Átti besta afrek helgarinnar í aukagrein Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 07:30 Guðni Valur Guðnason vann besta afrekið á MÍ. FRÍ FH-ingar voru langsigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en það var ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason sem vann besta afrekið, samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF. Guðni Valur náði þessum árangri í aukagrein sinni, ef svo má segja, eða kúluvarpi því aðalgrein hans er kringlukast sem ekki er keppt í innanhúss. Guðni kastaði lengst 18,93 metra og bætti sitt persónulega met um þrjá sentímetra, sem reyndist afrek upp á 1.057 IAAF stig. View this post on Instagram A post shared by Guðni Valur (@gudnigudna) Irma Gunnarsdóttir úr FH vann bestu afrek kvenna en hún varð Íslandsmeistari í þrístökki með 13,30 metra stökki (1.046 IAAF stig) og í langstökki með 6,18 metra stökki (1.038 stig). Irma Gunnarsdóttir í loftinu en hún varð Íslandsmeistari bæði í langstökki og þrístökki.FRÍ Fjögur mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR bætti fjórtán ára gamalt met Ásdísar Hjálmsdóttur í kúluvarpi, um næstum tvo metra, þegar hún varpaði kúlunni 16,94 metra. Embla Margrét Hreinsdóttir úr FH bætti einnig fjórtán ára gamalt mótsmet í 1.500 metra hlaupi, þegar hún hljóp á 4:33,79 mínútum. Fyrra metið (4:36,29) var í eigu Fríðu Rúnar Þórðardóttur. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða með miklum yfirburðum.FRÍ Halldóra Huld Ingvarsdóttir, einnig úr FH, bætti mótsmetið í 3.000 metra hlaupi með því að hlaupa á 9:47,56 mínútum, en gamla metið átti Andrea Kolbeinsdóttir. Loks setti Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðabliki nýtt mótsmet í 60 metra grindahlaupi, og einnig aldursflokkamet í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, með því að hlaupa á 8,56 sekúndum. FH-ingar urðu eins og fyrr segir Íslandsmeistarar félagsliða en þeir unnu bæði karla- og kvennaflokkinn og hlutu alls 60 stig. Breiðablik varð í 2. sæti með 28 stig og Fjölnir í 3. sæti með 26 stig. Öll úrslit frá mótinu má nálgast hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Guðni Valur náði þessum árangri í aukagrein sinni, ef svo má segja, eða kúluvarpi því aðalgrein hans er kringlukast sem ekki er keppt í innanhúss. Guðni kastaði lengst 18,93 metra og bætti sitt persónulega met um þrjá sentímetra, sem reyndist afrek upp á 1.057 IAAF stig. View this post on Instagram A post shared by Guðni Valur (@gudnigudna) Irma Gunnarsdóttir úr FH vann bestu afrek kvenna en hún varð Íslandsmeistari í þrístökki með 13,30 metra stökki (1.046 IAAF stig) og í langstökki með 6,18 metra stökki (1.038 stig). Irma Gunnarsdóttir í loftinu en hún varð Íslandsmeistari bæði í langstökki og þrístökki.FRÍ Fjögur mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR bætti fjórtán ára gamalt met Ásdísar Hjálmsdóttur í kúluvarpi, um næstum tvo metra, þegar hún varpaði kúlunni 16,94 metra. Embla Margrét Hreinsdóttir úr FH bætti einnig fjórtán ára gamalt mótsmet í 1.500 metra hlaupi, þegar hún hljóp á 4:33,79 mínútum. Fyrra metið (4:36,29) var í eigu Fríðu Rúnar Þórðardóttur. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða með miklum yfirburðum.FRÍ Halldóra Huld Ingvarsdóttir, einnig úr FH, bætti mótsmetið í 3.000 metra hlaupi með því að hlaupa á 9:47,56 mínútum, en gamla metið átti Andrea Kolbeinsdóttir. Loks setti Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðabliki nýtt mótsmet í 60 metra grindahlaupi, og einnig aldursflokkamet í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, með því að hlaupa á 8,56 sekúndum. FH-ingar urðu eins og fyrr segir Íslandsmeistarar félagsliða en þeir unnu bæði karla- og kvennaflokkinn og hlutu alls 60 stig. Breiðablik varð í 2. sæti með 28 stig og Fjölnir í 3. sæti með 26 stig. Öll úrslit frá mótinu má nálgast hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira