Tveir sigrar hjá Fylki í Lengjubikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 15:57 Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Fylki gegn ÍBV í dag. Vísir/Diego Fylkir vann sigra bæði í Lengjubikar karla og kvenna í dag. Þá vann FH sigur á Vestra í slag tveggja Bestu deildar liða í Lengjubikar karla. Fylkir og Keflavík mættust í Reykjaneshöllinni í riðli 1 í Lengjubikar kvenna. Staðan í hálfleik var markalaus en það breyttist heldur betur eftir hlé. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki í 1-0 á 57. mínútu og hún bætti síðan sínu öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok. Flóðgáttirnar opnuðust á lokamínútunum og Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Fylki í 3-0 á 88. mínútu áður en Eva Rut Ásþórsdóttir bætti fjórða markinu við á fyrstu mínútu uppbótartíma. Melanie Rendeiro skoraði sárabótamark fyrir Keflavík í uppbótartíma og lokatölur því 4-1. Í karlaflokki mættust lið Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Benedikt Daríus Garðarsson tók með sér skotskóna því hann skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum og leiddi Fylkir 3-0 að honum loknum. Guðmar Gauti Sævarsson bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik en hann var þá nýkominn inn sem varamaður. Lokatölur 4-0 og Fylkir þar með búnir að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta tímabilið en Eyjamenn hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurmark frá Vuk gegn Vestra Í Akraneshöllinni mættust lið FH og Vestra í riðli 1 Lengjubikars karla. Bæði lið leika í Bestu deildinni í sumar en það verður fyrsta tímabil Vestra í efstu deild. FH vann góðan sigur í fyrsta leik sínum gegn Breiðabliki á meðan Vestri gerði 2-2 jafntefli við Keflavík. FH náði forystunni í fyrri hálfleik. Vuk Óskar Dimitrijevic fékk þá boltann utarlega í teignum vinstra megin og skoraði með hægri fæti í fjærhornið. Staðan í hálfleik 1-0 og leikmenn Vestra gerðu hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik. Það tókst hins vegar ekki en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Andra Rúnari Bjarnasyni tókst reyndar að koma boltanum í net FH í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður við töluverð mótmæli Vestramanna. Lokatölur 1-0 og FH því með fullt hús stiga í Lengjubikarnum eftir tvo leiki. Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Fylkir og Keflavík mættust í Reykjaneshöllinni í riðli 1 í Lengjubikar kvenna. Staðan í hálfleik var markalaus en það breyttist heldur betur eftir hlé. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki í 1-0 á 57. mínútu og hún bætti síðan sínu öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok. Flóðgáttirnar opnuðust á lokamínútunum og Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Fylki í 3-0 á 88. mínútu áður en Eva Rut Ásþórsdóttir bætti fjórða markinu við á fyrstu mínútu uppbótartíma. Melanie Rendeiro skoraði sárabótamark fyrir Keflavík í uppbótartíma og lokatölur því 4-1. Í karlaflokki mættust lið Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Benedikt Daríus Garðarsson tók með sér skotskóna því hann skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum og leiddi Fylkir 3-0 að honum loknum. Guðmar Gauti Sævarsson bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik en hann var þá nýkominn inn sem varamaður. Lokatölur 4-0 og Fylkir þar með búnir að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta tímabilið en Eyjamenn hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurmark frá Vuk gegn Vestra Í Akraneshöllinni mættust lið FH og Vestra í riðli 1 Lengjubikars karla. Bæði lið leika í Bestu deildinni í sumar en það verður fyrsta tímabil Vestra í efstu deild. FH vann góðan sigur í fyrsta leik sínum gegn Breiðabliki á meðan Vestri gerði 2-2 jafntefli við Keflavík. FH náði forystunni í fyrri hálfleik. Vuk Óskar Dimitrijevic fékk þá boltann utarlega í teignum vinstra megin og skoraði með hægri fæti í fjærhornið. Staðan í hálfleik 1-0 og leikmenn Vestra gerðu hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik. Það tókst hins vegar ekki en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Andra Rúnari Bjarnasyni tókst reyndar að koma boltanum í net FH í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður við töluverð mótmæli Vestramanna. Lokatölur 1-0 og FH því með fullt hús stiga í Lengjubikarnum eftir tvo leiki.
Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira