„Vladimir Pútín drap eiginmann minn,“ segir Navalnaya. Hún muni vinna með rússnesku þjóðinni til að berjast við stjórnvöld og byggja nýtt Rússland.
„Þegar hann drap Alexei drap Pútín helminginn af mér; helminginn af hjarta mínu og helminginn af sálu minni,“ segir Navalnaya. „En ég á enn hinn helminginn og hann segir mér að ég eigi ekki rétt á því að gefast upp. Ég mun halda áfram vinnu Alexei Navalní; halda áfram að berjast fyrir landinu okkar.“
Navalny's widow Yulia:
— Pjotr Sauer (@PjotrSauer) February 19, 2024
"I will continue Alexei Navalny's work. Continue to fight for our country together with you...Against war and corruption...And I urge you to stand beside me."
Yulia that she "knows why Putin killed Alexei" and "will soon tell about it" pic.twitter.com/jBEM5M2faf
Stjórnvöld í Moskvu hafa neitað því að bera ábyrgð á dauða Navalní, sem var sagður hafa látist eftir göngutúr í fangelsinu þar sem honum var haldið.
Leiðtogar á Vesturlöndum hafa hins vegar ekki veigrað sér við því að lýsa Pútín ábyrgan og í morgun sagði Dmitry Peskov að yfirlýsingar þeirra væru algjörlega óásættanlegar og ergjandi. Þær myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu Pútín.
Utanríkisráðherra Eistlands, Margus Tsahkna, gekk svo langt að kalla Pútín „morðingja“.
Navalnaya mun funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkjanna seinna í dag.