Coventry fyrst liða í átta liða úrslit þeirrar elstu og virtustu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 22:21 Ellis Simms (t.v.) fagnar einu af þremur mörkum sínum. Catherine Ivill/Getty Images Í kvöld fór fyrsti leikur 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar fram. Þar vann Coventry City spútniklið Maidenhead United örugglega 5-0. Enska bikarkeppnin í knattspyrnu, FA Cup, er elsta bikarkeppni í heimi. Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira