Gylfi í góðum gír á Spáni og vonast til að spila um EM-sæti Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 15:10 Gylfi Þór Sigurðsson sló markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar þegar hann skoraði tvö mörk gegn Liechtenstein í október. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sinnir nú endurhæfingu sinni eftir meiðsli, á Spáni, með aðstoð sjúkraþjálfarans Friðriks Ellerts Jónssonar sem áður var sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins. Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Sjá meira
Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Sjá meira