Ein með börnin 326 daga á ári: „Hló fyrst en varð svo sorgmædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Henrik og Liva Ingebrigtsen eru hér saman með dæturnar Oliviu og Charlottu. Samsett/Getty/@livaingebrigtsen Norski frjálsíþróttakappinn Henrik Ingebrigtsen eyðir ekki miklum tíma með eiginkonu sinni og börnum. Hún ákvað að reikna það saman hversu lítið það er í raun. Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein Frjálsar íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein
Frjálsar íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Sjá meira