Landris hafið á ný undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 10:42 Allir GPS-mælar við Svartsengi sýna skýr merki um landris og kvikusöfnun. Björn Steinbekk Mælar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé hafið og að kvika sé farin að safnast undir Svartsengi að nýju. Enn sé of snemmt að gera líkanreikninga eða mæla nákvæma staðsetningu. Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira