Gátan sem Íslendingar keppast við að leysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 13:26 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leysti gátuna í nóvember 2020. Rúmum þremur árum síðar er gátan aftur farin á flug. Vísir/Vilhelm Íslenskir Facebook-notendur, sem er bróðurpartur fullorðins fólks á Íslandi, keppast nú hver við annan að leysa gátu sem fer sem eldur í sinu á samfélagsmiðlinum. Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín. Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín.
Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira