Landris hafið á ný undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 10:42 Allir GPS-mælar við Svartsengi sýna skýr merki um landris og kvikusöfnun. Björn Steinbekk Mælar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé hafið og að kvika sé farin að safnast undir Svartsengi að nýju. Enn sé of snemmt að gera líkanreikninga eða mæla nákvæma staðsetningu. Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira