Konurnar á bak við Bríeti Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Bríet ásamt Írisi Lóu, Sunnu Björk og Sigríði Ágústu. Aðsend Íslenska stórstjarnan Bríet er þekkt fyrir öfluga sviðsframkomu sína og tjaldar öllu til þegar að það kemur að hári, förðun og fatnaði. Á bak við Bríeti eru þrjár öflugar listakonur sem þróa með henni þessi mjög svo einstöku lúkk en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá samstarfinu. Hin heilaga þrenna Bríetar samanstendur af Sigríði Ágústu Finnbogadóttur fatahönnuði, Írisi Lóu Eskin hársnyrti og Sunnu Björk Erlingsdóttur förðunarfræðingi. Ef Instagramfærslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni. Sigríður Ágústa, Íris Lóa og Sunna Björk eru orðnar mjög góðar vinkonur og vinna vel saman. Aðsend Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, fatahönnuður: View this post on Instagram A post shared by Sigríður Ágústa Finnbogadóttir (@sigriduragusta) Hvenær byrjaðir þú í þinni listsköpun? Ég útskrifaðist úr LHÍ árið 2019 og hef að mestu unnið sjálfstætt síðan. Hvaða verkefni standa upp úr hingað til? Við höfum unnið að svo mörgum skemmtilegum verkefnum saman, en það sem stendur örugglega hvað mest upp úr eru útgáfutónleikarnir af plötunni Kveðja Bríet, sem Bríet hélt í Hörpu 2021. Þetta var alvöru dæmi. Níu metra kjóll, fjögurra metra kápa, flugbelti og nóg af fataskiptingum. Frábært fólk á öllum stöðum. Þar kynntist ég líka Írisi fyrst og ég verð Bríeti ævinlega þakklát að hafa fengið hana með. Annars eru báðar seríurnar af Idol fyrir Stöð 2 búnar að vera mjög skemmtileg verkefni. Algjört ævintýri og frábært crew. Þar kynntist ég líka Sunnu dásamlegu sem stendur mest upp úr í því verkefni. Einnig Kaffi Flóru giggin sem Bríet hefur haldið, þau eru svo persónuleg og falleg og svo mikið Bríet. Svo má ekki gleyma samstarfsverkefnum okkar við 66 norður. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Ágústa Finnbogadóttir (@sigriduragusta) Hvenær byrjaðir þú að vinna með Bríeti og hvernig kviknaði ykkar samstarf? Það er smá fyndin saga. Hún fékk lánuð föt úr útskriftarlínunni minni fyrir gigg og hafði samband við mig í framhaldi og spurði hvort ég vildi hitta sig á kaffihúsi að ræða eitthvað framhald. Ég var nýútskrifuð og tók þessu auðvitað mjög alvarlega, að tónlistarkona væri að boða mig á fund. Ég mætti að sjálfsögðu vel undirbúin, með stílabók og penna og tilbúin að heyra hvað þessi unga kona hefði að segja. Við hlæjum oft að þessu, þá var hún bara 19 ára og vildi bara hittast í kaffi til að spyrja hvort við gætum saumað eitthvað saman. Síðan þá höfum við búið til ýmislegt saman. Bríet fær yfirleitt mjög skemmtilegar hugmyndir sem getur verið krefjandi að útfæra en það er svo frábært hvað hún er all in, sama hversu stór eða smá giggin eru. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Ágústa Finnbogadóttir (@sigriduragusta) Hvaðan kemur innblásturinn? Innblásturinn er í grunninn mjög mikið karakterinn Bríet og svo spilar margt annað inn í. Það geta verið efni, áferð, litir, textar, form, andstæður og margt fleira. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Hvernig er að vinna með öðrum að því að skapa heildarlúkk einnar stærstu stjörnu landsins? Það er algjör stemning. Bríet er svo töfrandi persónuleiki og svo mikill listamaður inn að kjarna. Henni hefur tekist vel til, með því að búa til fallegan heim í kringum sig og vörumerkið Bríeti. Íris er svo mesta gleðisprengjan með breiðasta brosið og fallegasta hláturinn, Sunna svo einlæg og hjartahlý og með svo fallega nærveru. Að fá að vinna með öllum þessum mögnuðu konum eru algjör forréttindi. Oft fæðast bestu lúkkin þegar að við erum allar saman bara að leika okkur og ekki að taka þessu of alvarlega. Það er mikið hlegið, mikið spjallað og mikið gaman. Stelpurnar eiga mjög gott samband. Aðsend Er mikið samtal á milli ykkar allra? Já algjörlega. Fyrir Idol vorum við til dæmis með vikulega fundi fjórar saman. Öll smáatriði skipta máli. Hvert er draumaverkefnið þitt? Það er mjög mikið af skemmtilegum verkefnum framundan, og draumaverkefnið er oftast það sem við vinnum að hverju sinni. En ætli svona framtíðardraumadrauma sé ekki bara að hanna outfit fyrir rauða dregilinn. Það mun rætast þegar að Bríet vinnur Grammy eftir nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Ágústa Finnbogadóttir (@sigriduragusta) Íris Lóa Eskin, hársnyrtir: View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Hvenær byrjaðir þú í þinni listsköpun? Alveg frá barnsaldri hef ég alltaf vitað að ég vildi vinna við eitthvað sem tengdist list. Að vera hárgreiðslukona hefur í raun alltaf verið æskudraumurinn. Mamma þekkti hárgreiðslukonu sem átti stofu við hliðina á grunnskólanum mínum. Ég var óþolandi barn, hékk stundum yfir henni og skoðaði blöð með töff klippingum og hún var alltaf svo yndisleg við mig og klippti mig alls konar. Ég held að ég hafi fengið fyrstu strípurnar og bob klippinguna í þriðja eða fjórða bekk svo ruglið byrjaði snemma hjá mér. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Hvaða verkefni standa upp úr hingað til? Það eru svo mörg verkefni sem standa upp úr sem eiga sín móment. Ég gæti sagt endalausar sögur. Eins og fyrir Hörpu tónleikana hennar Bríetar þegar hún var komin undir sviðið og fáar mínútur í að hún eigi að fara svífa upp í margra metra kjól. Þá þurfti hún auðvitað að pissa og það var ekkert klósett undir sviðinu svo við enduðum á að finna einhverja fötu og… málinu var reddað. Vonandi fann enginn þessa fötu. Svo í Idolinu þegar það var dauð stund tók ég hana á háhest og henti í eina hnébeygju og buxurnar mínar klofnuðu í tvennt fyrir framan allt tökucrewið. Það gerast alltaf einhver skemmtileg og fyndin móment í öllum verkefnum sem við erum í saman svo það er erfitt að velja eitthvað eitt. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Hvenær byrjaðir þú að vinna með Bríeti og hvernig kviknaði ykkar samstarf? Ég og Bríet kynnumst í Þjóðleikhúsinu og þetta var einhver instant smellur eins og í mestu klisju ástarsögu. Það var eins og við þekktumst og við eigum ótrúlega dýrmætt og fallegt systrasamband. Það er líka mjög auðvelt að verða ástfangin af henni þar sem hún er með eitt fallegasta hjarta á þessari jörð. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Hvaðan kemur innblásturinn? Innblásturinn kemur frá öllum sjónarhornum. Við erum oftast að reyna að skapa eitthvað sem er öðruvísi á sinn eigin hátt og oftast vinnur það með okkur. Hvernig er að vinna með öðrum að því að skapa heildarlúkk einnar stærstu stjörnu landsins? Bríet er náttúrlega algjör listakona í húð og hár svo að þegar að hún fær sínar hugmyndir þá vinnum við í því saman að reyna gera einhverjar heild sem meikar sens. Sigríður og Sunna eru mestu snillingar í heimi og líka algjörar gullkonur, allt sem þær gera er náttúrulega bara listaverk eitt og sér. Ég er frekar þakklát að fá að vinna með þessum mögnuðu konum. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Er mikið samtal á milli ykkar allra? Við fjórar erum alltaf í samskiptum með allt sem við gerum og hittumst og fundum yfir hvert skref. Ég myndi segja að Sigríður og Bríet eyði miklum tíma í að sauma og hanna allt frá grunni, svo koma hár og förðunar pælingar. Hvert er draumaverkefnið þitt? Draumaverkefnið er að fá að halda áfram að skapa eitthvað listaverk með þessum þremur konum í mínu lífi. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Sunna Björk Erlingsdóttir, förðunarfræðingur: Listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir farðar gjarnan Bríeti. Vísir/Vilhelm Hvenær byrjaðir þú í þinni listsköpun? Ég hef verið að farða í rúman áratug núna, en ég myndi segja að listsköpunin hafi þó alltaf blundað mjög sterkt í mér, alveg frá því að ég var lítil. Ég var síðan svo heppin að kynnast yndislega skapandi vinahópnum mínum í menntaskóla en við vorum stöðugt að gera myndaþætti saman fyrir alls konar tímarit. Þannig uppgötvaði ég nýjan farveg fyrir förðunina þar sem listsköpunin fékk algjöra útrás. View this post on Instagram A post shared by Sunna Bjo rk Erlingsdo ttir (@sunnabjorkmakeup) Hvaða verkefni standa upp úr hingað til? Það eru svo ótal mörg verkefni sem standa upp úr, en ofarlega í huga eru líklegast tískuþættirnir fyrir Vogue, allir tónleikarnir, myndatökurnar og tónlistarmyndböndin með öllu hæfileikaríka tónlistarfólkinu eins og Björk og Bríeti, og að kenna hjá framakonunum Ingunni og Heiði í Reykjavík Makeup School. Tónlistarmyndbandið hennar Bjarkar, Sorrowful soil, á líka alltaf mjög sérstakan stað í hjartanu, en við höfðum mjög lítinn glugga til þess að ná öllum skotunum því allt var þetta undir duttlungum náttúrunnar komið með það hversu vel allt tækist því við vorum að mynda við virkt eldfjall. Einhvern veginn small þetta þó allt fullkomlega saman í tökunum og til varð þetta fallega myndband og það var svo ógleymanleg upplifun að finna kraftinn frá eldgosinu við tónlistina. Hér má sjá tónlistarmyndbandið Sorrowful soil: Hvenær byrjaðir þú að vinna með Bríeti og hvernig kviknaði ykkar samstarf? Samstarfið okkar byrjaði í gegnum Ísak Helgason, hann bað mig um að stökkva inn fyrir sig í seinustu tvo þættina af fyrstu seríunni í Idolinu og þannig byrjaði það stóra ævintýri, en það var þó alveg frekar stressandi að hoppa í skarðið hjá einum færasta förðunarfræðingi landsins. Síðan þá höfum við verið að skapa ýmislegt saman og það er algjör draumur að vinna með Bríeti þar sem hún er með svo sterka listræna sýn og alltaf til í að prófa nýja hluti og fara yfir mörk hins hefðbundna. Fyrir utan það þá þykir mér líka bara mest vænt um vináttuna sem hefur blómstrað í kjölfarið, hún er svo traust vinkona og þær allar. Það er varla eins og við séum í vinnunni þegar við erum í verkefnum saman. Hvaðan kemur innblásturinn? Innblásturinn kemur víða að, við erum stöðugt að sanka að okkur hugmyndum frá öllum miðlum. Mér finnst alltaf gaman að grúska í gömlu archive-unum en þannig fæ ég mikinn innblástur frá hinum ýmsu tímabilum. Um þessar mundir hefur verið mér ofarlega í huga 20’s, 70’s og 90’s förðun og erum við þannig oft að gera förðun sem vísar í þessi tímabil. Síðan fer það líka að sjálfsögðu alltaf eftir hverju verkefni fyrir sig hvaðan innblásturinn kemur. Hvernig er að vinna með öðrum að því að skapa heildarlúkk einnar stærstu stjörnu landsins? Það er mjög gefandi að vinna með þessum þremur mögnuðu konum og þær allar veita mér svo mikinn innblástur með sinni listsköpun og hjálpa mér þannig að vaxa sem förðunarfræðingi. Þetta er allt svo fallegt samstarf. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Er mikið samtal á milli ykkar allra? Já, við erum stöðugt að kasta hugmyndum okkar á milli. Það þurfa líka allir þættir að tala saman, fötin, hárið og förðunin skapa svo fallega heild þegar að allt er tekið saman í reikninginn. Oft erum við búnar að plana heildar lúkkið alveg fyrirfram og svo stundum leyfum við bara hugmyndunum að koma í algjöru flæði á staðnum. Þá skapast oft líka algjörir töfrar. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Hvert er draumaverkefnið þitt? Ég held að stóra markmiðið sé einfaldlega að halda áfram að vaxa í geiranum og sjá hvert það tekur mann. Það væri ekki af verri endanum ef verkefnin tækju mann oftar eða af og til til Parísar. Hár og förðun Tíska og hönnun Menning Tónlist Tengdar fréttir „Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. ágúst 2022 07:01 „Vil ekki vera eins og allir aðrir“ Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali. 9. desember 2023 11:30 „Varð að treysta því að það sem ég elskaði að gera væri nóg“ „Ég hef ekki litið til baka í eina sekúndu,“ segir listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir sem ákvað að leggja allt í listsköpunina og treysta því að það færi með hana í rétta átt. 27. október 2023 09:30 Tískan á Airwaves: Hatarar, óvænt fataskipti og dansvænn klæðnaður Dags B Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldinn allur af fjölbreyttum hópi tónlistarunnenda kom saman. 5. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hin heilaga þrenna Bríetar samanstendur af Sigríði Ágústu Finnbogadóttur fatahönnuði, Írisi Lóu Eskin hársnyrti og Sunnu Björk Erlingsdóttur förðunarfræðingi. Ef Instagramfærslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni. Sigríður Ágústa, Íris Lóa og Sunna Björk eru orðnar mjög góðar vinkonur og vinna vel saman. Aðsend Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, fatahönnuður: View this post on Instagram A post shared by Sigríður Ágústa Finnbogadóttir (@sigriduragusta) Hvenær byrjaðir þú í þinni listsköpun? Ég útskrifaðist úr LHÍ árið 2019 og hef að mestu unnið sjálfstætt síðan. Hvaða verkefni standa upp úr hingað til? Við höfum unnið að svo mörgum skemmtilegum verkefnum saman, en það sem stendur örugglega hvað mest upp úr eru útgáfutónleikarnir af plötunni Kveðja Bríet, sem Bríet hélt í Hörpu 2021. Þetta var alvöru dæmi. Níu metra kjóll, fjögurra metra kápa, flugbelti og nóg af fataskiptingum. Frábært fólk á öllum stöðum. Þar kynntist ég líka Írisi fyrst og ég verð Bríeti ævinlega þakklát að hafa fengið hana með. Annars eru báðar seríurnar af Idol fyrir Stöð 2 búnar að vera mjög skemmtileg verkefni. Algjört ævintýri og frábært crew. Þar kynntist ég líka Sunnu dásamlegu sem stendur mest upp úr í því verkefni. Einnig Kaffi Flóru giggin sem Bríet hefur haldið, þau eru svo persónuleg og falleg og svo mikið Bríet. Svo má ekki gleyma samstarfsverkefnum okkar við 66 norður. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Ágústa Finnbogadóttir (@sigriduragusta) Hvenær byrjaðir þú að vinna með Bríeti og hvernig kviknaði ykkar samstarf? Það er smá fyndin saga. Hún fékk lánuð föt úr útskriftarlínunni minni fyrir gigg og hafði samband við mig í framhaldi og spurði hvort ég vildi hitta sig á kaffihúsi að ræða eitthvað framhald. Ég var nýútskrifuð og tók þessu auðvitað mjög alvarlega, að tónlistarkona væri að boða mig á fund. Ég mætti að sjálfsögðu vel undirbúin, með stílabók og penna og tilbúin að heyra hvað þessi unga kona hefði að segja. Við hlæjum oft að þessu, þá var hún bara 19 ára og vildi bara hittast í kaffi til að spyrja hvort við gætum saumað eitthvað saman. Síðan þá höfum við búið til ýmislegt saman. Bríet fær yfirleitt mjög skemmtilegar hugmyndir sem getur verið krefjandi að útfæra en það er svo frábært hvað hún er all in, sama hversu stór eða smá giggin eru. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Ágústa Finnbogadóttir (@sigriduragusta) Hvaðan kemur innblásturinn? Innblásturinn er í grunninn mjög mikið karakterinn Bríet og svo spilar margt annað inn í. Það geta verið efni, áferð, litir, textar, form, andstæður og margt fleira. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Hvernig er að vinna með öðrum að því að skapa heildarlúkk einnar stærstu stjörnu landsins? Það er algjör stemning. Bríet er svo töfrandi persónuleiki og svo mikill listamaður inn að kjarna. Henni hefur tekist vel til, með því að búa til fallegan heim í kringum sig og vörumerkið Bríeti. Íris er svo mesta gleðisprengjan með breiðasta brosið og fallegasta hláturinn, Sunna svo einlæg og hjartahlý og með svo fallega nærveru. Að fá að vinna með öllum þessum mögnuðu konum eru algjör forréttindi. Oft fæðast bestu lúkkin þegar að við erum allar saman bara að leika okkur og ekki að taka þessu of alvarlega. Það er mikið hlegið, mikið spjallað og mikið gaman. Stelpurnar eiga mjög gott samband. Aðsend Er mikið samtal á milli ykkar allra? Já algjörlega. Fyrir Idol vorum við til dæmis með vikulega fundi fjórar saman. Öll smáatriði skipta máli. Hvert er draumaverkefnið þitt? Það er mjög mikið af skemmtilegum verkefnum framundan, og draumaverkefnið er oftast það sem við vinnum að hverju sinni. En ætli svona framtíðardraumadrauma sé ekki bara að hanna outfit fyrir rauða dregilinn. Það mun rætast þegar að Bríet vinnur Grammy eftir nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Ágústa Finnbogadóttir (@sigriduragusta) Íris Lóa Eskin, hársnyrtir: View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Hvenær byrjaðir þú í þinni listsköpun? Alveg frá barnsaldri hef ég alltaf vitað að ég vildi vinna við eitthvað sem tengdist list. Að vera hárgreiðslukona hefur í raun alltaf verið æskudraumurinn. Mamma þekkti hárgreiðslukonu sem átti stofu við hliðina á grunnskólanum mínum. Ég var óþolandi barn, hékk stundum yfir henni og skoðaði blöð með töff klippingum og hún var alltaf svo yndisleg við mig og klippti mig alls konar. Ég held að ég hafi fengið fyrstu strípurnar og bob klippinguna í þriðja eða fjórða bekk svo ruglið byrjaði snemma hjá mér. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Hvaða verkefni standa upp úr hingað til? Það eru svo mörg verkefni sem standa upp úr sem eiga sín móment. Ég gæti sagt endalausar sögur. Eins og fyrir Hörpu tónleikana hennar Bríetar þegar hún var komin undir sviðið og fáar mínútur í að hún eigi að fara svífa upp í margra metra kjól. Þá þurfti hún auðvitað að pissa og það var ekkert klósett undir sviðinu svo við enduðum á að finna einhverja fötu og… málinu var reddað. Vonandi fann enginn þessa fötu. Svo í Idolinu þegar það var dauð stund tók ég hana á háhest og henti í eina hnébeygju og buxurnar mínar klofnuðu í tvennt fyrir framan allt tökucrewið. Það gerast alltaf einhver skemmtileg og fyndin móment í öllum verkefnum sem við erum í saman svo það er erfitt að velja eitthvað eitt. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Hvenær byrjaðir þú að vinna með Bríeti og hvernig kviknaði ykkar samstarf? Ég og Bríet kynnumst í Þjóðleikhúsinu og þetta var einhver instant smellur eins og í mestu klisju ástarsögu. Það var eins og við þekktumst og við eigum ótrúlega dýrmætt og fallegt systrasamband. Það er líka mjög auðvelt að verða ástfangin af henni þar sem hún er með eitt fallegasta hjarta á þessari jörð. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Hvaðan kemur innblásturinn? Innblásturinn kemur frá öllum sjónarhornum. Við erum oftast að reyna að skapa eitthvað sem er öðruvísi á sinn eigin hátt og oftast vinnur það með okkur. Hvernig er að vinna með öðrum að því að skapa heildarlúkk einnar stærstu stjörnu landsins? Bríet er náttúrlega algjör listakona í húð og hár svo að þegar að hún fær sínar hugmyndir þá vinnum við í því saman að reyna gera einhverjar heild sem meikar sens. Sigríður og Sunna eru mestu snillingar í heimi og líka algjörar gullkonur, allt sem þær gera er náttúrulega bara listaverk eitt og sér. Ég er frekar þakklát að fá að vinna með þessum mögnuðu konum. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Er mikið samtal á milli ykkar allra? Við fjórar erum alltaf í samskiptum með allt sem við gerum og hittumst og fundum yfir hvert skref. Ég myndi segja að Sigríður og Bríet eyði miklum tíma í að sauma og hanna allt frá grunni, svo koma hár og förðunar pælingar. Hvert er draumaverkefnið þitt? Draumaverkefnið er að fá að halda áfram að skapa eitthvað listaverk með þessum þremur konum í mínu lífi. View this post on Instagram A post shared by I ris Lo a Eskin (@irisloa) Sunna Björk Erlingsdóttir, förðunarfræðingur: Listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir farðar gjarnan Bríeti. Vísir/Vilhelm Hvenær byrjaðir þú í þinni listsköpun? Ég hef verið að farða í rúman áratug núna, en ég myndi segja að listsköpunin hafi þó alltaf blundað mjög sterkt í mér, alveg frá því að ég var lítil. Ég var síðan svo heppin að kynnast yndislega skapandi vinahópnum mínum í menntaskóla en við vorum stöðugt að gera myndaþætti saman fyrir alls konar tímarit. Þannig uppgötvaði ég nýjan farveg fyrir förðunina þar sem listsköpunin fékk algjöra útrás. View this post on Instagram A post shared by Sunna Bjo rk Erlingsdo ttir (@sunnabjorkmakeup) Hvaða verkefni standa upp úr hingað til? Það eru svo ótal mörg verkefni sem standa upp úr, en ofarlega í huga eru líklegast tískuþættirnir fyrir Vogue, allir tónleikarnir, myndatökurnar og tónlistarmyndböndin með öllu hæfileikaríka tónlistarfólkinu eins og Björk og Bríeti, og að kenna hjá framakonunum Ingunni og Heiði í Reykjavík Makeup School. Tónlistarmyndbandið hennar Bjarkar, Sorrowful soil, á líka alltaf mjög sérstakan stað í hjartanu, en við höfðum mjög lítinn glugga til þess að ná öllum skotunum því allt var þetta undir duttlungum náttúrunnar komið með það hversu vel allt tækist því við vorum að mynda við virkt eldfjall. Einhvern veginn small þetta þó allt fullkomlega saman í tökunum og til varð þetta fallega myndband og það var svo ógleymanleg upplifun að finna kraftinn frá eldgosinu við tónlistina. Hér má sjá tónlistarmyndbandið Sorrowful soil: Hvenær byrjaðir þú að vinna með Bríeti og hvernig kviknaði ykkar samstarf? Samstarfið okkar byrjaði í gegnum Ísak Helgason, hann bað mig um að stökkva inn fyrir sig í seinustu tvo þættina af fyrstu seríunni í Idolinu og þannig byrjaði það stóra ævintýri, en það var þó alveg frekar stressandi að hoppa í skarðið hjá einum færasta förðunarfræðingi landsins. Síðan þá höfum við verið að skapa ýmislegt saman og það er algjör draumur að vinna með Bríeti þar sem hún er með svo sterka listræna sýn og alltaf til í að prófa nýja hluti og fara yfir mörk hins hefðbundna. Fyrir utan það þá þykir mér líka bara mest vænt um vináttuna sem hefur blómstrað í kjölfarið, hún er svo traust vinkona og þær allar. Það er varla eins og við séum í vinnunni þegar við erum í verkefnum saman. Hvaðan kemur innblásturinn? Innblásturinn kemur víða að, við erum stöðugt að sanka að okkur hugmyndum frá öllum miðlum. Mér finnst alltaf gaman að grúska í gömlu archive-unum en þannig fæ ég mikinn innblástur frá hinum ýmsu tímabilum. Um þessar mundir hefur verið mér ofarlega í huga 20’s, 70’s og 90’s förðun og erum við þannig oft að gera förðun sem vísar í þessi tímabil. Síðan fer það líka að sjálfsögðu alltaf eftir hverju verkefni fyrir sig hvaðan innblásturinn kemur. Hvernig er að vinna með öðrum að því að skapa heildarlúkk einnar stærstu stjörnu landsins? Það er mjög gefandi að vinna með þessum þremur mögnuðu konum og þær allar veita mér svo mikinn innblástur með sinni listsköpun og hjálpa mér þannig að vaxa sem förðunarfræðingi. Þetta er allt svo fallegt samstarf. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Er mikið samtal á milli ykkar allra? Já, við erum stöðugt að kasta hugmyndum okkar á milli. Það þurfa líka allir þættir að tala saman, fötin, hárið og förðunin skapa svo fallega heild þegar að allt er tekið saman í reikninginn. Oft erum við búnar að plana heildar lúkkið alveg fyrirfram og svo stundum leyfum við bara hugmyndunum að koma í algjöru flæði á staðnum. Þá skapast oft líka algjörir töfrar. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Hvert er draumaverkefnið þitt? Ég held að stóra markmiðið sé einfaldlega að halda áfram að vaxa í geiranum og sjá hvert það tekur mann. Það væri ekki af verri endanum ef verkefnin tækju mann oftar eða af og til til Parísar.
Hár og förðun Tíska og hönnun Menning Tónlist Tengdar fréttir „Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. ágúst 2022 07:01 „Vil ekki vera eins og allir aðrir“ Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali. 9. desember 2023 11:30 „Varð að treysta því að það sem ég elskaði að gera væri nóg“ „Ég hef ekki litið til baka í eina sekúndu,“ segir listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir sem ákvað að leggja allt í listsköpunina og treysta því að það færi með hana í rétta átt. 27. október 2023 09:30 Tískan á Airwaves: Hatarar, óvænt fataskipti og dansvænn klæðnaður Dags B Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldinn allur af fjölbreyttum hópi tónlistarunnenda kom saman. 5. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. ágúst 2022 07:01
„Vil ekki vera eins og allir aðrir“ Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali. 9. desember 2023 11:30
„Varð að treysta því að það sem ég elskaði að gera væri nóg“ „Ég hef ekki litið til baka í eina sekúndu,“ segir listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir sem ákvað að leggja allt í listsköpunina og treysta því að það færi með hana í rétta átt. 27. október 2023 09:30
Tískan á Airwaves: Hatarar, óvænt fataskipti og dansvænn klæðnaður Dags B Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldinn allur af fjölbreyttum hópi tónlistarunnenda kom saman. 5. nóvember 2023 07:00