„Ég verð lengi að komast yfir þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur gert frábæra hluti síðustu vikur og mánuði og setti enn eitt Norðurlandametið á EM í Búlgaríu. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir átti mjög flott Evrópumeistaramót í Búlgaríu og var á endanum aðeins einu kílói frá verðlaunasæti. Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira