Frjósemi nær sögulegum lægðum í Japan og Suður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 08:33 Sífellt færri pör í Japan og Suður-Kóreu velja að eignast börn, aðallega vegna kostnaðar og ástandsins á vinnumarkaði. Getty/Chung Sung-Jun Frjósemi í Japan og Suður-Kóreu náði metlægðum í fyrra. Í Japan fækkaði fæðingum áttunda árið í röð, um 5,1 prósent frá árinu 2022. Um er að ræða minnsta fjölda fæðinga frá því að Japan hóf að safna gögnum árið 1899. Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir. Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir.
Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira