Sigursteinn Arndal: Dapurt að dómararnir gátu ekki farið í skjáinn Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2024 21:40 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir leik Vísir/Hulda Margrét FH er úr leik í Powerade-bikarnum eftir fjögurra marka tap gegn Haukum 33-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal FH Powerade-bikarinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Sjá meira
„Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal
FH Powerade-bikarinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Sjá meira