Litli frændi bjargaði lífi Hilmis með einu símtali Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 11:56 Hilmir var langt leiddur af þunglyndi og hafði ákveðið að yfirgefa þessa jarðvist. Hilmir Hilmir Peteresen Hjálmarsson öndunarþjálfari og bakari ræðir við Marín Möndu Magnúsdóttir í hlaðvarpsþættinum, Spegilmyndin, um það þegar litli frændi hans bjargaði lífi hans með einu símtali daginn sem hann hafði ákveðið að yfirgefa þessa jarðvist. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Hilmir hafði misst sjónar af því hver hann var og þótti lífið tilgangslaust. „Í um 15 til 20 ár lenti ég aftur og aftur í því að vera mjög þunglyndur. Á þeim tímapunkti var ég búinn að ákveða að taka mitt eigið líf og var búinn að ákveða hvar, hvenær og hvernig. Það er náttúrulega mjög erfitt að vita þegar maður hugsar um sjálfan sig sem lítið barn því hann er hluti af þér og nú er ég búinn að kynnast sjálfum mér upp á nýtt og það særir mig mjög mikið í dag að ég hafi viljað enda líf mitt. Því þá vildi ég enda líf hans, því ég er þessi litli strákur,“ segir Hilmir klökkur og tárin renna niður kinnar hans. Í þættinum segir Hilmir frá því þegar hann starfði sem bakari en skorti ástríðuna fyrir starfinu. Hann var leitandi og vildi starfa við mikilvægari hluti þar sem hann gat gefið af sér. „Þetta var bara skortur á sjálfsöryggi og slæm öndun, mjög slæm öndun. Mikill kvíði og ótti þannig að reglulega slokknar á mér algjörlega. Ég er bara að reyna að þrauka og vinna, vinna og vinna og finn í rauninni ekki neitt gildi í því sem ég er að gera. Ég er að hugsa um heilsuna en er að baka kökur og bollur og allt þetta, en sé ekki gildi í þessu,“ segir Hilmir. Litli frændi bjargaði lífi hans Að sögn Hilmis gekk honum illa í skóla sem barn og var búinn að útiloka það að geta menntað sig. „Þetta byrjar upp úr því þegar unglingsárin fara að koma en þegar ég var krakki hugsaði ég alltaf, ég á aldrei eftir að fara menntaveginn því ég er svo vitlaus. Bara trúði því, því mér gekk illa í skóla, var með ADHD og var bara vitlausi gæinn og hélt ég gæti aldrei orðið einkaþjálfari því nöfnin á anatómíunni voru svo flókin. Svo tók ég einkaþjálfarann um þrítugt og fékk 8,8. Ég komst í gegnum þetta tímabil og er heppinn að eiga lítinn frænda sem sá mig sem algjöra hetju og ég gat eiginlega ekki skilið hann svona eftir. Hann hringir í mig daginn sem ég var búinn að ákveða að gera þetta. Ég get ekki kvatt hann svona og skilið hann eftir þegar hetjan hans fer á þennan hátt. Ég er hér þökk sé Degi frænda mín. Nú er ég bara hér, nýr og bættur maður og búinn að finna tilgang í sársaukanum, tilgang í þjáningunni, annars er ég bara fórnarlamb sem þjáist áfram,“ segir Hilmir með kökkinn í hálsinum. Gat ekki haldið á syni sínum „Ég lenti í því að anda of hratt og konan mín var búin að taka eftir þessu. Ég var í rauninni útkeyrður, kominn með útbrot, þurr augu og stífa liði og svo bara slökknaði á mér. Ég var heima en það voru bara öll ljós slökkt. Ég bara sit þarna og held á syni mínum en ég gat ekki haldið á honum því ég fann ekki neitt,“ segir Hilmir sem setti færslu um ástand sitt á Facebook. Einar Carl hjá Primal Iceland sendi honum skilaboð eftir lesturinn og kynnti hann fyrir öndunarþjálfun sem breytti lífi hans til frambúðar. Hilmir „Hann kennir mér Butayko til að hægja á önduninni og það bjargaði lífi mínu algjörlega. Ég sendi honum bara póst, þú bara bjargaðir lífi mínu. Ég gerði öndunaræfingar reglulega í fimm mánuði, fimm til sex sinnum á dag og líf mitt bara breyttist,“ segir Hilmir: „Útbrotin hættu að koma, flasan byrjaði að minnka og ég hætti að vera þurr í augunum og ég byrjaði að vaska upp öðruvísi. Ég byrjaði að setjast inn í bílinn minn öðruvísi. Ég slóst alltaf við íþróttatöskuna þegar ég fór inn í bílinn en allt í einu kom ég að bílnum og það var svona værð yfir mér. Opnaði bílhurðina og lagði töskuna í aftursætið, lokaði og settist fram í og hugsaði með mér, svona getur bara lífið verið.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan. Ástin og lífið Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Hilmir hafði misst sjónar af því hver hann var og þótti lífið tilgangslaust. „Í um 15 til 20 ár lenti ég aftur og aftur í því að vera mjög þunglyndur. Á þeim tímapunkti var ég búinn að ákveða að taka mitt eigið líf og var búinn að ákveða hvar, hvenær og hvernig. Það er náttúrulega mjög erfitt að vita þegar maður hugsar um sjálfan sig sem lítið barn því hann er hluti af þér og nú er ég búinn að kynnast sjálfum mér upp á nýtt og það særir mig mjög mikið í dag að ég hafi viljað enda líf mitt. Því þá vildi ég enda líf hans, því ég er þessi litli strákur,“ segir Hilmir klökkur og tárin renna niður kinnar hans. Í þættinum segir Hilmir frá því þegar hann starfði sem bakari en skorti ástríðuna fyrir starfinu. Hann var leitandi og vildi starfa við mikilvægari hluti þar sem hann gat gefið af sér. „Þetta var bara skortur á sjálfsöryggi og slæm öndun, mjög slæm öndun. Mikill kvíði og ótti þannig að reglulega slokknar á mér algjörlega. Ég er bara að reyna að þrauka og vinna, vinna og vinna og finn í rauninni ekki neitt gildi í því sem ég er að gera. Ég er að hugsa um heilsuna en er að baka kökur og bollur og allt þetta, en sé ekki gildi í þessu,“ segir Hilmir. Litli frændi bjargaði lífi hans Að sögn Hilmis gekk honum illa í skóla sem barn og var búinn að útiloka það að geta menntað sig. „Þetta byrjar upp úr því þegar unglingsárin fara að koma en þegar ég var krakki hugsaði ég alltaf, ég á aldrei eftir að fara menntaveginn því ég er svo vitlaus. Bara trúði því, því mér gekk illa í skóla, var með ADHD og var bara vitlausi gæinn og hélt ég gæti aldrei orðið einkaþjálfari því nöfnin á anatómíunni voru svo flókin. Svo tók ég einkaþjálfarann um þrítugt og fékk 8,8. Ég komst í gegnum þetta tímabil og er heppinn að eiga lítinn frænda sem sá mig sem algjöra hetju og ég gat eiginlega ekki skilið hann svona eftir. Hann hringir í mig daginn sem ég var búinn að ákveða að gera þetta. Ég get ekki kvatt hann svona og skilið hann eftir þegar hetjan hans fer á þennan hátt. Ég er hér þökk sé Degi frænda mín. Nú er ég bara hér, nýr og bættur maður og búinn að finna tilgang í sársaukanum, tilgang í þjáningunni, annars er ég bara fórnarlamb sem þjáist áfram,“ segir Hilmir með kökkinn í hálsinum. Gat ekki haldið á syni sínum „Ég lenti í því að anda of hratt og konan mín var búin að taka eftir þessu. Ég var í rauninni útkeyrður, kominn með útbrot, þurr augu og stífa liði og svo bara slökknaði á mér. Ég var heima en það voru bara öll ljós slökkt. Ég bara sit þarna og held á syni mínum en ég gat ekki haldið á honum því ég fann ekki neitt,“ segir Hilmir sem setti færslu um ástand sitt á Facebook. Einar Carl hjá Primal Iceland sendi honum skilaboð eftir lesturinn og kynnti hann fyrir öndunarþjálfun sem breytti lífi hans til frambúðar. Hilmir „Hann kennir mér Butayko til að hægja á önduninni og það bjargaði lífi mínu algjörlega. Ég sendi honum bara póst, þú bara bjargaðir lífi mínu. Ég gerði öndunaræfingar reglulega í fimm mánuði, fimm til sex sinnum á dag og líf mitt bara breyttist,“ segir Hilmir: „Útbrotin hættu að koma, flasan byrjaði að minnka og ég hætti að vera þurr í augunum og ég byrjaði að vaska upp öðruvísi. Ég byrjaði að setjast inn í bílinn minn öðruvísi. Ég slóst alltaf við íþróttatöskuna þegar ég fór inn í bílinn en allt í einu kom ég að bílnum og það var svona værð yfir mér. Opnaði bílhurðina og lagði töskuna í aftursætið, lokaði og settist fram í og hugsaði með mér, svona getur bara lífið verið.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ástin og lífið Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira