Breyttu hlöðu í íbúð: „Þú sleppir ekki góðu brasi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 08:00 Hlaðan að utan fyrir breytingar, Bryndís í öðrum turninum og svo stofan eftir breytingar. Bryndís Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Ólafur Aðalgeirsson, eða Dísa og Óli eins og þau eru alltaf kölluð, hafa síðustu ár unnið að því að breyta hlöðu í Glæsibæ í Hörgársveit í einbýlishús. Hlaðan er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. „Þetta er að verða að heimili. Verkefninu er ekki lokið og verður það líklega aldrei,“ segir Bryndís og að það hafi verið risastór ákvörðun að fara af stað í þetta verkefni. „Við ætluðum fyrst að byggja okkur nýtt hús á jörðinni,“ segir Bryndís og að það hafi verið komið svo langt að búið var að teikna húsið. „Við stóðum svo yfir teikningunum og sögðum bara „Nei, þetta eru ekki við“. Við seldum teikningarnar og lóðina og ákváðum frekar að fylgja okkar innri rödd um að finna eitthvað annað,“ segir hún og að nokkrum dögum síðar hafi þau fengið hugljómun í hlöðunni. View this post on Instagram A post shared by Dísa Óskars I Hugmyndasmiður I Endurvinnsla I Föndur (@disaoskarsd) „Maður þarf að búa með húsinu sínu, ekki í því. Eins og maður býr með maka sínum. Maður þarf að leyfa því að þróast. Við töluðum alveg um þetta við arkitektana. Þeir teiknuðu húsið en svo þegar við fórum að vinna í því þá breyttist ýmislegt. Við leyfðum verkefninu þannig að vera lífrænu og breyttist mikið á leiðinni.“ Hún hefur sjálf um árabil rekið net-klúbbinn Úr geymslu í gersemi þar sem hún kennir fólki að nýta og nota það sem það á. Einnig rekur hún klúbbinn Dekur alla daga sem snýst um að búa til sínar eigin snyrti- og húðvörur. Sturtan er niðurgrafin og skáhallandi. Barnabarnið kallar það rennibraut. Aðsend „Við höfum verið að breyta gömlu í nýtt lengi,“ segir Bryndís og að þannig hafi það verið miklu meira í takt við þau og þeirra persónu. Fluttu inn 20. desember „Ég er alltaf í einhverri sköpun og okkur fannst því miklu skemmtilegra að nýta útihúsin sem þegar voru á jörðinni þegar við keyptum hana,“ segir Bryndís og að eftir að þau ákváðu þetta hafi þau heimsótt arkitektana aftur og fengið þá til að teikna upp hugmyndir fyrir hlöðuna. „Svo bara byrjuðum við og erum búin að vera að síðan. Við fluttum inn með tannburstana 20. desember og kláruðum svo að flytja inn á milli jóla- og nýárs.“ Sáuði þetta alveg fyrir ykkur strax? „Já, í rauninni, auðvitað erum við búin að fara aðeins fram og til baka með hvernig þetta á að vera en það er eðlilegt. Það voru súrheysturnarnir sem heilluðu okkur fyrst. Maðurinn minn er verktaki og á því alls verkfæri og er handlaginn með meiru. Við hugsuðum aldrei að þetta væri ekki hægt heldur frekar að þetta væri skemmtilegt verkefni,“ segir Bryndís. „Markmiðið var frá upphafi að gera þetta nákvæmlega eins og okkur langaði og hentaði okkur. Hér á að vera gaman. Það er til dæmis róla í eldhúsinu og við ætlum að setja „bar“ í annan turninn. Baðkarið er niðurgrafið í öðrum turninum. Við aðalinnganginn, sem á eftir að klára, verður brú yfir hálfgert síki. Mig langar auðvitað að setja í það krókódíla en við fengum það ekki í gegn,“ segir Bryndís og hlær. Á að vera samkomuhús Eins og stendur er íbúðin um 170 fermetrar með tveimur svefnherbergjum. „Við segjum að þetta sé samkomuhús. Mér finnst alveg rosalega gaman að taka á móti gestum og halda veislur,“ segir hún og að hana hlakki til að halda stóru fjölskylduboðin í nýja húsinu. „Skötuveislurnar og laufabrauðsgerðin og allt það.“ Bryndís lagði mikið í veggina inn á baði og útlitið á þeim. Aðsend Hún segir að þau séu að reyna að nota grunninn í húsinu og setja svo eitthvað hlýlegt á móti. Til dæmis séu útveggirnir eins og þeir voru að innan en veggir sem hafi verið byggðir séu málaðir. „Við erum grágrýti í baðherberginu. Ég tók veggina þar og gerði munstursteypu allan hringinn. Ég notaði stensla og lék mér með fína steypu og liti til að fá effekta. Fílingurinn á baðinu á pínu að vera þannig að við höfum rifið allt út og eitthvað gamalt hefði komið í ljós,“ segir Bryndís en myndir af veggjunum má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dísa Óskars I Hugmyndasmiður I Endurvinnsla I Föndur (@disaoskarsd) Tveir súrheysturnar eru í húsinu annar er á tveimur hæðum með baðherbergi á hvorri hæð en í hinum verður „bar“. „Þeir voru fullir af heyi þegar við tókum við. Við þurftum að rífa grindur úr gólfunum og endurnýja allt,“ segir Bryndís en að þau hafi ákveðið að halda veggjunum eins og þeir eru. Á móti hlýju nýju gólfefni og nýjum ljósum muni veggirnir skapa skemmtilega mótsögn. Ofsalega mikið þau Bryndís hefur greint vel frá öllu ferlinu á samfélagsmiðlum. Þar er til dæmis hægt að sjá þegar þau skiptu um þak, gerðu baðkarið og skiptu um glugga. Svipað sjónarhorn en margt breytt. „Óli á steypusög og sagaði öll gluggagötin sjálfur. Við áttum svo alla gluggana sem við settum í húsið. Við höfðum einhvern tímann fyrir rælni keypt heilan gám af gluggum sem einhver var að losa sig við. Eins og maður gerir,“ segir Bryndís létt og að til að nýta gluggana hafi þau sent arkitektunum myndir af gluggunum og þeir hafi raðað þeim inn. „Þetta er allt pínu skrítið en ofsalega mikið við.“ En af hverju vildirðu hafa rólu inni í húsinu? „Til að minna mig á að leika meira. Ekki að drepa mig í vinnu. Maður er gjarn á það í ferðaþjónustu að sökkva sér í verkefnin og standa ekki upp. Við vorum í þrettán ár í ferðaþjónustu og föttuðum það dálítið nýlega í ferðalagi að það var allt í lagi að fara. Og það hellti enginn úr fötu af verkefnum yfir mig þegar ég kom heim eða hringdi fimmtán sinnum á meðan,“ segir Bryndís. View this post on Instagram A post shared by Dísa Óskars I Hugmyndasmiður I Endurvinnsla I Föndur (@disaoskarsd) Hún segir þau hjón hafa ferðast mikið og alltaf þegar hún hafi séð rólu hafi hún sest í hana og tekið mynd. „Markmið ársins í ár hjá okkur báðum var að leika meira og rólan er til að minna á það. Svo er þetta líka góð barnapía fyrir barnabarnið okkar. Svo er skáhallandi ofan í baðkarið og þar er því rennibraut. Það er því bæði róla og rennibraut hjá ömmu og afa. Við höfum gert heilmikið sjálf. Eitt dæmið er stiginn upp á efri hæðina, í þrepin erum við svo að spá í að nota ösp sem okkur áskotnaðist fyrir þónokkru síða. Eins langar okkur að nota meira efni úr skóginum okkar og ein hugmyndin er að nýta lerki sem til fellur í klæðningu á efri hlutan af turnunum. Það er eitthvað við það að nýta efni úr sínu nánasta umhverfi. Þó það geti oft verið aðeins flóknara þá er það langskemmtilegast. Þú sleppir ekki góðu brasi. Það er svolítið þemað hérna.“ Engar tíma- eða fjárhagsáætlanir Spurð hvort þau hafi nokkurn tíma verið við það að gefast upp á verkefninu segir Bryndís að sem áhugafólk um byggingar og breytingar hafi þau fylgst með sjónvarpsþáttum og fólki í slíkum verkefnum áður. View this post on Instagram A post shared by Dísa Óskars I Hugmyndasmiður I Endurvinnsla I Föndur (@disaoskarsd) „Það var þrennt sem við vorum búin að taka eftir. Að fólk gerði fjárhagsáætlanir. Það gerði tímaáætlanir og ef það gerði þetta þá var mjög líklegt að það myndi næstum því verða skilnaður. Þannig við ákváðum að gera hvorugt af því að við vildum ekki skilja. Við ætluðum að halda í hvort annað.“ Að öllu gamni slepptu, þá finnst okkur skipta rosalega miklu máli að gera þetta á sínum hraða eftir efnum og aðstæðum en ekki gera útaf við okkur og gleyma að lifa á meðan. Bryndís og Ólafur hafa verið saman frá því að þau voru í menntaskóla og eiga saman þrjár stelpur. Þau hafa unnið mikið saman og þekkja því afar vel kosti og galla hvers annars. „Ef að annað okkar hefur verið við það að bugast hefur hitt gefið svigrúm, borið það, og smá pása tekin. En það var kannski fyrir jólin helst sem við vorum orðin alveg sturlað þreytt. Þá vorum við að tæma gamla húsið, að flytja og að reyna að klára hér. En annars erum við búin að gera þetta í okkar takti og ekkert við það að bugast, og aldrei við það að hætta við. Okkur líður alveg rosalega vel hérna.“ Hús og heimili Fasteignamarkaður Akureyri Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
„Þetta er að verða að heimili. Verkefninu er ekki lokið og verður það líklega aldrei,“ segir Bryndís og að það hafi verið risastór ákvörðun að fara af stað í þetta verkefni. „Við ætluðum fyrst að byggja okkur nýtt hús á jörðinni,“ segir Bryndís og að það hafi verið komið svo langt að búið var að teikna húsið. „Við stóðum svo yfir teikningunum og sögðum bara „Nei, þetta eru ekki við“. Við seldum teikningarnar og lóðina og ákváðum frekar að fylgja okkar innri rödd um að finna eitthvað annað,“ segir hún og að nokkrum dögum síðar hafi þau fengið hugljómun í hlöðunni. View this post on Instagram A post shared by Dísa Óskars I Hugmyndasmiður I Endurvinnsla I Föndur (@disaoskarsd) „Maður þarf að búa með húsinu sínu, ekki í því. Eins og maður býr með maka sínum. Maður þarf að leyfa því að þróast. Við töluðum alveg um þetta við arkitektana. Þeir teiknuðu húsið en svo þegar við fórum að vinna í því þá breyttist ýmislegt. Við leyfðum verkefninu þannig að vera lífrænu og breyttist mikið á leiðinni.“ Hún hefur sjálf um árabil rekið net-klúbbinn Úr geymslu í gersemi þar sem hún kennir fólki að nýta og nota það sem það á. Einnig rekur hún klúbbinn Dekur alla daga sem snýst um að búa til sínar eigin snyrti- og húðvörur. Sturtan er niðurgrafin og skáhallandi. Barnabarnið kallar það rennibraut. Aðsend „Við höfum verið að breyta gömlu í nýtt lengi,“ segir Bryndís og að þannig hafi það verið miklu meira í takt við þau og þeirra persónu. Fluttu inn 20. desember „Ég er alltaf í einhverri sköpun og okkur fannst því miklu skemmtilegra að nýta útihúsin sem þegar voru á jörðinni þegar við keyptum hana,“ segir Bryndís og að eftir að þau ákváðu þetta hafi þau heimsótt arkitektana aftur og fengið þá til að teikna upp hugmyndir fyrir hlöðuna. „Svo bara byrjuðum við og erum búin að vera að síðan. Við fluttum inn með tannburstana 20. desember og kláruðum svo að flytja inn á milli jóla- og nýárs.“ Sáuði þetta alveg fyrir ykkur strax? „Já, í rauninni, auðvitað erum við búin að fara aðeins fram og til baka með hvernig þetta á að vera en það er eðlilegt. Það voru súrheysturnarnir sem heilluðu okkur fyrst. Maðurinn minn er verktaki og á því alls verkfæri og er handlaginn með meiru. Við hugsuðum aldrei að þetta væri ekki hægt heldur frekar að þetta væri skemmtilegt verkefni,“ segir Bryndís. „Markmiðið var frá upphafi að gera þetta nákvæmlega eins og okkur langaði og hentaði okkur. Hér á að vera gaman. Það er til dæmis róla í eldhúsinu og við ætlum að setja „bar“ í annan turninn. Baðkarið er niðurgrafið í öðrum turninum. Við aðalinnganginn, sem á eftir að klára, verður brú yfir hálfgert síki. Mig langar auðvitað að setja í það krókódíla en við fengum það ekki í gegn,“ segir Bryndís og hlær. Á að vera samkomuhús Eins og stendur er íbúðin um 170 fermetrar með tveimur svefnherbergjum. „Við segjum að þetta sé samkomuhús. Mér finnst alveg rosalega gaman að taka á móti gestum og halda veislur,“ segir hún og að hana hlakki til að halda stóru fjölskylduboðin í nýja húsinu. „Skötuveislurnar og laufabrauðsgerðin og allt það.“ Bryndís lagði mikið í veggina inn á baði og útlitið á þeim. Aðsend Hún segir að þau séu að reyna að nota grunninn í húsinu og setja svo eitthvað hlýlegt á móti. Til dæmis séu útveggirnir eins og þeir voru að innan en veggir sem hafi verið byggðir séu málaðir. „Við erum grágrýti í baðherberginu. Ég tók veggina þar og gerði munstursteypu allan hringinn. Ég notaði stensla og lék mér með fína steypu og liti til að fá effekta. Fílingurinn á baðinu á pínu að vera þannig að við höfum rifið allt út og eitthvað gamalt hefði komið í ljós,“ segir Bryndís en myndir af veggjunum má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Dísa Óskars I Hugmyndasmiður I Endurvinnsla I Föndur (@disaoskarsd) Tveir súrheysturnar eru í húsinu annar er á tveimur hæðum með baðherbergi á hvorri hæð en í hinum verður „bar“. „Þeir voru fullir af heyi þegar við tókum við. Við þurftum að rífa grindur úr gólfunum og endurnýja allt,“ segir Bryndís en að þau hafi ákveðið að halda veggjunum eins og þeir eru. Á móti hlýju nýju gólfefni og nýjum ljósum muni veggirnir skapa skemmtilega mótsögn. Ofsalega mikið þau Bryndís hefur greint vel frá öllu ferlinu á samfélagsmiðlum. Þar er til dæmis hægt að sjá þegar þau skiptu um þak, gerðu baðkarið og skiptu um glugga. Svipað sjónarhorn en margt breytt. „Óli á steypusög og sagaði öll gluggagötin sjálfur. Við áttum svo alla gluggana sem við settum í húsið. Við höfðum einhvern tímann fyrir rælni keypt heilan gám af gluggum sem einhver var að losa sig við. Eins og maður gerir,“ segir Bryndís létt og að til að nýta gluggana hafi þau sent arkitektunum myndir af gluggunum og þeir hafi raðað þeim inn. „Þetta er allt pínu skrítið en ofsalega mikið við.“ En af hverju vildirðu hafa rólu inni í húsinu? „Til að minna mig á að leika meira. Ekki að drepa mig í vinnu. Maður er gjarn á það í ferðaþjónustu að sökkva sér í verkefnin og standa ekki upp. Við vorum í þrettán ár í ferðaþjónustu og föttuðum það dálítið nýlega í ferðalagi að það var allt í lagi að fara. Og það hellti enginn úr fötu af verkefnum yfir mig þegar ég kom heim eða hringdi fimmtán sinnum á meðan,“ segir Bryndís. View this post on Instagram A post shared by Dísa Óskars I Hugmyndasmiður I Endurvinnsla I Föndur (@disaoskarsd) Hún segir þau hjón hafa ferðast mikið og alltaf þegar hún hafi séð rólu hafi hún sest í hana og tekið mynd. „Markmið ársins í ár hjá okkur báðum var að leika meira og rólan er til að minna á það. Svo er þetta líka góð barnapía fyrir barnabarnið okkar. Svo er skáhallandi ofan í baðkarið og þar er því rennibraut. Það er því bæði róla og rennibraut hjá ömmu og afa. Við höfum gert heilmikið sjálf. Eitt dæmið er stiginn upp á efri hæðina, í þrepin erum við svo að spá í að nota ösp sem okkur áskotnaðist fyrir þónokkru síða. Eins langar okkur að nota meira efni úr skóginum okkar og ein hugmyndin er að nýta lerki sem til fellur í klæðningu á efri hlutan af turnunum. Það er eitthvað við það að nýta efni úr sínu nánasta umhverfi. Þó það geti oft verið aðeins flóknara þá er það langskemmtilegast. Þú sleppir ekki góðu brasi. Það er svolítið þemað hérna.“ Engar tíma- eða fjárhagsáætlanir Spurð hvort þau hafi nokkurn tíma verið við það að gefast upp á verkefninu segir Bryndís að sem áhugafólk um byggingar og breytingar hafi þau fylgst með sjónvarpsþáttum og fólki í slíkum verkefnum áður. View this post on Instagram A post shared by Dísa Óskars I Hugmyndasmiður I Endurvinnsla I Föndur (@disaoskarsd) „Það var þrennt sem við vorum búin að taka eftir. Að fólk gerði fjárhagsáætlanir. Það gerði tímaáætlanir og ef það gerði þetta þá var mjög líklegt að það myndi næstum því verða skilnaður. Þannig við ákváðum að gera hvorugt af því að við vildum ekki skilja. Við ætluðum að halda í hvort annað.“ Að öllu gamni slepptu, þá finnst okkur skipta rosalega miklu máli að gera þetta á sínum hraða eftir efnum og aðstæðum en ekki gera útaf við okkur og gleyma að lifa á meðan. Bryndís og Ólafur hafa verið saman frá því að þau voru í menntaskóla og eiga saman þrjár stelpur. Þau hafa unnið mikið saman og þekkja því afar vel kosti og galla hvers annars. „Ef að annað okkar hefur verið við það að bugast hefur hitt gefið svigrúm, borið það, og smá pása tekin. En það var kannski fyrir jólin helst sem við vorum orðin alveg sturlað þreytt. Þá vorum við að tæma gamla húsið, að flytja og að reyna að klára hér. En annars erum við búin að gera þetta í okkar takti og ekkert við það að bugast, og aldrei við það að hætta við. Okkur líður alveg rosalega vel hérna.“
Hús og heimili Fasteignamarkaður Akureyri Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira