Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 10:13 Í Ölfusi búa rúmlega 2.500 manns. Vísir/Magnús Hlynur Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ölfuss í gær. Í tilkynningu frá Ölfus segir að á síðustu vikum hafi umtalsverður fjöldi Grindvíkinga leitað eftir lóðum í Þorlákshöfn. „Í öllum tilvikum hefur verið leitað eftir einbýlishúsa- og eða parhúsalóðum sem fólk hefur hug á að byggja sjálft á. Sveitarfélagið Ölfus vill með öllum leiðum sýna nágrönnum sínum stuðning og leggur áherslu á að sá vilji sjáist í verki,“ segir í tilkynningunni. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Vísir/Egill Hægt að byggja í apríl Í mars verður næsti áfangi við uppbyggingu við Vesturberg auglýstur en þar er um að ræða tíu lóðir fyrir einbýlishús, tíu fyrir parhús og ein fyrir raðhús. Hægt verður að hefja framkvæmdir þar í apríl. „Bæjarstjórn samþykkir að veita fólki með lögheimili í Grindavík forgang að þessum lóðum. Verði umframeftirspurn við úthlutun þessara lóða mun Sveitarfélagið Ölfus tafarlaust ráðast í undirbúning næsta áfanga við Vesturbergið og auglýsa þær lóðir á sömu forsendum. Þar gæti orðið mögulegt að úthluta lóðum fyrir allt að 13 einbýlishús og 7 parhús eða samtals 27 íbúðir,“ segir í tilkynningunni. Sanngjarnt og eðlilegt Verði enn eftirspurn verður frekari framkvæmdum flýtt og lóðum fyrir 67 íbúðir úthlutað til viðbótar. „Grindavík og Þorlákshöfn eru um margt lík samfélög. Þetta eru samfélög sem trúa því af einlægni að verðmætasköpun sé undirstaða velferðar. Rekstur sveitarfélagsins hér er því traust og innviðir sterkir, eins og lengi hefur verið í Grindavík. Fyrirtækjum í og við Þorlákshöfn fjölgar hratt og við erum núna með í undirbúningi byggingu á nýjum leikskóla, stækkun grunnskóla, byggingu knattspyrnuhúss, menningarsal, nýjan miðbæ og margt fl. Í þeirri stöðu teljum við sanngjarnt og eðlilegt að gera allt sem við getum til að bjóða okkur sem valkost fyrir Grindvíkinga,“ er haft Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, í tilkynningunni. Ölfus Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Jarða- og lóðamál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ölfuss í gær. Í tilkynningu frá Ölfus segir að á síðustu vikum hafi umtalsverður fjöldi Grindvíkinga leitað eftir lóðum í Þorlákshöfn. „Í öllum tilvikum hefur verið leitað eftir einbýlishúsa- og eða parhúsalóðum sem fólk hefur hug á að byggja sjálft á. Sveitarfélagið Ölfus vill með öllum leiðum sýna nágrönnum sínum stuðning og leggur áherslu á að sá vilji sjáist í verki,“ segir í tilkynningunni. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Vísir/Egill Hægt að byggja í apríl Í mars verður næsti áfangi við uppbyggingu við Vesturberg auglýstur en þar er um að ræða tíu lóðir fyrir einbýlishús, tíu fyrir parhús og ein fyrir raðhús. Hægt verður að hefja framkvæmdir þar í apríl. „Bæjarstjórn samþykkir að veita fólki með lögheimili í Grindavík forgang að þessum lóðum. Verði umframeftirspurn við úthlutun þessara lóða mun Sveitarfélagið Ölfus tafarlaust ráðast í undirbúning næsta áfanga við Vesturbergið og auglýsa þær lóðir á sömu forsendum. Þar gæti orðið mögulegt að úthluta lóðum fyrir allt að 13 einbýlishús og 7 parhús eða samtals 27 íbúðir,“ segir í tilkynningunni. Sanngjarnt og eðlilegt Verði enn eftirspurn verður frekari framkvæmdum flýtt og lóðum fyrir 67 íbúðir úthlutað til viðbótar. „Grindavík og Þorlákshöfn eru um margt lík samfélög. Þetta eru samfélög sem trúa því af einlægni að verðmætasköpun sé undirstaða velferðar. Rekstur sveitarfélagsins hér er því traust og innviðir sterkir, eins og lengi hefur verið í Grindavík. Fyrirtækjum í og við Þorlákshöfn fjölgar hratt og við erum núna með í undirbúningi byggingu á nýjum leikskóla, stækkun grunnskóla, byggingu knattspyrnuhúss, menningarsal, nýjan miðbæ og margt fl. Í þeirri stöðu teljum við sanngjarnt og eðlilegt að gera allt sem við getum til að bjóða okkur sem valkost fyrir Grindvíkinga,“ er haft Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, í tilkynningunni.
Ölfus Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Jarða- og lóðamál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira