Lífið

Bein út­sending: Stjörnur í góðgerðarstreymi í tólf tíma

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rósa Björk og Harpa Rós halda uppi stuðinu í streyminu næstu tólf tímana í dag og á morgun.
Rósa Björk og Harpa Rós halda uppi stuðinu í streyminu næstu tólf tímana í dag og á morgun.

Tölvuleikjaspilararnir Rósa Björk og Harpa Rós standa fyrir góðgerðarstreymi í tólf tíma í dag og á morgun, laugardag. Streymið hefst klukkan 14:00 og verður í gangi til 02:00 í nótt. Allur ágóði af streyminu rennur til Píeta samtakanna og er hægt að fylgjast með í beinni á Vísi.

Ýmsar stjörnur munu í dag og á morgun mæta til þeirra Rósu Bjarkar og Hörpu Rósar og verða margar veglegar gjafir í boði fyrir áhorfendur. Þá verða ýmsar skemmtilegar áskoranir framkvæmdar sem enginn má missa af.

Listinn af gestum er eins glæsilegur og hann er langur. Meðal þeirra sem munu mæta í dag og á morgun verða Páll Óskar, Villi Neto, Gummi Egill, Gísli Marteinn, Steindi JR, Daniil, Lil Curly, Flóni, Egill Ploder, Birgir Hákon, Andri Björns, Gummi Emil, Blaffi, Eggert, Esports lið Dusty og Egill Breki (NussunOfficial).

Þetta er í þriðja sinn sem Rósa Björk og félagar standa að streyminu. Samtals hafa safnast rúmlega þrjár milljónir króna til Píeta samtakanna undanfarin ár.

Streymið verður í beinni útsendingu á Vísi í dag. Það verður svo aftur á sínum stað þegar það hefst aftur að nýju á morgun á sama tíma, klukkan 14:00 og til 02:00. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.