum sagði Ásmundur að það þyrfti að fara vel yfir málið. Hann vildi ekki taka undir hugmyndir Heimis um að tryggja þeim sitt í samræmi við markaðsverk í stað brunabótamats. Hann benti á að sums staðar á landinu sé brunabótamat hærra en markaðsvirði þeirra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan í heild.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Vatn Jarðhiti Almannavarnir Vogar Kópavogur Tengdar fréttir „Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. 11. febrúar 2024 21:00 „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. 11. febrúar 2024 18:45 Sumir með heitt vatn en eiga alls ekki að nota það Heitt vatn rennur nú um kerfi einhverra húsa í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir vatnið alls ekki vera til notkunar íbúa. 11. febrúar 2024 10:46 Vegagerð yfir hraunið er lokið Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. 11. febrúar 2024 10:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. 11. febrúar 2024 21:00
„Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. 11. febrúar 2024 18:45
Sumir með heitt vatn en eiga alls ekki að nota það Heitt vatn rennur nú um kerfi einhverra húsa í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir vatnið alls ekki vera til notkunar íbúa. 11. febrúar 2024 10:46
Vegagerð yfir hraunið er lokið Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. 11. febrúar 2024 10:44