Rafmagnshitari kveikti í húsgögnum og svo koll af kolli Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 14:45 Mikinn eld lagði frá iðnaðarhúsnæðinu kvöldið fimmtánda febrúar. Vísir/Vilhelm Talið er að eldsvoði í iðnaðarhúsnæði á horni Fellsmúla og Grensásvegar hafi kviknað vegna geisla- eða rafmagnsblásara. Eldurinn kviknaði síðdegis þann fimmtánda febrúar, en slökkvistarfi lauk morguninn eftir. Slippfélagið, Pizzan, Curvy og Stout voru með starsemi í húsinu, en bílaþjónusta og hjólbarðaverkstæði N1 varð hvað verst úti í eldinum. „Það er grunað að það hafi verið einhver rafmagns- eða geislahitari sem var inni á einhverri skrifstofu eða herbergi,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Hann segir að hitarinn hafi líklega bilað og eldur kviknað út frá honum. Viðbraðgsaðilar girtu af svæði í kringum húsnæðið þar sem eldurinn brann. Jafnframt var vegum í kringum eldvoðan lokað á meðan aðgerðum stóð.Vísir/Vilhelm Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmangs- eða geislahitara sem var í skrifstofu í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Þetta er svona rafmagnshitari sem er notaður þegar kalt er úti. Ég veit ekki hvað þeir voru að hita þarna, en það er auðvitað oft kalt á þessum smurstöðum. Allt opið og svoleiðis. Eldurinn náði síðan í húsgögn, svo einhverja dekkjasamstæðu og svo koll af kolli,“ segir Guðmundur. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöðu tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru allar líkur á að þetta sé málið.“ Í kjölfar brunans sendi N1 frá sér tilkynningu þar sem að sagði að sjálfvirkur brunaboði í húsnæðinu hefði gert stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ 15. febrúar 2024 21:31 Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16. febrúar 2024 11:39 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Slippfélagið, Pizzan, Curvy og Stout voru með starsemi í húsinu, en bílaþjónusta og hjólbarðaverkstæði N1 varð hvað verst úti í eldinum. „Það er grunað að það hafi verið einhver rafmagns- eða geislahitari sem var inni á einhverri skrifstofu eða herbergi,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Hann segir að hitarinn hafi líklega bilað og eldur kviknað út frá honum. Viðbraðgsaðilar girtu af svæði í kringum húsnæðið þar sem eldurinn brann. Jafnframt var vegum í kringum eldvoðan lokað á meðan aðgerðum stóð.Vísir/Vilhelm Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmangs- eða geislahitara sem var í skrifstofu í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Þetta er svona rafmagnshitari sem er notaður þegar kalt er úti. Ég veit ekki hvað þeir voru að hita þarna, en það er auðvitað oft kalt á þessum smurstöðum. Allt opið og svoleiðis. Eldurinn náði síðan í húsgögn, svo einhverja dekkjasamstæðu og svo koll af kolli,“ segir Guðmundur. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöðu tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru allar líkur á að þetta sé málið.“ Í kjölfar brunans sendi N1 frá sér tilkynningu þar sem að sagði að sjálfvirkur brunaboði í húsnæðinu hefði gert stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ 15. febrúar 2024 21:31 Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16. febrúar 2024 11:39 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54
Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ 15. febrúar 2024 21:31
Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16. febrúar 2024 11:39