VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2024 11:08 Bræðurnir hafa vakið mikla athygli fyrir skrautlegt atriði í Söngvakeppninni. Tvíeykið í VÆB, bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir ætla einir keppenda að flytja lag sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar um helgina. Þeir segjast ekki geta beðið eftir keppninni þar sem þeir munu stíga fyrstir á svið. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bræðurnir munu flytja lag sitt Bíómynd í keppninni á laugardag. Þeir segjast vera sérstaklega nánir í dag eftir að hafa byrjað að búa til tónlist saman. „Ég var alltaf að búa til einhver bíts og þessi kall hérna var alltaf eitthvað að raula yfir þau. Ég að búa til lög og hann að syngja,“ segir Hálfdán Helgi. Matthías segir báða bræðurna rappa. Af hverju VÆB? Hvaðan kemur það nafn? „Upprunalega vantaði okkur bara eitthvað nafn og hugsuðum að við þyrftum nafn sem útskýrir tónlistina okkar. VÆB! Bara væba. Til að chilla með. Eftir á höfum við breytt aðeins þýðingunni og erum komnir með merkingu fyrir VÆB. Þetta er semsagt skammstöfun. Hvað þýðir þetta Matti?“ spyr Hálfdán. „Þetta þýðir: Virðing, æðruleysi og bullandi stemning! Það er konseptið.“ Með sólgleraugun hvert sem þeir fara Bræðurnir mættu með sólgleraugu í stúdíó Bylgjunnar sem bræðurnir hafa á sér á sviði í Söngvakeppninni. Þeir segjast hvergi fara án þeirra og eru með sömu týpu. „Okkur var bara sagt að vera með þessi gleraugu,“ segir Matthías hlæjandi. Hann segir stílista þeirra bræðra hana Sylvíu hafa sagt þeim að hafa þau á sér hvar sem er. Þeir bræður segja gleðina skipta mestu í sínu lagi. Jákvæð orka sömuleiðis. Streymiskóngar Þið eruð streymiskóngar Söngvakeppninnar? „Heyrðu, það passar. Það er hárrétt! Saman eru bæði lögin okkar, íslenska útgáfan og enska útgáfan með yfir hundrað þúsund spilanir, á stuttum tíma. Það er ruglað.“ Þeir bræður segja þátttöku sína í Söngvakeppninni vera það besta sem þeir hafi gert. Það skemmtilegasta sem hafi komið fyrir þá. Ætla að sjá til með Eurovision Ætlið þið að fara í Eurovision? „Við erum náttúrulega fyrst og fremst að einblína bara á Söngvakeppnina. Við ætlum að byrja á því bara. Síðan taka bara samtalið við RÚV ef það kemur að því skilurðu. Það þarf ekkert að hugsa þetta lengra,“ segir Matthías. Þeir bræður munu opna Söngvakeppnina á laugardag. Þeir segja það algjöran heiður, þeir segjast ætla að byrja keppnina vel. „Það er strax byrjað að bóka okkur út um allt í sumar. Þetta er algjör veisla,“ segja bræðurnir. Þeir hafa spilað lengi saman og voru meðal annars í Kringlunni um daginn þar sem allt var krökkt af æstum aðdáendum. Syngja einir á íslensku Reglan í Söngvakeppninni hefur verið sú að keppendur þurfa að flytja lag sitt fyrst á íslensku. Síðan megja þeir flytja það á ensku en í ár eru Væb bræður þeir einu sem munu flytja sitt lag á íslensku, jafnvel þó það sé til á ensku. „Við erum búnir að hugsa þetta vel og við höfum tekið stöðuna. Við ætlum að taka þetta á íslensku alla leið,“ segja þeir bræður. Þeir myndu taka það á íslensku í Eurovision sömuleiðis. „Lagið er samið á íslensku. Íslenska er besta tungumálið. Flottasta tungumálið í heiminum. Og við ætlum bara að taka þetta þannig.“ Bræðurnir hafa einnig gert remix af laginu sínu. Eurovision Tónlist Íslensk tunga Tengdar fréttir Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. 27. febrúar 2024 11:18 Stjörnulífið: Frumsýningarpartý, Söngvakeppnin og konudagurinn Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 26. febrúar 2024 10:42 Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. 26. febrúar 2024 02:10 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bræðurnir munu flytja lag sitt Bíómynd í keppninni á laugardag. Þeir segjast vera sérstaklega nánir í dag eftir að hafa byrjað að búa til tónlist saman. „Ég var alltaf að búa til einhver bíts og þessi kall hérna var alltaf eitthvað að raula yfir þau. Ég að búa til lög og hann að syngja,“ segir Hálfdán Helgi. Matthías segir báða bræðurna rappa. Af hverju VÆB? Hvaðan kemur það nafn? „Upprunalega vantaði okkur bara eitthvað nafn og hugsuðum að við þyrftum nafn sem útskýrir tónlistina okkar. VÆB! Bara væba. Til að chilla með. Eftir á höfum við breytt aðeins þýðingunni og erum komnir með merkingu fyrir VÆB. Þetta er semsagt skammstöfun. Hvað þýðir þetta Matti?“ spyr Hálfdán. „Þetta þýðir: Virðing, æðruleysi og bullandi stemning! Það er konseptið.“ Með sólgleraugun hvert sem þeir fara Bræðurnir mættu með sólgleraugu í stúdíó Bylgjunnar sem bræðurnir hafa á sér á sviði í Söngvakeppninni. Þeir segjast hvergi fara án þeirra og eru með sömu týpu. „Okkur var bara sagt að vera með þessi gleraugu,“ segir Matthías hlæjandi. Hann segir stílista þeirra bræðra hana Sylvíu hafa sagt þeim að hafa þau á sér hvar sem er. Þeir bræður segja gleðina skipta mestu í sínu lagi. Jákvæð orka sömuleiðis. Streymiskóngar Þið eruð streymiskóngar Söngvakeppninnar? „Heyrðu, það passar. Það er hárrétt! Saman eru bæði lögin okkar, íslenska útgáfan og enska útgáfan með yfir hundrað þúsund spilanir, á stuttum tíma. Það er ruglað.“ Þeir bræður segja þátttöku sína í Söngvakeppninni vera það besta sem þeir hafi gert. Það skemmtilegasta sem hafi komið fyrir þá. Ætla að sjá til með Eurovision Ætlið þið að fara í Eurovision? „Við erum náttúrulega fyrst og fremst að einblína bara á Söngvakeppnina. Við ætlum að byrja á því bara. Síðan taka bara samtalið við RÚV ef það kemur að því skilurðu. Það þarf ekkert að hugsa þetta lengra,“ segir Matthías. Þeir bræður munu opna Söngvakeppnina á laugardag. Þeir segja það algjöran heiður, þeir segjast ætla að byrja keppnina vel. „Það er strax byrjað að bóka okkur út um allt í sumar. Þetta er algjör veisla,“ segja bræðurnir. Þeir hafa spilað lengi saman og voru meðal annars í Kringlunni um daginn þar sem allt var krökkt af æstum aðdáendum. Syngja einir á íslensku Reglan í Söngvakeppninni hefur verið sú að keppendur þurfa að flytja lag sitt fyrst á íslensku. Síðan megja þeir flytja það á ensku en í ár eru Væb bræður þeir einu sem munu flytja sitt lag á íslensku, jafnvel þó það sé til á ensku. „Við erum búnir að hugsa þetta vel og við höfum tekið stöðuna. Við ætlum að taka þetta á íslensku alla leið,“ segja þeir bræður. Þeir myndu taka það á íslensku í Eurovision sömuleiðis. „Lagið er samið á íslensku. Íslenska er besta tungumálið. Flottasta tungumálið í heiminum. Og við ætlum bara að taka þetta þannig.“ Bræðurnir hafa einnig gert remix af laginu sínu.
Eurovision Tónlist Íslensk tunga Tengdar fréttir Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. 27. febrúar 2024 11:18 Stjörnulífið: Frumsýningarpartý, Söngvakeppnin og konudagurinn Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 26. febrúar 2024 10:42 Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. 26. febrúar 2024 02:10 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. 27. febrúar 2024 11:18
Stjörnulífið: Frumsýningarpartý, Söngvakeppnin og konudagurinn Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 26. febrúar 2024 10:42
Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. 26. febrúar 2024 02:10