Yfir 700 hjúkrunarfræðingar grunaðir um svindl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 10:30 Erlendir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að standast próf til að fá starfsleyfi á Bretlandseyjum. epa/Tolga Akmen Rannsókn stendur yfir á Bretlandseyjum þar sem grunur leikur á að yfir 700 hjúkrunarfræðingar hafi greitt milligönguaðila fyrir að taka próf í Nígeríu, til að tryggja sér leyfi til að starfa á Bretlandi. Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi. Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Peter Carter, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal College of Nursing, segir málið háalvarlegt en þetta þýði að mögulega séu hundruð óhæfra heilbrigðisstarfsmanna að störfum innan breska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar innan kerfisins séu þannig mögulega í hættu. Breska heilbrigðiskerfið hefur í auknum mæli þurft að treysta á erlent heilbrigðisstarfsfólk til að manna hinar ýmsu stofnanir en gerðar eru kröfur um að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur áður en þeir hefja störf. Af þeim yfir 700 sem eru grunaðir um að hafa tryggt sér réttindi á fölskum forsendum hafa 48 þegar tekið til starfa hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist ekki vera hægt að afturkalla leyfin að svo stöddu en einstaklingarnir hafa verið skikkaðir til að endurtaka prófið sem um ræðir. Allir munu þeir verða kallaðir fyrir nefnd í mars næstkomandi, þar sem þeir verða beðnir um að greina frá því hvernig þeir tóku og stóðust prófið í Yunnik-prófmiðstöðinni í Ibadan í Nígeríu. Það vakti grundsemdir hvað umræddir einstaklingar voru fljótir að ljúka prófinu, sem er tekið á tölvu. Óttast áhrif rannsóknarinnar á mönnun Um 670 aðrir einstaklingar liggja einnig undir grun. Margir þeirra eru komnir til Bretlands en hafa ekki hafið störf sem hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa ekki fengið formlegt starfsleyfi og vinna flestir sem aðstoðarmenn innan opinbera heilbrigðiskerfisins eða á umönnunarheimilum. Nursing and Midwifery Council, sem heldur utan um starfsleyfi hjúkrunarfræðingar, hafa borist umsóknir frá 80 af þessum 670, eftir að þeir tóku prófið að nýju. Þeim hefur hins vegar verið synjað á þeim grundvelli að þeir hafi ekki sýnt fram á að þeir séu heiðarlegir og traustsins verðir. Það var fyrirtækið Pearson VUW, sem rekur Yunnik-prófmiðstöðina, sem gerðu yfirvöldum vart við, eftir að upp komst að einstaklingur hafði verið að taka próf fyrir aðra. Svindlið er talið ná til allt að 1.955 nígerískra heilbrigðisstarfsmanna, sem allir munu þurfa að endurtaka prófið. Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga óttast að þeir sem verður neytað um starfsleyfi hjúkrunarfræðings verði sendir aftur til Nígeríu, sem myndi koma harkalega niður á mönnun innan heilbrigðiskerfisins á Bretlandi. Fólkið hafi verið „misnotað“ í Nígeríu og heimila ætti því að endurtaka prófið á Bretlandi.
Bretland Nígería Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira