Grætur ekki gamla heimilið í Elliðaárdalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 11:39 Svona var aðkoman í Skálará á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Lengi hefur staðið til að rífa húsið Skálará í Elliðaárdalnum sem varð eldi að bráð í gærkvöldi. Fyrrverandi íbúi segir húsið hafa verið handónýtt og tilefni til að rífa það fyrir löngu síðan. Hann sér ekki á eftir heimili sínu um árabil. Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019. Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019.
Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31
Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00
"Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41