Mugison er tilnefndur í fjórum flokkum á Hlustendaverðlaunum 2024; fyrir lag ársins, plötu ársins, sem flytjandi ársins og söngvari ársins. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án.
Tíu hlutir sem skipta mig nærri því öllu máli:
- Sigzon er íslenskur hattur búinn til í 101. „Kosturinn að vera með hatta er þarf maður ekki að hugsa um hárið. Safna hári áður en maður verður sköllóttur,“ segir Mugison kíminn.
- Gítar af sömu tegund og Elvis Presley átti.
- Sundskýla sem sýnir allt - góð í spa og chill en ekki í sundi.
- Tvöhundruð takka græja.
- Ferðatölva.
- Kraftgalli. „Ég er alltaf með hann í bílnum,“ segir Mugison og sýnir einnig ullarpeysur sem hann notar innan undir gallann.
- Heyrnatól frá Sennheiser.
- Sími. „Ég hata síma sko og reyni að svara aldrei í þá. Er allaf með hann á silent,“ segir Mugison sem notar hann frekar til að taka myndir.
- Harmonikka.
- Ullarsokkar. „Ég er alltaf í þeim, er svo hjátrúarfullur og held að ég deyji ef ég er ekki í þeim,“ segir hann.
Stjörnum prýdd tónlistarveisla
Glæsileg dagskrá verður á hátíðinni sjálfri þar sem úrslit kosningarinnar verða kynnt og sigurvegarar verðlaunaðir í beinni útsendingu á Vísir.is.
Öllu verður tjaldað til og er von á sannkallaðri tónlistarveislu. Fram koma GDRN, Prettyboitjokkó, Stjórnin, Magni, Hipsumhaps, Mugison, Diljá Péturs, XXX Rottweiler hundar og Herra Hnetusmjör.
Hér fyrir neðan má sjá allar tilnefningarnar:
Miðasala á Hlustendaverðlaunin eru enn í fullum gangi tix.is.