Verðbólga haldi áfram að hjaðna Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2024 11:35 Landsbankinn í Hafnarfirði. VÍSIR/VILHELM Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá bankans. Það sem mun hafa mest áhrif til hækkun vísitölunnar eru útsölulok en einnig hafa gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni áhrif á hækkunina. Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Því er spáð að reiknuð húsaleiga hækki í febrúar en flugfargjöld til útlanda lækki og verði stærsti áhrifaþátturinn sem vegur á móti hækkunum. „Hafa ber í huga að ýmsir stórir óvissuþættir gætu haft áhrif á verðmælingar næstu mánuði, ekki síst framvinda í kjaraviðræðum sem virðist takmörkuð um þessar mundir. Þótt verðbólguspálíkan okkar taki tillit til launabreytinga er erfitt að ákvarða áhrifin af þeim þegar jafnmikil óvissa ríkir um launaþróun og nú,“ segir í Hagsjánni. Hér fyrir neðan má sjá rit um þróun vísitöluneysluverðs í febrúar síðustu ár. Það mun draga úr verðhækkunum á mat samkvæmt spá bankans en verð á mat hækkar um 0,2 prósent milli mánaða. Mesta hækkunin á matarverði var í janúar á síðata ári þegar hún nam tæpum tveimur prósentum. „Við gerum ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% í febrúar, 0,64% í mars, 0,18% í apríl og 0,28% í maí. Gangi spáin eftir verður verðbólga 6,1% í febrúar, 6,2% í mars, 5,0% í apríl og 4,9% í maí. Mánaðarbreytingar á vísitölu neysluverðs voru miklar í febrúar og apríl í fyrra og þar sem við spáum nú minni hækkunum en þá, lækkar árstakturinn töluvert þá mánuði. Fyrstu dagar páskanna í ár verða í mars og við gerum ráð fyrir að páskahækkun á flugfargjöldum mælist í mars og lækki á móti í apríl,“ segir í Hagsjánni. Neytendur Verðlag Landsbankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá bankans. Það sem mun hafa mest áhrif til hækkun vísitölunnar eru útsölulok en einnig hafa gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni áhrif á hækkunina. Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Því er spáð að reiknuð húsaleiga hækki í febrúar en flugfargjöld til útlanda lækki og verði stærsti áhrifaþátturinn sem vegur á móti hækkunum. „Hafa ber í huga að ýmsir stórir óvissuþættir gætu haft áhrif á verðmælingar næstu mánuði, ekki síst framvinda í kjaraviðræðum sem virðist takmörkuð um þessar mundir. Þótt verðbólguspálíkan okkar taki tillit til launabreytinga er erfitt að ákvarða áhrifin af þeim þegar jafnmikil óvissa ríkir um launaþróun og nú,“ segir í Hagsjánni. Hér fyrir neðan má sjá rit um þróun vísitöluneysluverðs í febrúar síðustu ár. Það mun draga úr verðhækkunum á mat samkvæmt spá bankans en verð á mat hækkar um 0,2 prósent milli mánaða. Mesta hækkunin á matarverði var í janúar á síðata ári þegar hún nam tæpum tveimur prósentum. „Við gerum ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% í febrúar, 0,64% í mars, 0,18% í apríl og 0,28% í maí. Gangi spáin eftir verður verðbólga 6,1% í febrúar, 6,2% í mars, 5,0% í apríl og 4,9% í maí. Mánaðarbreytingar á vísitölu neysluverðs voru miklar í febrúar og apríl í fyrra og þar sem við spáum nú minni hækkunum en þá, lækkar árstakturinn töluvert þá mánuði. Fyrstu dagar páskanna í ár verða í mars og við gerum ráð fyrir að páskahækkun á flugfargjöldum mælist í mars og lækki á móti í apríl,“ segir í Hagsjánni.
Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu.
Neytendur Verðlag Landsbankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira