Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Lovísa Arnardóttir, Oddur Ævar Gunnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. febrúar 2024 12:07 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. Þar kemur einnig fram að horft sé til framkvæmda þessara mála á Norðurlöndum og auka eigi samræmi á milli landa. Þá segir að draga eigi úr útgjöldum og forgangsraða umsóknum. Afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd verði styttur í níutíu daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Horft verði til þess að umsóknarferli um alþjóðlega vernd hefjist í sérstakri móttökumiðstöð og að komið verði á fót búsetuúrræðum. Aukin áhersla verði einnig lögð á landamæraeftirlit gagnvart þeim sem hafa fengið endurkomubann. Í tilkynningu segir móttöku kvótaflóttafólks og einstaklinga í viðkvæmri stöðu verði forgangsraðað, og þar sé átt við hinsegin fólk, einstæðar konur og börn þeirra. Að neðan má sjá viðtal við Guðrúnu að loknum fundi ríkisstjórnar í morgun. Mikil tíðindi „Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin var að sammælast hér um heildarsýn í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttamenn og innflytjendur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir með „heildarsýn að leiðarljósi“. Spurð hvort að búið væri að kynna málið fyrir þingflokkum ríkisstjórnar svarar Guðrún því játandi. Hún segir málið snúa að mörgum ráðuneytum en að það sem snúi, til dæmis, að hennar ráðuneyti séu breytingar á útlendingalögum. Frumvarp þess efnis hafi verið samþykkt í öllum stjórnarflokkum og verði dreift á Alþingi síðar í dag. Guðrún segir fullkomna sátt og samstöðu í ríkisstjórninni um þessa nýju heildarsýn. „Markmiðið er að fækka hér umsækjendum og ná niður kostnaði en á sama tíma að ná inngildingu þannig að það fólk sem hingað kemur samlagist íslensku samfélagi,“ segir Guðrún. Í takt við orðræðu Spurð nánar út í þessar breytingar segir Guðrún að þær breytingar sem eigi að kynna séu í takt við það sem hún hefur talað um. „Í frumvarpinu um breytingar á útlendingalögunum sem ég er að leggja fram á Alþingi í dag er meðal annars að afnema aðra málsgrein 36. greinar útlendingalaga sem eru sérstakar ástæður eða sérstök tengsl. Ég held ég fari rétt með að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þá tillögu að ég held fimm sinnum. Þannig það eru mikil tíðindi,“ segir Guðrún. Spurð nánar um sérstök tengsl og afnám ákvæðisins segir Guðrún að ákvæðið sé séríslenskt og að hún hafi alltaf talað skýrt fyrir því að reglur hér séu í samræmi við það sem þekkist á öðrum Norðurlöndunum. Þessi regla hafi valdið því að einstaklingar hafi hér á landi fengið efnismeðferð þótt svo að þeir séu með samþykkta umsókn í öðru landi. Með því að herða skilyrðin sé tekið fyrir það. Þá segir hún einnig í frumvarpinu að finna breytingar á kærunefnd útlendingamála þar sem nefndarmönnum verður fækkað úr sjö í þrjá. Þá sé lagt til að sett séu strangari skilyrði um fjölskyldusameiningar og að dvalarleyfistími sé styttur á Íslandi. Móttöku- og brottfararbúðir Í tillögum ríkisstjórnarinnar er einnig talað um nýtt búsetuúrræði. Spurð um það segir Guðrún að á hennar þingmálaskrá væri frumvarp um lokað úrræði og að hún myndi líklega leggja það fram í næsta mánuði. En í tillögunum sé talað um að koma upp bæði móttöku- og brottfararbúðum. Spurð um vilja þeirra um að fækka umsækjendum segir Guðrún að með því að aðlaga löggjöfina að löggjöf annarra Norðulanda muni yfirvöld ná þeim markmiðum. Hér sé hærra hlutfall bæði umsækjenda og hærra hlutfall þeirra sem fær vernd. „Við höfum verið að fá hingað gríðarlegan fjölda umsækjenda, helmingur þeirra fær synjun en er hér í mjög langan tíma á kostnað skattgreiðenda,“ segir Guðrún. Í frumvarpinu sé lagt til að þessi tími sé styttur og að þeir sem hingað komi með tilhæfulausar umsóknir sé strax snúið við. Spurð um viðbrögð þingmanna Vinstri grænna sem fjallað var um í Morgunblaðinu og fullyrðingar í blaðinu um að þeir hefðu viljað frestað umfjöllun þar til á morgun segir Guðrún það ekki rétt. Þingflokkurinn hafi samþykkt frumvarpið og að það sé full samstaða um þessa heildarsýn. „Þetta samtal er búið að eiga sér stað í marga mánuði, í mjög langan tíma og allir vilja koma sínum sjónarhornum að. En þá þarftu að fara í málamiðlanir þannig það eru einhverjar málamiðlanir í þessum texta.“ Spurð hvort að þessar tillögur séu málamiðlun innan ríkisstjórnar og að fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Egyptalandi væru hluti af henni segir Guðrún svo ekki vera. „Að sjálfsögðu ekki. Þannig vinnum við ekki.“ Skilvirkari afgreiðsla umsókna Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins vegna málsins kemur fram að afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd verði styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Þá segir að ráðist verði í að klára á sex mánuðum umsóknir umsækjenda frá Venesúela um alþjóðlega vernd sem beðið hafi niðurstöðu hjá Útlendingastofnun. Mun sérstakt teymi sinna því verkefni. Unnið verði að því að koma á fót búsetuúrræðum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á öllum stigum málsmeðferðarinnar. Þar fái umsækjendur stuðning og upplýsingar sem miða að því að tryggja öryggi þeirra. Settur verður á fót spretthópur sem mun vinna greiningu á kostum og göllum ólíkra leiða. Þar verður litið til reynslu nágrannaríkja. Umsóknarferli hefjist í sérstakri móttökumiðstöð Horft verður til þess að umsóknarferli um alþjóðlega vernd hefjist í sérstaktri móttökumiðstöð, málsmeðferðartími styttist og stuðlað sé að skilvirkum brottflutningi að fenginni synjun. Þá mun öllum börnum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd standa til boða að vera úthlutað málstjóra í samræmi við annað stig þjónustu samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Segir ríkisstjórnin að hlutverk málstjórans verði meðal annars gerð stuðningsáætlunar og að samræma þjónustu sem stendur til boða. Horft verður sérstaklega til aukinnar þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. Til að tryggja framboð á húsnæði verður afgreiðslu frumvarps lokið um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf. Það geri framkvæmdasýslu ríkisins kleift að taka á leigu og nýta húsnæði sem ekki hefur verið ætlað til búsetu undir tímabundna búsetu flóttafólks. Veita stuðning við sjálfviljuga heimför Þá segir að við heimflutning verði lögð áhersla á að veita stuðning við sjálfviljuga heimför. Verði sá kostur ekki nýttur verður hún framkvæmd með atbeina löggæsluyfirvalda. Aukin áhersla verði lögð á landamæraeftirlit með þeim sem hafa fengið endurkomubann. Þá segir að með stuðningi ríkisins við almenna íbúðakerfið og rammasamningi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga verði stuðlað að uppbyggingu húsnæðis fyrir viðkvæma hópa, þar með talið flóttafólk með alþjóðlega vernd. Ríkisstjórnin segir að tryggja þurfi gott og samræmt aðgengi að upplýsingum fyrir fólk sem vilji setjast að á Íslandi, hvort sem um sé að ræða fólk innan Evrópska efnahagssvæðisins, utan þess eða umsækjendur um alþjóðlega vernd. Tryggja þurfi upplýsingar á helstu tungumálum um hvaða lög gilda á Íslandi, hvaða leiðir séu í boði og við hverju megi búast. Áfram verði unnið að nýju og skilvirkara kerfi um atvinnuréttindi útlendinga utan EES sem miði að því að opna íslenskan vinnumarkað betur fyrir ríkisborgurum landa utan EES. Stórauka framboð á íslenskunámi Þá segir ríkisstjórnin að stóraukin áhersla verði lögð á að jafna tækifæri í íslensku samfélagi, ekki síst meðal barna og vinna gegn stéttskiptingu. Sett verði ný löggjöf um mótttöku og inngildingu á grundvelli fyrstu heildstæðu stefnumótunarinnar í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Löggjöfin verði unnin með hliðsjón af lögum, reynslu og framkvæmd á hinum Norðurlöndunum. Áfram verði unnið að stefnumótun til næstu fimmtán ára og nýrrar framkvæmdaáætlunar til fimm ára. Segir ríkisstjórnin að íslenskt mál sé lykillinn að inngildingu og þátttöku í samfélaginu. Framboð af íslenskunámi verði stóraukið, hvatar innleiddir til íslenskunáms og þörfin fyrir kröfu um íslenskunám og/eða færni í íslensku verði metin í ákveðnum tilfellum. Réttur innflytjenda til íslenskunáms verði tryggður og að dregið verði úr kostnaðarþátttöku þeirra. Aðgengi að starfstengdu íslenskunámi verði aukið og áhersla lögð á að fólk geti stundað nám sem mest á vinnutíma. Unnið verði að fjölgun kennara með fagþekkingu í kennslu á íslensku sem annars máls fyrir fullorðna, bættu námsframboði og kennsluefni á því sviði. Ríkisstjórnin vill að framhaldsfræðsla sem fimmta stoð menntakerfisins verði styrkt og stjórnsýsla og utanumhald að sama skapi og kannað að koma á fót miðstöð ævimenntunar. Auka umburðarlyndi gagnvart íslensku með hreim Gert er ráð fyrir að farið verði í sérstakt tveggja ára kynningarátak til að auka umburðarlyndi gagnvart íslensku með hreim og að auka íslenskunotkun í samskiptum við innflytjendur hér á landi. Stuðningur við börn af erlendum uppruna verði stóraukinn þar sem áhersla er lögð á fyrstu þrjú árin eftir komu til landsins óháð aldri og skólastigi. Stuðningurinn miðast við þarfir hvers barns og aðstæður þess. Sett verður aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annað mál í grunnskólum, stuðningur aukinn við móttöku og málörvun á leikskólastigi og íslenskubrautum í framhaldsskólum fjölgað, ásamt því að aukin verður samfélagsfræðsla á íslenskubrautunum. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu verður verulega styrkt í hlutverki sínu í miðlægðri skólaþjónustu og námgagnagerð í þágu barna af erlendum uppruna. Aukin áhersla verður á þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta og tómstundastarfi. Stórauka stuðning við samfélagsfræðslu Þá vill ríkisstjórnin stórauka stuðning við samfélagsfræðslu sem hluta af inngildingu í íslenskt samfélag til að auka þekkingu innflytjenda á eigin réttindum, tækifærum og skyldum í íslensku samfélagi og áhrifum þess á daglegt líf þeirra. Samfélagsfræðslan miði að því að auka hæfni innflytjenda til að tjá sig og fjalla um grundvallargildi og áskoranir í íslensku samfélagi eins og lýðræði, jafnrétti og mannréttindi. er Sérstaklega verður tryggð fræðsla um gildi sem íslenskt samfélag leggur áherslu á, semsagt jafnan rétt allra kynja, réttindi hinsegin fólks, réttindi fatlaðs fólks og tjáningarfrelsi. Komið verði á fót verkefni undir faglegri forystu stjórnvalda í samstarfi við helstu félagasamtök og fagaðila á sviði geðheilbrigðis sem stuðlar að aðgengi flóttafólks að áfallamiðaðri þjónustu og virkni um allt land. Miðað sé við að verkefnin nái til hópa frekar en einstaklinga með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum fyrri áfalla og þörf fyrir sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu. Sérstakt átak verði gert í að þjálfa alla þjónustuveitendur í þjónustu við flóttafólk í áfallamiðaðri nálgun í veitingu þjónustu. Verkefnið verður lagt fyrir Geðráð. Stuðla að betri nýtingu mannauð Þá segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins að markvisst verði stuðlað að betri nýtingu mannauðs á meðal innflytjenda. Viðurkenning og nýting á reynslu, þekkingu og menntun innflytjenda skili ávinningi fyrir bæði samfélagið og einstaklinga. Þannig fari Menntabrú inn á vinnumarkað. Komið verði á fót sjálfstæðri einingu sem annast mat á menntun, eflingu raunfærnismats, starfstengda íslenskukennslu og umsjón með menntabrú inn á vinnumarkað. Slík eining hafi jafnframt umsjón með og tryggi að náms- og starfsráðgjöf standi fullorðnum innflytjendum til boða um land allt. Gert er ráð fyrir að slík eining verði svið eða deild innan nú þegar starfandi stofnunar. Þá verði lokið við breytingar á löggjöf um atvinnu- og dvalarleyfi, þar með talið að sameina leyfisveitingar undir Útlendingastofnun, gera breytingar á skilyrðum atvinnuleyfa þannig að leyfin fylgi ekki atvinnurekendum heldur starfsfólki og þróa gerð langtíma færnispár fyrir íslenskan vinnumarkað og skammtímaspár um mannaflaþörf. Lokið verður við lagabreytingar um útgáfu dvalar- og atvinnuleyfa til sjálfstætt starfandi einstaklinga. Komið verði á einföldu umsóknarferli dvalar- og atvinnuleyfis sem og með öflugri vefsíðu og kynningarefni til dæmis á Work in Iceland með Íslandsstofu og Stafrænu Íslandi. Unnið sé að því að auka skilvirkni ferla við mat og viðurkenningu á námi, færni og starfsréttindum. Miðlægri upplýsingagátt verði komið á fót þar sem hægt er að nálgast upplýsingar á einum stað um það um hvert eigi að fara til að fá mat og viðurkenningu á námi. Gera sviðsmyndagreiningar Til að einfalda aðgengi að upplýsingum um þjónustu og stuðla að auknu hagræði verður unnið að því að samræma löggjöf, bæði innan lands og við Norðurlöndin, samhliða því að komið verður á aukinni samhæfingu á milli ráðuneyta og stofnana. Ráðist verður í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndum, meðal annars afnám séríslenskra málsmeðferðarreglna, lengd dvalarleyfa og skilyrða á rétti til fjölskyldusameininga. Söfnun og úrvinnsla upplýsinga sem varða málaflokkinn verði samræmd á milli ráðuneyta og stofnana til að tryggja betri yfirsýn og forsendur við áætlanagerð og ákvarðanatöku. Gerðar verði sviðsmyndagreiningar fyrir komandi 2-3 ár þar sem tekið er tillit til mannfjöldaspár, stöðu á vinnumarkaði, stöðu innviða og metinn fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Unnið verður markvisst með aðgerðir miðað við þessar sviðsmyndir. Áhersla verði á að tryggja að verndarkerfið þjóni fyrst og fremst þeim sem búa við mesta neyð. Það verður meðal annars gert með því að forgangsraða móttöku kvótaflóttafólks og einstaklinga og fjölskyldna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hinsegin fólks, einstæðra kvenna og barna þeirra. Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Þar kemur einnig fram að horft sé til framkvæmda þessara mála á Norðurlöndum og auka eigi samræmi á milli landa. Þá segir að draga eigi úr útgjöldum og forgangsraða umsóknum. Afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd verði styttur í níutíu daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Horft verði til þess að umsóknarferli um alþjóðlega vernd hefjist í sérstakri móttökumiðstöð og að komið verði á fót búsetuúrræðum. Aukin áhersla verði einnig lögð á landamæraeftirlit gagnvart þeim sem hafa fengið endurkomubann. Í tilkynningu segir móttöku kvótaflóttafólks og einstaklinga í viðkvæmri stöðu verði forgangsraðað, og þar sé átt við hinsegin fólk, einstæðar konur og börn þeirra. Að neðan má sjá viðtal við Guðrúnu að loknum fundi ríkisstjórnar í morgun. Mikil tíðindi „Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin var að sammælast hér um heildarsýn í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttamenn og innflytjendur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir með „heildarsýn að leiðarljósi“. Spurð hvort að búið væri að kynna málið fyrir þingflokkum ríkisstjórnar svarar Guðrún því játandi. Hún segir málið snúa að mörgum ráðuneytum en að það sem snúi, til dæmis, að hennar ráðuneyti séu breytingar á útlendingalögum. Frumvarp þess efnis hafi verið samþykkt í öllum stjórnarflokkum og verði dreift á Alþingi síðar í dag. Guðrún segir fullkomna sátt og samstöðu í ríkisstjórninni um þessa nýju heildarsýn. „Markmiðið er að fækka hér umsækjendum og ná niður kostnaði en á sama tíma að ná inngildingu þannig að það fólk sem hingað kemur samlagist íslensku samfélagi,“ segir Guðrún. Í takt við orðræðu Spurð nánar út í þessar breytingar segir Guðrún að þær breytingar sem eigi að kynna séu í takt við það sem hún hefur talað um. „Í frumvarpinu um breytingar á útlendingalögunum sem ég er að leggja fram á Alþingi í dag er meðal annars að afnema aðra málsgrein 36. greinar útlendingalaga sem eru sérstakar ástæður eða sérstök tengsl. Ég held ég fari rétt með að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þá tillögu að ég held fimm sinnum. Þannig það eru mikil tíðindi,“ segir Guðrún. Spurð nánar um sérstök tengsl og afnám ákvæðisins segir Guðrún að ákvæðið sé séríslenskt og að hún hafi alltaf talað skýrt fyrir því að reglur hér séu í samræmi við það sem þekkist á öðrum Norðurlöndunum. Þessi regla hafi valdið því að einstaklingar hafi hér á landi fengið efnismeðferð þótt svo að þeir séu með samþykkta umsókn í öðru landi. Með því að herða skilyrðin sé tekið fyrir það. Þá segir hún einnig í frumvarpinu að finna breytingar á kærunefnd útlendingamála þar sem nefndarmönnum verður fækkað úr sjö í þrjá. Þá sé lagt til að sett séu strangari skilyrði um fjölskyldusameiningar og að dvalarleyfistími sé styttur á Íslandi. Móttöku- og brottfararbúðir Í tillögum ríkisstjórnarinnar er einnig talað um nýtt búsetuúrræði. Spurð um það segir Guðrún að á hennar þingmálaskrá væri frumvarp um lokað úrræði og að hún myndi líklega leggja það fram í næsta mánuði. En í tillögunum sé talað um að koma upp bæði móttöku- og brottfararbúðum. Spurð um vilja þeirra um að fækka umsækjendum segir Guðrún að með því að aðlaga löggjöfina að löggjöf annarra Norðulanda muni yfirvöld ná þeim markmiðum. Hér sé hærra hlutfall bæði umsækjenda og hærra hlutfall þeirra sem fær vernd. „Við höfum verið að fá hingað gríðarlegan fjölda umsækjenda, helmingur þeirra fær synjun en er hér í mjög langan tíma á kostnað skattgreiðenda,“ segir Guðrún. Í frumvarpinu sé lagt til að þessi tími sé styttur og að þeir sem hingað komi með tilhæfulausar umsóknir sé strax snúið við. Spurð um viðbrögð þingmanna Vinstri grænna sem fjallað var um í Morgunblaðinu og fullyrðingar í blaðinu um að þeir hefðu viljað frestað umfjöllun þar til á morgun segir Guðrún það ekki rétt. Þingflokkurinn hafi samþykkt frumvarpið og að það sé full samstaða um þessa heildarsýn. „Þetta samtal er búið að eiga sér stað í marga mánuði, í mjög langan tíma og allir vilja koma sínum sjónarhornum að. En þá þarftu að fara í málamiðlanir þannig það eru einhverjar málamiðlanir í þessum texta.“ Spurð hvort að þessar tillögur séu málamiðlun innan ríkisstjórnar og að fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Egyptalandi væru hluti af henni segir Guðrún svo ekki vera. „Að sjálfsögðu ekki. Þannig vinnum við ekki.“ Skilvirkari afgreiðsla umsókna Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins vegna málsins kemur fram að afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd verði styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Þá segir að ráðist verði í að klára á sex mánuðum umsóknir umsækjenda frá Venesúela um alþjóðlega vernd sem beðið hafi niðurstöðu hjá Útlendingastofnun. Mun sérstakt teymi sinna því verkefni. Unnið verði að því að koma á fót búsetuúrræðum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á öllum stigum málsmeðferðarinnar. Þar fái umsækjendur stuðning og upplýsingar sem miða að því að tryggja öryggi þeirra. Settur verður á fót spretthópur sem mun vinna greiningu á kostum og göllum ólíkra leiða. Þar verður litið til reynslu nágrannaríkja. Umsóknarferli hefjist í sérstakri móttökumiðstöð Horft verður til þess að umsóknarferli um alþjóðlega vernd hefjist í sérstaktri móttökumiðstöð, málsmeðferðartími styttist og stuðlað sé að skilvirkum brottflutningi að fenginni synjun. Þá mun öllum börnum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd standa til boða að vera úthlutað málstjóra í samræmi við annað stig þjónustu samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Segir ríkisstjórnin að hlutverk málstjórans verði meðal annars gerð stuðningsáætlunar og að samræma þjónustu sem stendur til boða. Horft verður sérstaklega til aukinnar þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. Til að tryggja framboð á húsnæði verður afgreiðslu frumvarps lokið um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf. Það geri framkvæmdasýslu ríkisins kleift að taka á leigu og nýta húsnæði sem ekki hefur verið ætlað til búsetu undir tímabundna búsetu flóttafólks. Veita stuðning við sjálfviljuga heimför Þá segir að við heimflutning verði lögð áhersla á að veita stuðning við sjálfviljuga heimför. Verði sá kostur ekki nýttur verður hún framkvæmd með atbeina löggæsluyfirvalda. Aukin áhersla verði lögð á landamæraeftirlit með þeim sem hafa fengið endurkomubann. Þá segir að með stuðningi ríkisins við almenna íbúðakerfið og rammasamningi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga verði stuðlað að uppbyggingu húsnæðis fyrir viðkvæma hópa, þar með talið flóttafólk með alþjóðlega vernd. Ríkisstjórnin segir að tryggja þurfi gott og samræmt aðgengi að upplýsingum fyrir fólk sem vilji setjast að á Íslandi, hvort sem um sé að ræða fólk innan Evrópska efnahagssvæðisins, utan þess eða umsækjendur um alþjóðlega vernd. Tryggja þurfi upplýsingar á helstu tungumálum um hvaða lög gilda á Íslandi, hvaða leiðir séu í boði og við hverju megi búast. Áfram verði unnið að nýju og skilvirkara kerfi um atvinnuréttindi útlendinga utan EES sem miði að því að opna íslenskan vinnumarkað betur fyrir ríkisborgurum landa utan EES. Stórauka framboð á íslenskunámi Þá segir ríkisstjórnin að stóraukin áhersla verði lögð á að jafna tækifæri í íslensku samfélagi, ekki síst meðal barna og vinna gegn stéttskiptingu. Sett verði ný löggjöf um mótttöku og inngildingu á grundvelli fyrstu heildstæðu stefnumótunarinnar í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Löggjöfin verði unnin með hliðsjón af lögum, reynslu og framkvæmd á hinum Norðurlöndunum. Áfram verði unnið að stefnumótun til næstu fimmtán ára og nýrrar framkvæmdaáætlunar til fimm ára. Segir ríkisstjórnin að íslenskt mál sé lykillinn að inngildingu og þátttöku í samfélaginu. Framboð af íslenskunámi verði stóraukið, hvatar innleiddir til íslenskunáms og þörfin fyrir kröfu um íslenskunám og/eða færni í íslensku verði metin í ákveðnum tilfellum. Réttur innflytjenda til íslenskunáms verði tryggður og að dregið verði úr kostnaðarþátttöku þeirra. Aðgengi að starfstengdu íslenskunámi verði aukið og áhersla lögð á að fólk geti stundað nám sem mest á vinnutíma. Unnið verði að fjölgun kennara með fagþekkingu í kennslu á íslensku sem annars máls fyrir fullorðna, bættu námsframboði og kennsluefni á því sviði. Ríkisstjórnin vill að framhaldsfræðsla sem fimmta stoð menntakerfisins verði styrkt og stjórnsýsla og utanumhald að sama skapi og kannað að koma á fót miðstöð ævimenntunar. Auka umburðarlyndi gagnvart íslensku með hreim Gert er ráð fyrir að farið verði í sérstakt tveggja ára kynningarátak til að auka umburðarlyndi gagnvart íslensku með hreim og að auka íslenskunotkun í samskiptum við innflytjendur hér á landi. Stuðningur við börn af erlendum uppruna verði stóraukinn þar sem áhersla er lögð á fyrstu þrjú árin eftir komu til landsins óháð aldri og skólastigi. Stuðningurinn miðast við þarfir hvers barns og aðstæður þess. Sett verður aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annað mál í grunnskólum, stuðningur aukinn við móttöku og málörvun á leikskólastigi og íslenskubrautum í framhaldsskólum fjölgað, ásamt því að aukin verður samfélagsfræðsla á íslenskubrautunum. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu verður verulega styrkt í hlutverki sínu í miðlægðri skólaþjónustu og námgagnagerð í þágu barna af erlendum uppruna. Aukin áhersla verður á þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta og tómstundastarfi. Stórauka stuðning við samfélagsfræðslu Þá vill ríkisstjórnin stórauka stuðning við samfélagsfræðslu sem hluta af inngildingu í íslenskt samfélag til að auka þekkingu innflytjenda á eigin réttindum, tækifærum og skyldum í íslensku samfélagi og áhrifum þess á daglegt líf þeirra. Samfélagsfræðslan miði að því að auka hæfni innflytjenda til að tjá sig og fjalla um grundvallargildi og áskoranir í íslensku samfélagi eins og lýðræði, jafnrétti og mannréttindi. er Sérstaklega verður tryggð fræðsla um gildi sem íslenskt samfélag leggur áherslu á, semsagt jafnan rétt allra kynja, réttindi hinsegin fólks, réttindi fatlaðs fólks og tjáningarfrelsi. Komið verði á fót verkefni undir faglegri forystu stjórnvalda í samstarfi við helstu félagasamtök og fagaðila á sviði geðheilbrigðis sem stuðlar að aðgengi flóttafólks að áfallamiðaðri þjónustu og virkni um allt land. Miðað sé við að verkefnin nái til hópa frekar en einstaklinga með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum fyrri áfalla og þörf fyrir sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu. Sérstakt átak verði gert í að þjálfa alla þjónustuveitendur í þjónustu við flóttafólk í áfallamiðaðri nálgun í veitingu þjónustu. Verkefnið verður lagt fyrir Geðráð. Stuðla að betri nýtingu mannauð Þá segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins að markvisst verði stuðlað að betri nýtingu mannauðs á meðal innflytjenda. Viðurkenning og nýting á reynslu, þekkingu og menntun innflytjenda skili ávinningi fyrir bæði samfélagið og einstaklinga. Þannig fari Menntabrú inn á vinnumarkað. Komið verði á fót sjálfstæðri einingu sem annast mat á menntun, eflingu raunfærnismats, starfstengda íslenskukennslu og umsjón með menntabrú inn á vinnumarkað. Slík eining hafi jafnframt umsjón með og tryggi að náms- og starfsráðgjöf standi fullorðnum innflytjendum til boða um land allt. Gert er ráð fyrir að slík eining verði svið eða deild innan nú þegar starfandi stofnunar. Þá verði lokið við breytingar á löggjöf um atvinnu- og dvalarleyfi, þar með talið að sameina leyfisveitingar undir Útlendingastofnun, gera breytingar á skilyrðum atvinnuleyfa þannig að leyfin fylgi ekki atvinnurekendum heldur starfsfólki og þróa gerð langtíma færnispár fyrir íslenskan vinnumarkað og skammtímaspár um mannaflaþörf. Lokið verður við lagabreytingar um útgáfu dvalar- og atvinnuleyfa til sjálfstætt starfandi einstaklinga. Komið verði á einföldu umsóknarferli dvalar- og atvinnuleyfis sem og með öflugri vefsíðu og kynningarefni til dæmis á Work in Iceland með Íslandsstofu og Stafrænu Íslandi. Unnið sé að því að auka skilvirkni ferla við mat og viðurkenningu á námi, færni og starfsréttindum. Miðlægri upplýsingagátt verði komið á fót þar sem hægt er að nálgast upplýsingar á einum stað um það um hvert eigi að fara til að fá mat og viðurkenningu á námi. Gera sviðsmyndagreiningar Til að einfalda aðgengi að upplýsingum um þjónustu og stuðla að auknu hagræði verður unnið að því að samræma löggjöf, bæði innan lands og við Norðurlöndin, samhliða því að komið verður á aukinni samhæfingu á milli ráðuneyta og stofnana. Ráðist verður í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndum, meðal annars afnám séríslenskra málsmeðferðarreglna, lengd dvalarleyfa og skilyrða á rétti til fjölskyldusameininga. Söfnun og úrvinnsla upplýsinga sem varða málaflokkinn verði samræmd á milli ráðuneyta og stofnana til að tryggja betri yfirsýn og forsendur við áætlanagerð og ákvarðanatöku. Gerðar verði sviðsmyndagreiningar fyrir komandi 2-3 ár þar sem tekið er tillit til mannfjöldaspár, stöðu á vinnumarkaði, stöðu innviða og metinn fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Unnið verður markvisst með aðgerðir miðað við þessar sviðsmyndir. Áhersla verði á að tryggja að verndarkerfið þjóni fyrst og fremst þeim sem búa við mesta neyð. Það verður meðal annars gert með því að forgangsraða móttöku kvótaflóttafólks og einstaklinga og fjölskyldna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hinsegin fólks, einstæðra kvenna og barna þeirra.
Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira